Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 14
Sigurður Óli Pálmason leikmynda- hönnuður hefur búið og starfað í í Danmörku í 15 ár, fyrst í Kaup- mannahöfn og nú í Árhúsum. Hann segir þá Dani sem hann umgengst vera orðna þreytta og pirraða á umræðunni um innflytjendur. Ein afleiðing umræðunnar sé aukin hræðsla í samfélaginu. „Fólk er í sjokki yfir því sem er í gangi hérna og bara hreinlega skammast sín fyrir að vera Danir,“ segir Sigurður Óli Pálmason sem býr í Árhúsum þar sem hann starfar sem leikmyndahönnuður við Aarhus Teater. „Sem betur fer er samt ákveðið mótvægi til staðar því það er fullt af fólki sem finnst þetta ekki vera í lagi og það er fólkið sem ég umgengst sjálfur. Fólk er orðið rosalega pirrað á þessu og ekki síst eftir síðasta útspilið sem er að láta taka skartgripi af flóttafólki þegar það kemur til landsins. Allt það sem Danmörk stóð fyrir á áttunda áratugnum, frelsið og um- burðarlyndið, virðist bara vera horfið. Ég þekki innflytjendur en ég þekki ekki þessa inn- flytjendur sem allir eru að tala um.“ Sigurður segir umræðuna gjarna snúast um það hvaðan þetta fólk komi, sem kjósi þetta yfir sig. „Mín upplifun er sú að allt í einu hafi birst kjósendur sem eru að nýta kosningaréttinn í fyrsta sinn. Fólk sem er farið að láta sig málefni varða bara vegna hræðsluáróðurs í fjölmiðlum. Það er einmitt líka mikil reiði hérna gagnvart fjölmiðlum sem bera auðvitað mikla ábyrgð. Eins spila samfélagsmiðlar þarna stórt hlut- verk því þar getur bolurinn tjáð sig og farið að láta sig pólitík varða.“ „Danski þjóðarflokkurinn er kominn með það mikil völd að þó hann fái ekki að vera í sjálfri ríkis- stjórninni þá verður ríkisstjórnin að beygja sig undir þeirra skoðanir að miklu leyti og eru reyndar sam- mála þeim í flestu þegar kemur að inn- flytjendamálum, enda er fullt af atkvæðum í húfi. Langflest at- kvæði koma frá Suður-Jótlandi og Norður-Sjálandi. Þetta er fólk sem býr ekki í borgum, hefur aldrei hitt útlending og er hrætt. Menn hafa reyndar verið að tala um að gefa þennan syðsta part af Jótlandi bara aftur til Þýskalands því þá liti þetta allt öðruvísi út.“ Sigurður segir fólk skíthrætt við framhaldið og að Danmörk verði skotmark fyrir hryðjuverk. Eitt dæmi þess sé að finna á hans eigin vinnustað. „Fólk er farið að læsa að sér. Við höfum aldrei læst að okkur hérna því það er alltaf vaktmaður á vakt en núna verða dyrnar alltaf að vera læstar, þó það sé maður fyrir innan. Það er verið að ýta undir paranoju í samfélaginu og það er því miður að virka.“ ur síðan orðið sú fyrirferðarmesta í fjölmiðlum og andstaða við fjöl- menningu almenn. Fjölmiðlarann- sóknir sýna að innflytjendur og flóttamenn, sér í lagi múslimar, eru almennt sýndir í neikvæðu ljósi. Í niðurstöðum Evrópsku eftirlitsmið- stöðvarinnar með rasisma og útlend- ingaandúð (EUMC) kemur fram að Danir eru hlutfallslega neikvæðari í garð útlendinga og minnihluta- hópa en gengur og gerist. Samt eru ekkert hlutfallslega fleiri innflytj- endur í Danmörku en í nágranna- ríkjunum. Næsta áratuginn gegndi Þjóðarflokkurinn lykilhlutverki í að koma á ströngustu innflytjendalög- gjöf sem um getur á Vesturlöndum. Fækkaði í hópi flóttamanna, veru- lega var þrengt að fjölskyldusam- einingum og fólki utan Evrópu al- mennt ekki veitt dvalarleyfi. Meira að segja makar undir 24 ára höfðu ekki rétt á að dvelja með dönskum eiginmönnum eða eiginkonum. Út- lendingar þurftu að uppfylla ströng skilyrði og standast níðþung tungu- mála- og þekkingarpróf sem jafnvel menntaðir Danir götuðu á. Við Ís- lendingar tókum svo margt af þessu okkur til fyrirmyndar. Auk þess að afleggja skattalækk- unarstefnuna og snúast á sveif með velferðarkerfinu fólst árangur Danska þjóðarflokksins einkum í því að tengja svo til öll mál við inn- flytjendastefnuna. Í máli þeirra urðu innflytjendur að ógn við velferðar- kerfið, efnahagslífið, kvenfrelsi og bara hvað sem var. Einna ákafast var deilt um höfuðbúnað múslima- kvenna sem Kjærsgaard sagði að væri í andstöðu við dönsk gildi. Deilan um Múhameðsteikningar Jótlandspóstsins árið 2005 var svo til marks um aukna pólaríseringu á milli innfæddra Dana og aðkominna múslima. Birting myndanna var vís- vitandi ögrun í eldfimu ástandi. Og svo urðu harkaleg viðbrögð fylgis- manna Íslam til þess að auka enn fremur stuðninginn við Danska þjóðarflokkinn. Allt bar nú að ósi átaka. Við og hinir Danski þjóðarflokkurinn tók af- gerandi forystu í allri umræðu um innflytjendamál. Hinir flokkarn- ir höltruðu flestir í humátt á eftir svo andstaða við útlendingaandúð var nú á hröðu undanhaldi. Sam- hljómur varð um þríþætt rök þeirra gegn innflytjendum: Í fyrsta lagi sem ógn við danska menningu og dönsk einkenni, í öðru lagi græfi aðkomufólk undan efnahagslífinu og velferðarkerfinu og í þriðja lagi fylgdi þeim auknir glæpir og upp- lausn í samfélaginu. Hugmynda- fræðin byggir á þeirri trú að þótt þjóðir séu jafngildar þá farnist þeim best í sitt hvoru lagi. Jafnvel þó svo að slík aðskilnaðarstefna jaðri við fasíska hugsun þá hefur Þjóðar- flokkurinn ávallt gætt sín á að láta ekki spyrða sig við opinberlega ras- ískar hreyfingar. Andstaða við fjöl- menningu er því ekki færð fram á lífræðilega rasískum grunni heldur menningarlegum. Karen Wren telur það til menningarlegs nýrasisma að halda því fram að dönskum gildum standi ógn af innflytjendum. Hvað sem því líður þá skilja flokksmenn allavega skýrt á milli „okkar“ sem tilheyrum hópnum og svo „hinna“ sem fyrir utan standa. Samkvæmt þeim gengur fjölmenningarsam- félag ekki upp í Danmörku og út- lendingar verða trauðla Danir. Í grunnstefnuskrá flokksins frá 2002 segir enda að fjölmenningarlegt samfélag sé óstöðugt og án innra samhengis, að í það vanti samstöðu og leiði því til átaka – sem beri að forðast. Í kjölfar þingkosningarna í fyrra, þegar Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæða á hægri vængnum, komst hann aftur í fyrri stöðu, að verja hægri stjórnina falli án þess þó að taka sæti í ríkisstjórn. Við- stöðulaust var í 34 afmörkuðum til- lögum á ný tekið til við að herða inn- flytjenda- og flóttamannastefnuna verulega. Ein heimilar yfirvöldum að haldleggja skartgripi og önnur verðmæti flóttamanna við komuna til landsins. Og danska ríkið birti svo auglýsingu í líbönsku dagblaði með þessum skilaboðum til flótta- manna: „Ekki koma til Danmerkur.“ Varanleg áhrif Með því að halda fullan trúnað við þjóðernishyggju Grundvigs og tala beint inn í þá þjóðarsál sem þróaðist eftir áfallið við stöðugan samdrátt gamla yfirríkisins hefur Þjóðar- f lokknum á liðnum árum tekist að umturna umræðu í Danmörku í málefnum innflytjenda og flótta- manna. Togstreitan í sjálfsmynd- inni á milli áður fyrr yfirþjóðlegrar herraþjóðar og nýrri áherslu á etn- ískt einsleita danska þjóð skýrir því að hluta til árekstrana í samskiptum innfæddra Dana og aðkominna út- lendinga. Í Danmörku var því af sögulegum rótum frjór jarðvegur fyrir pólitík Þjóðarflokksins. Það eitt dugir þó ekki til þess að skýra nokkuð einstakan árangur Danska þjóðarflokksins. En auk þess hefur flokknum á framboðshliðinni enn- fremur auðnast að bjóða upp á trú- verðugan valkost við ráðandi öfl án þess að hljóta almenna útskúfun. Vinningsformúlan fólst í því að vefja saman áherslu á almenna velferð innfæddra Dana í einsleitu samfélagi við harða þjóðernisstefnu á sögulegum grunni. Með því móti hefur Danska þjóðarflokknum tek- ist að færast af kulda jaðarsins og inn í hlýja valdamiðjuna – semsé með því að breyta dönskum stjórn- málum fremur en eigin pólitík. Pia Kjærsgaard: Pia Kjærsgaard skaust fram úr skugga Mogens Glistrup þegar hann var fangelsaður árið 1983 og átti eftir að verða einn áhrifamesti stjórnmálamaður Danmerkur. Árið 1995 stofnaði hún Danska þjóðarflokkinn sem frá upphafi var stefnt gegn innflytjendum og í andstöðu við það að Dan- mörk yrði fjölmenningarlegt samfélag. Flokkurinn fellur klárt og kvitt í hóp viðlíka flokka hægri sinnaðra þjóðernispopúlista sem sótt hafa í sig veðrið í Evrópu að undanförnu. Smám saman náði Kjærsgaard að færa flokkinn af jaðrinum og inn í sjálfa valdamiðjuna, án þess þó að slá af strangri innflytj- endastefnunni. Hægt og bítandi tóku meginstraumsflokkarnir upp aðalatrið- in í útlendingastefnu Þjóðarflokksins. Árið 2012 afhenti hún formennskuna til Kristian Thulessen Dahl en hélt áfram á þingi og sem talsmaður flokksins í innflytjendamálum. Fólk er farið að læsa að sér 14 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.