Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 16
• R-Line ytra útlit og 18” álfelgur • Litað gler • Alcantara áklæði • Webasto bílahitari með fjarstýringu • Hraðastillir • Bluetooth fyrir farsíma og tónlist • Climatronic - 3ja svæða loftkæling • Bílastæðaaðstoð • Aðfellanlegt dráttarbeisli • Bakkmyndavél • Leiðsögukerfi fyrir Ísland • Panorama sólþak Staðalbúnaður í Tiguan R-Line 4Motion 2.0 TDI dísil, fjórhjóladrifnum og sjálfskiptum Er ekki kominn tími á Tiguan? VW Tiguan R-Line er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að sportjeppa. Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirðiwww.volkswagen.is 5.990.000 kr. Sjálfskiptur og fjórhjóla drifinn Tiguan R-Li ne: Neitar ásökunum um lögbrot en játar óhefðbundnar starfsaðferðir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatíminn.is J e ns Gunnarssyni, þraut-reyndum fíkniefnalögreglu-manni sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald 29. desember, var sleppt í gær, fimmtudag. Hann neitar staðfastlega sök en honum er borið á brýn að hafa þegið greiðslur frá þekktum brota- mannni fyrir upplýsingar um mál í rannsókn lögreglunnar. Sá hefur hlotið dóma fyrir fíkni- efnamisferli en var í gær úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 15. janúar. Helgi Magnús Gunnarsson vara- ríkissaksóknari staðfesti gæslu- varðhaldsúrskurðinn í samtali við Fréttatímann í gær. Hann sagði að rannsóknin héldi nú áfram en ekki hefði verið talið nauðsynlegt að fara fram á frekara gæsluvarðhald yfir lögreglumanninum. Tengist ekki tálbeitumáli Handtakan hefur verið sögð tengj- ast tálbeituaðgerð lögreglunnar í máli hollensku konunnar Mirjam Van Twuyer í apríl í fyrra en hún situr nú af sér ellefu ára fangelsis- dóm fyrir fíkniefnasmygl. Heim- ildarmenn Fréttatímans segja að svo sé ekki, allavega á þessu stigi málsins. Eina tengingin sé sú að Jens kom að rannsókninni. Í aðgerðinni vakti athygli og var gagnrýnt að maðurinn sem tók við fíkniefnunum var handtekinn áður en hann gat skilað þeim til höfuð- paursins í málinu. Uppnám er innan lögreglunnar vegna málsins en áratugir eru síðan lögreglumaður hefur verið settur í gæsluvarðhald vegna brota í starfi. „Þetta er afar sorglegt, segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. „Þetta sýnir samt svart á hvítu að kerfið virkar og þegar svona mál koma upp, þá hlífum við engum.“ Franklín og byssuleyfið Samkvæmt heim- ildum Fréttatímans hefur lögreglumaðurinn játað á sig óhefðbundnar starfsaðferðir sem fólu í sér samskipti við brota- menn sem gengur gegn reglum lögreglunnar en hann hefur neitað að hafa gerst brotlegur við lög. Árið 1996 flettu fjölmiðlar ofan af umdeildum samskiptum þá- verandi yfirmanns fíkniefnalög- reglunnar við Franklín Steinar sem var þekktur í undirheimun- um. Yfirmaður fíkniefnalögregl- unnar hafði meðal annars skrifað upp á byssuleyfi fyrir Franklín. Þótt hörð hríð væri gerð að lög- reglunni í málinu og margvíslegar ávirðingar kæmu fram á starfs- hætti lögreglunnar var enginn handtekinn eða dæmdur. „Ég hugsaði til þess þegar ég heyrði af þessu fyrst,“ segir Snorri Baldurs- son, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri segir að eðli málsins samkvæmt sé mikil ólga í lög- regluliðinu vegna málsins, enda hafi enginn haft neina ástæðu til að gruna lögreglumanninn um neitt misjafnt. Þetta hafi því kom- ið sem þruma úr heiðskíru lofti. Mannlíf fjallaði fyrst um málið en aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Tæpur helm- ingur lækna í fullri vinnu Einungis tæpur helmingur þeirra sérfræðinga sem starfa á Landspítalanum eru í fullri vinnu. Flestir sérfræðingar starfa einnig utan spítalans við einkastofur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það sé truflandi að vera með fólk í hlutastörfum, þótt það geti hentað í vissum tilvikum. Meðallaun lækna fyrir fulla vinnu á spítalanum eru fjórtán hundruð og fimmtíu þúsund á mánuði. Stofur sérfræðilækna hafa að meðaltali 20 milljónir á ári í heildartekjur af stofurekstri, samkvæmt tölum frá Sjúkra- tryggingum Íslands. Inni í því er kostnaður við rekstur stofanna. Kostnaður ríkisins af sjúkra- húsunum hefur ekki lækkað þrátt fyrir aukinn einkarekstur. Þótt sérfræðilæknar úti í bæ taki hluta af sjúkrahúsþjónustunni yfir þarf ríkið áfram að halda grunnþjónustunni við. „Það er vandamál að reka tvö kerfi sem eru fjármögnuð á mismunandi hátt,“ segir Páll. Þótt einka- rekstri hafi verið gert hátt undir höfði á kostnað sjúkrahúsanna sé frekar um að kenna áratuga stefnuleysi en einstefnu í átt til einkarekstrar. „Bætt kjör lækna vekja vonir um að þetta sé að breytast,” segir Páll. -þká Vandamál að reka tvö kerfi 16 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.