Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 44
Er kominn tími til að gera eitthvað? Námskeið sem opna þér nýjar leiðir Hringsjá náms- og starfsendurhæfing býður úrval af öðruvísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri val- kosta í námi eða starfi. Námskeiðin eru sniðin fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla. Nám- skeiðin geta líka hentað þeim sem hafa litla grunnmenntun eða hafa átt erfitt með að tileinka sér hefðbundið nám. Auk námskeiða býður Hringsjá líka fullt nám í 3 annir. Minnistækni Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Hentar þeim sem eiga við gleymsku eða skert minni að stríða. Sjálfstyrking Styrkir nemendur í að tjá sig, sýna öruggari fram- komu og almennt vera til! Tölvur I Tölvunotkun fyrir byrjendur. Unnið á eigin hraða með aðstoð. Tölvur II Tölvunotkun fyrir lengra komna. Markmiðið er að efla færni í notkun gagnlegra forrita og vefsíðna. TÁT Bjargráð og færni í að takast betur á við daglegt líf og hindranir sem upp koma. Tök á tilverunni Í Fókus Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti / ofvirkni) og hvernig hægt er að ná betri tökum á ADHD. Að ná fram því besta með ADHD Fjölskyldan og ég Með aukinni þekkingu tileinka þátttakendur sér leiðir til að verða betri fjölskyldumeðlimir, makar og uppalendur. ÚFF Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleið- ingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu. Úr frestun í framkvæmd Frekari upplýsingar og skráning hjá Hringsjá í síma 510-9380 eða á hringsja.is Sigur að hafa trú á sjálfum sér Elísabet Esther Sigurðardóttir glímdi við félagsfælni en sigraðist á erfiðleikum sínum í námi sínu hjá Hringsjá. Unnið í samstarfi við Hringsjá. Þegar elísabet esther sigurðar- dóttir hóf nám við Hringsjá var hún svo félagsfælin að hún gat ekki farið út í búð að versla og forðaðist að horfast í augu við fólk. í náminu við Hringsjá lærði hún að sigrast á erfið- leikum og stóð sig í fyrsta sinn vel í námi. Við útskriftina í desember síðastliðinn stóð hún upp og hélt ræðu, en það var eitthvað sem hún hélt að hún gæti aldrei nokkurn tímann gert. Hún stefnir á háskóla- nám og að láta drauma sína rætast því loksins hefur hún trú á sjálfri sér. „Ég hefði ekki trúað þessu ef ég hefði verið í fortíðinni og séð sjálfa mig í dag,“ segir elísabet esther sigurðardóttir, sem útskrifaðist úr námi hjá Hringsjá í desember síðastliðinn og segir það hafa ger- breytt lífi sínu. „systir mín, sem sótti skólann, sagði mér að þetta væri krafta- verkastaður, sem hjálpar fólki sem á við vandamál að stríða og hvatti mig til að skrá mig þar til náms,“ segir elísabet, sem þjáðist af félags- fælni, þunglyndi og miklum kvíða og lýsir því að hún hafi verið mikið inni í sér. Þær jákvæðu breytingar sem hún varð vitni að hjá systur sinni urðu til þess að hún lét til leiðast. „Ég fór inn full efasemda með höfuðið niður og vissi nákvæmlega hvernig gólfið leit út, fannst ég ekki skipta neinu máli og samfélagið hefði engin not fyrir mig. Mér var hins- vegar tekið opnum örmum og sagt að ég gæti fengið gott sjálfstraust og trúað á sjálfa mig. í fyrstu gat ég varla lyft höfði og fannst óþægilegt að vera í stofu með ókunnugum. en í þessi góða umhverfi aðlagaðist ég fljótt og mér fór að ganga vel. Ég ákvað strax að taka öllu sem var boðið upp á og áður en ég vissi af fór ég að brosa og þykja vænt um sjálfa mig.“ Hringsjá býður upp á einstak- lingsmiðað nám fyrir þá sem vegna sjúkdóma, slysa eða annara áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám eða stunda vinnu. Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun og sértæka námserfiðleika. „Þetta er rosalega einstaklingsmiðað nám og kennararnir mæta manni þar sem maður er staddur. Þar sem ég er með athyglisbrest var mér til dæmis kennt að útiloka hljóð sem trufla og mér gefið fullt af góðum ráðum. Þar að auki er ég með alvarlega talna- blindu og gat aldrei lært stærðfræði en stærðfræðikennarinn minn í Hringsjá kenndi mér að nota liti og gera smá „gay pride sjóv“ úr stærð- fræðiblaðinu. Það opnaði nýjan heim fyrir mér og allt í einu gat ég lært stærðfærði.“ Uppgötvun elísabetar á að hún gæti lært og gengið vel í námi kynnti heldur betur undir áhugann. „Ég stefni á háskólanám í viðskipta- fræði en stóri draumurinn er að eiga mitt eigið fyrirtæki.“ elísabet var þó ekki með öllu ómenntuð því hún var með grunn- skólamenntun, auk þess sem hún sótti grunnmenntun hjá Mími og hafði lært til leikskólaliða. „Ég var alltaf að klóra mig áfram í námi, sem gekk brösuglega því nám var mér erfitt. í Hringsjá hef ég hins- vegar aldrei staðið mig jafnvel í námi, eftir að hafa fengið þar góða leiðsögn og betri verkfæri.“ Námið í Hringsjá var þrjár annir og lauk með útskrift í desember síðast- liðnum. „Ég hélt ræðu við útskrift- ina,“ segir elísabet kokhraust. „Ég sem var svo félagsfælin að ég þorði ekki út í búð að versla.“ í ræðunni talaði hún um hversu dásamlegur staður Hringsjá væri og fólkið sem þar starfar tekur brosandi á móti öllum. „Kennar- arnir eru yndislegasta fólk sem ég hef kynnst og afar færir á sínu sviði. Það er svo gaman að sjá ekki fyrst gólfið heldur horfa framan í fólk og brosa. stærsti sigurinn er að hafa trú á sjálfum sér.“ Eftir að hafa lokið námið við Hringsjá er Elísabet Esther Sig- urðardóttir sannfærð um að hún geti hvað sem er. Hún á ekki nógu mörg orð til að lýsa hversu dásamlegan skóla hún telur Hringsjá vera. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir 44 | fréttatíminn | HelgiN 8. jaNúar-10. jaNúar 2016 auglýsingardeild fréttatímans s. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.