Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 28
Alda Lóa Leifsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Þ etta var erfiðasta ferð lífs míns, að keyra 50 mínútna spotta frá flugvellinum á suður Tenerife að flugvellinum á norðurhluta eyjunnar, segir Alex- ander Stefánsson. „Þegar ég kvaddi konuna mína og son minn sem tóku vélina heim til Íslands, stóð ég eftir með eitt heimilisfang frá mömmu í vas- anum. Sjálfur keyrði ég yfir eyjuna, mjög óttasleginn. Ég grét og ég var mörgum sinnum hættur við allt saman en þrjóskan fékk mig til þess að halda áfram. Þegar ég kom á flugvöllinn var sex tíma seinkun sem var ekki til þess að bæta líðan mína en þegar ég loksins var sestur upp í vél hvarf þetta eins og dögg fyrir sólu. Líklega af því að ég var lagður af stað og það var ekki aftur snúið. Klukkan þrjú um nótt lenti flugvélin í Fez, sem er milljóna borg inn í miðri Marokkó. Fez spilaði stóra rullu í viðskiptum á miðöldum við löndin sunnan Sahara. Saltið frá miðjarðarhafinu var sótt í skiptum fyrir gull með úlfaldalestum yfir eyðimörkina frá Timbuktu í Mali til Fez.“ Fyrsta upplifun af Afríku „Bílstjórinn frá hótelinu vildi endi- lega finna heimilisfangið sem ég var með í vasanum þegar ég sagði honum erindi mitt í Fez. Hann keyrði marga hringi áður en hann gafst upp og tók af mér loforð um að segja ekki hótelhaldaranum frá bíltúrnum. Þannig kvöddumst við fyrir framan borgarhliðið. Ásamt tveimur unglingsstrákum frá hótel- inu gekk ég í gegnum elstu og best varðveittu borg arabaheimsins, stærsta bíllausa borgarsvæði í heimi sem er Medinan í Fez.“ Sami jarðbrúni liturinn leggst yfir allan þennan borgarhluta, framhlið húsanna, sund og stræti, og ómögulegt er fyrir utanaðkom- andi að rata. Liturinn hefur orðið til á mörg hundruð árum við ýktar aðstæður, hita og kulda þegar brennheit sólin tekst á við nístandi kuldann frá Atlasfjöllunum, en svo nefnist fjallgarðinn sem hlykkjast eftir endilöngu landinu frá austri til vesturs fyrir sunnan Fez. Enda er Marokkó nefnt kalda landið með heitu sólina. Fez er stútfull af minnum um fjörugt borgarlíf í blóma löngu áður en nokkur lifandi maður átti eftir að stiga fæti sínum á íslenska jörð. „En þarna um morguninn, þegar ég gekk í gegnum Medinuna, heyrðist í hana gala og keppa við bænaútkallið í moskunni á nýjum degi. Við blöstu karlar klæddir Djelleba sem föðmuðust úti á götu. Kona í inniskóm sem rölti með handklæði í plastfötu að „Ham- mam“ baðhúsi. Asni með drekk- hlaðnar körfur af appelsínum. Karl að blanda morgundrykkinn „nus nus“ sem er mjólk og kaffi til helm- inga. Í loftinu var angan af sútuðu leðri í bland við myntu, döðlur, möndlur, ólívur og rósavatn. Svona blasti Afríka við mér þegar ég kom þangað í nóvember í fyrsta sinn.“ Kom ólétt frá Brussel Þegar móðir Alexanders var ung fékk hún að loknu námi sínu við Húsmæðraskólann í Reykjavík vinnu sem húshjálp við íslenska sendiráðið í Brussel. Hún flaug út á vit ævintýranna þar sem hún bar á borð veislur í sendiherrabústaðnum og synti húsverkum. En Brussel hafði upp á meira að bjóða en að ganga á milli gesta með bakka og fyrir utan vinnuna eignaðist hún ástvin í ungum námspilti frá Marokkó sem var að læra raf- magnsverkfræði. Samband þeirra varð endasleppt og slitnaði upp úr því þegar hún sneri aftur til Ís- lands, ólétt, gengin einn mánuð. Alexander fæddist í Reykjavík átta mánuðum síðar, árið 1974. Umturnaði ferðaplönunum Rétt eftir áramótin var fjölskylda Alexanders samankomin heima í stofunni í Seljahverfinu. Elín, eigin- kona Alexanders, gæti þess vegna verið frá Marokkó með sitt svarta hár, en hún hlær og segist hafa litað það, hún sé alls ekki svarthærð. Henni leist ekkert á blikuna þegar hún talaði við Alexander í síma áður en hann flug út í óvissuna frá Tenerife. „Ég hélt að hann væri að fara yfir um og ég fékk gríðarlegt samviskubit að hafa att honum einum út í þetta.“ Elín og Alexander höfðu tekið sér síðbúið sumarfrí og ákveðið að skreppa til Tenerife í nóvember með Kristófer, yngsta soninn, 9 ára. Hin börnin, Aron 18 ára og Helena 15 ára, gáfu sér ekki tíma til þess að fara vegna námsins. Elín, sem er kennari á leikskóla í Breiðholti, fór heim eftir viku með Kristófer en Alexander ætlaði sér vikufrí til viðbótar og hvíla sig eftir sumarvertíðina. „Þá kom þessi hug- mynd upp, sem var reyndar mín,“ segir Elín, „Af hverju skreppur þú ekki til Fez og finnur pabba þinn? Eyjan Tenerife er rétt fyrir utan Marokkó!“ Umræða um Squalli, föður Alex- anders, hafði oft borið á góma í fjöl- skyldunni. Helena, dóttir Alexand- ers, sem á marokkóska vinkonu, hafði í ítrekað þrýst á Alexander að skrifa pabba sínum. Helena er mjög ákveðin stúlka og atkvæðamikil. Hún sýndi mömmu vinkonu sinnar ættarnafnið, sem hringdi bjöllum enda stór ætt í Fez. Örlagaríkt ball á Egilsstöðum Þau Alexander og Elín kynntust á balli á Egilsstöðum árið 1998. Þá hafði Elín eignast Aron sem var orðinn hálfs árs. Á ballinu sá hún Alexander, sneri sér að honum og þau byrjuðu að tala saman. Þau komumst að því að hann hefði búið í Neskaupstað, hún á Egilsstöðum í mörg ár og fram að þessu höfðu þau ekki haft hugmynd um tilvist hvors annars, sem þeim fannst afar fjarstæðukennt. Þegar þau segja frá þessu ljóma þau bæði eins og fólk sem trúir því einlæglega að líf þeirra saman hafi alltaf verið í kort- unum. Flissandi rifja þau upp hvað Alexander hafi þótt erfitt að keyra Aron í barnavagninum á Egilsstöð- um og þegar einhver sá til þá ýtti hann vagninum yfir til Elínar. „Ég hafði aldrei þurft að taka ábyrgð á neinu fram að þessu,“ áréttar Alexander. Fékk hárlokk í pósti Reykjavík var enginn drauma- staður fyrir unga einstæða móður með óskilgetið barn eftir vetursetu í útlöndum. Ungu foreldrarnir áttu að vísu í einhverjum bréfaskriftum yfir hafið fyrst um sinn og faðirinn fékk ljósmynd og hárlokk í pósti af tveggja ára syni sínum. Með tíman- um datt allt samband niður og unga móðirin stofnaði nýja fjölskyldu á Íslandi. Alexander segir æskuárin hafi einkennst af svolitlu rótleysi. „Við fluttum á milli bæjarfélaga og oft var ég nýi strákurinn sem fékk ekki inngöngu í samfélagið í bænum. Stundum var ég lagður í einelti.“ Elín rifjar upp að Alexander hafi sagt sér að hann hafi oft verið dapur sem barn og þegar hann var kominn í háttinn á kvöldin hafi hann oft óskað þess að pabbi sinn í útlöndum kæmi að sækja sig. Lét sig hverfa ofan í vatn Alexander hefur fengist við ýmis- legt. Hann keyrði vörubíl í mörg ár og eftir vinnu fór hann í kaf- arabúning og fann vatn sem hann lét sig hverfa ofan í. Eitt sinn fann hann bát á hafsbotninum með heilum togspilum. Hann gat ekki hugsað sér að þau færu til spillis og svo hann hóaði í fleiri kafara sem saman hirtu spilin og seldu. Upp úr því fór hann að vinna fyrir sér sem kafari og eignast síðar, ásamt öðrum, Köfunarþjónustuna. Stöndugt fyrirtæki sem þurrkaðist út í hruninu. Eftir að hafa verið tekjulaus í einhverja mánuði, rakst hann á auglýsingu í Mogganum um uppbygginu á snjóflóðavarnagirð- ingum í Neskaupstað. Hann kall- aði á félaga sína og saman gerðu þeir tilboð í verkið og fengu það. Alexander segist ekkert hafa vitað Fjölskyldusumarfrí Alexanders Stefánssonar til Tenerife tók óvænta stefnu þegar hann fékk þá hugdettu að fljúga til Afríku og leita að föður sínum sem hann hafði aldrei séð. um snjóflóðavarnir en hann hafði sem fjórtán ára unglingur starfað með björgunarsveitinni í Neskaup- stað og þekkti fjallið vel frá þeim tíma. Það var á þeirri lífsreynslu sem hann sótti kjark sinn til þess að takast á við verkið. Það gekk á ýmsu í þessu verkefni, segir hann og hlær, en því lauk sem betur fer á endanum farsællega og núna er fyrirtækið hans að byggja snjó- flóðavarnagirðingar á Siglufirði. Alexander hefur eytt lunga ævi sinnar í köfunarbúningi undir sjávarborðinu að gera við báta og bryggjur. Hann er ástríðukafari og unun er að hlusta á lýsingar hans á Jökulsárlóninu, þar sem skiptist á með sjó og ferskvatni í mörgum lögum og er hann fullviss um að í lóninu hafi orðið til nýjar lífverur. Eitt sinn keyrði hann út á ísilagt lónið, boraði gat í gegnum ísbreið- una þar sem hann lét myndavél síga niður og náði myndum af iðandi lónsbotninum. Loksins kominn heim Alexander hafði lengi ætlað sér að setja sig í samband við föður sinn. Þegar hann lenti í Fez í nóvember síðastliðnum hafði hann í tvö ár hunsað reglulega áminningu í sím- anum sínum um að „skrifa pabba“. Af einhverjum ástæðum varð aldrei úr bréfaskriftunum og núna var hann án nokkurs fyrirvara lentur í Fez með heimilisfangið í vasanum án þess að hafa kynnt sér nokkuð um landið Marokkó né Afríku. Það kom honum því á óvart hversu kunnugleg borgin var og honum leið á einhvern undarlegan hátt eins og hann væri loksins komin heim. Hann var ekki fyrr kominn út úr flugstöðvarbyggingunni þegar fólkið ávarpaði hann af fyrra bragði á arabísku. Hann gisti á Rihadi, eins og hótelin í Medinunni eru kölluð, og næsta dag kom leiðsögumaður til þess að fylgja honum um svæðið. Alexander sýndi honum heimilis- fangið og sagði frá erindi sínu; að hann væri leita uppi mann sem hann teldi vera föður sinn en hefði aldrei augum litið. Leiðsögumaður- inn rýndi í heimilisfangið, sem var Fann horfinn föður í Fez Alexander heima í eldhúsinu í Breiðholt- inu í Djellaba kuflinum frá marokkósku fjölskyldunni. 28 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.