Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 51
fréttatíminn |
Gott að GanGa: Um hverfið og
dingla hjá nágrönnum sem eru ekki búnir
að taka niður jólaseríurnar. Það á ekki að
leyfa fólki að komast upp með hvað sem er.
Gott að dansa: Útgáfufyrirtækið
Sweaty Records gaf út sína fyrstu safnplötu
á netinu í vikunni, og verður útgáfu hennar
fagnað á Paloma í kvöld, föstudag. Til
upphitunar má nálgast safnplötuna ókeypis
á vefslóðinni sweaty-records.bandcamp.
com. Sweaty Records útgáfupartí, Paloma,
föstudagurinn 8. janúar klukkan 21.
Gott að skíða: Veturinn varir ekki
að eilífu svo það er tilvalið að nýta hann í
að fara á skíði. Bláfjöll eru opin frá klukkan
10-17 um helgina.
Gott að kaupa: Fatamerkin Kalda,
Helicopter og GK Reykjavík verða með
lagersölu á laugardaginn á Kex Hostel á
laugardaginn milli 12 og 17, ekki missa af
tækifæri til að sanka að þér flíkum og líta
svo út fyrir að eiga efni á íslenskri hönnun
allt árið!
Gott að brenna: Þrettánda-
brennum var frestað til helgarinnar vegna
veðurs á þrettándanum, tilvalið að brenna
eitthvað af jólaskrautinu sem þú tókst
niður hjá nágrannanum.
Gott að Gera einu sinni:
Gjörningahópurinn CGFC heldur
leiksýningu byggða á Skugga-Sveini eftir
Matthías Jochumson í Kaktus á Akur-
eyri á laugardaginn. Sýningin ber nafnið
“”I thought it was brilliant, a fantastic
performance!” - Henrik Vibskov’’ og er
sýningin einstakur viðburður sem hægt er
að monta sig af að hafa náð að sjá þegar
menn mæta til vinnu á mánudag.
Gott að bjóða siG fram:
Slástu í hóp forsetaframbjóðenda um
helgina, það er eintóm skemmtun: Fullt
af viðtölum við fjölmiðla og ef þú vinnur
er ótrúlega stutt í Álftaneslaugina frá
Bessastöðum.
Gott um helgina
Mikil ánægja með
myndagátuna
Lesendur Fréttatímans voru greinilega
hæstánægðir með myndagátuna þetta
árið því mikill fjöldi lausna barst til blaðs-
ins. Dregið var úr réttum lausnum og hinn
heppni vinningshafi er björk Garðars-
dóttir. Hlýtur hún að launum gjafabréf á
máltíð á veitingastaðnum Apótekið fyrir
tíu þúsund krónur. Haft verður samband
við vinningshafann.
Lausn myndagátunnar var: „Mikil
umræða varðandi hælisleitendur og
flóttafólk einkenndi árið.“ Hægt er að
skoða lausn myndagátunnar á vef Frétta-
tímans. Slóðin er http://www.frettatiminn.
is/lausn-myndagatu-frettatimans/.
Fréttatíminn þakkar lesendum fyrir
þátttökuna.
Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnargötu 11 ı www.reykjavik.is/sea ı s. 411 11 11
Reykjavíkurborg óskar eftir umsóknum áhugasamra aðila um rekstur á
sýningu í Perlunni sem fjallar á metnaðarfullan hátt um náttúru Íslands.
Gert er ráð fyrir því að náttúrusýning skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í
Öskjuhlíð sem dragi til sín fjölda innlendra og erlendra gesta.
Húsnæði Reykjavíkurborgar í Perlunni er til ráðstöfunar í verkefnið. Annars
vegar meginbygging og hins vegar einn af sex hitaveitutönkum Orkuveitu
Reykjavíkur.
Leigusamningur um meginbyggingu verður ótímabundinn með uppsagnar-
ákvæðum en leigusamningur um hitaveitutank verður í samræmi við
leigusamning Reykjavíkurborgar við Orkuveitu Reykjavíkur sem rennur út
1. nóvember 2023 en framlengist þá að óbreyttu um fimm ár.
Áhugasamir aðilar skulu senda tölvupóst til innkaupadeildar Reykjavíkur,
utbod@reykjavik.is til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.
Umsóknum um þátttöku skal skilað á netfangið utbod@reykjavik.is
eigi síðar en 22. febrúar 2016.
Náttúra Íslands í Perlunni
Rekstur sýningar og þjónusta
R
E
Y
K
J
A
V
Í
K
U
R
B
O
R
G