Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 69
| 9fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016
ára
60
ára
55
Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir ölskyldunnar
og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur
því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringar-
ríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a.
til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur.
Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni
að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts
sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur
í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa
tilbúna úti í búð. Við höfum útbúið þrjá nýja
heilsurétti, Grænmetislagsagna, Gulrótarbu
og Indverskar grænmetisbollur. Bragðgóðir
réttir, fullir af þarflegum næringarefnum.
Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.
Hollusturettir
Diddú stundar
líkamsrækt í
fimm klukku-
stundir á
viku en slakar
á með því að
lesa bækur og
dúlla sér í
eldhúsinu.
Ljós-
mynd/
Hari
Stundar upp-
byggjandi og
mannbætandi
líkamsrækt
Heilsuvenjur Diddúar
– 60 ára
„að sjálfsögðu er söngurinn
ákveðin líkamsrækt, en tekur ekki á
öllum vöðvum líkamans, né liðleika.
flestir söngvarar
hafa gott vald
á öndun, sem
kemur sér vel
í ræktinni,“
segir söngkonan
sigrún Hjálmtýs-
dóttir, betur þekkt
sem Diddú.
Diddú stendur á sextugu og stundar
líkamsrækt um það bil fimm
klukkustundir á viku. „Ég hef sótt
tíma undanfarin 18 ár í heilsu-
ræktinni Hjá Báru jsB. Þetta er upp-
byggjandi og mannbætandi líkams-
rækt fyrir konur á öllum aldri,“ segir
Diddú.
Lumar þú á einu heilsuráði sem
hefur gagnast þér vel í gegnum
tíðina?
„Það hollasta er að forðast óþarfa
áreiti, sem hefur truflandi áhrif á
mann. álag og streita eru mann-
skemmandi.“
Borðarðu hvað sem er eða hugs-
arðu um það sem þú lætur ofan
í þig?
„Ég er meðvituð um það sem ég læt
ofan í mig, og „tek reglulega til“ í
mataræði, án öfga.“
Hvernig er hefðbundinn morgun-
matur hjá þér?
„Ég byrja á góðum kaffibolla. svo
hreinan ávaxtasafa, hrökkbrauð
eða ristað gróft brauð með osti og
gúrku eða tómötum.“
Hvað gerir þú til að slaka á?
„Það er bóklestur, algjör nautn! elda
góðan mat fyrir vini og fjölskyldu,
dúlla mér í eldhúsinu.“
Heilsa
Gef sjálfum mér hreyfiskipanir
Heilsuvenjur Illuga Jökulssonar – 55 ára
„Ég stunDaði enga líkamsrækt
lengi vel. um þrítugt fór ég að
synda svolítið og rétt um fertugt fór
ég svo að hlaupa
og hef hlaupið
nokkur hálf-
maraþon síðan.
Það fer svo
alveg eftir öðru
heilsufari hversu
iðinn ég er um
þessar mundir,“ segir illugi jökuls-
son rithöfundur.
illugi er 55 ára og segir það mis-
munandi eftir heilsufari sínu hversu
miklum tíma hann ver í heilsurækt.
„Ég stríði svolítið við hjartveiki sem
dregur stundum úr þreki og þá verð-
ur lítið úr hreyfingu. en sé þrekið
skikkanlegt þá hef ég – þegar best
lætur – reynt að hreyfa mig sirka
5-6 sinnum í viku, kannski klukku-
tíma í senn.“
Hvers konar hreyfingu stundar þú?
„sund, hlaup eða göngur fyrst og
fremst.“
Hvernig er hefðbundinn morgun-
matur hjá þér?
„jógúrtdós og banani, svona yfir-
leitt. Og kaffi.“
Færðu næga hreyfingu úr dag-
legum störfum þínum eða þarftu
að ætla þér tíma til að sinna
hreyfiþörfinni?
„Ég vinn við skrifborð og fæ því
litla útrás fyrir hreyfiþörf. sú
hreyfiþörf er reyndar ekki alltaf
mikil, heldur gef ég sjálfum
mér hreyfiskipanir.“
Illugi stefnir að því að
missa tugi kílóa á árinu
og koma hjartanu í
lag. Ljósmynd/Rut
Sigurðardóttir