Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.01.2016, Page 16

Fréttatíminn - 08.01.2016, Page 16
• R-Line ytra útlit og 18” álfelgur • Litað gler • Alcantara áklæði • Webasto bílahitari með fjarstýringu • Hraðastillir • Bluetooth fyrir farsíma og tónlist • Climatronic - 3ja svæða loftkæling • Bílastæðaaðstoð • Aðfellanlegt dráttarbeisli • Bakkmyndavél • Leiðsögukerfi fyrir Ísland • Panorama sólþak Staðalbúnaður í Tiguan R-Line 4Motion 2.0 TDI dísil, fjórhjóladrifnum og sjálfskiptum Er ekki kominn tími á Tiguan? VW Tiguan R-Line er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að sportjeppa. Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirðiwww.volkswagen.is 5.990.000 kr. Sjálfskiptur og fjórhjóla drifinn Tiguan R-Li ne: Neitar ásökunum um lögbrot en játar óhefðbundnar starfsaðferðir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatíminn.is J e ns Gunnarssyni, þraut-reyndum fíkniefnalögreglu-manni sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald 29. desember, var sleppt í gær, fimmtudag. Hann neitar staðfastlega sök en honum er borið á brýn að hafa þegið greiðslur frá þekktum brota- mannni fyrir upplýsingar um mál í rannsókn lögreglunnar. Sá hefur hlotið dóma fyrir fíkni- efnamisferli en var í gær úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 15. janúar. Helgi Magnús Gunnarsson vara- ríkissaksóknari staðfesti gæslu- varðhaldsúrskurðinn í samtali við Fréttatímann í gær. Hann sagði að rannsóknin héldi nú áfram en ekki hefði verið talið nauðsynlegt að fara fram á frekara gæsluvarðhald yfir lögreglumanninum. Tengist ekki tálbeitumáli Handtakan hefur verið sögð tengj- ast tálbeituaðgerð lögreglunnar í máli hollensku konunnar Mirjam Van Twuyer í apríl í fyrra en hún situr nú af sér ellefu ára fangelsis- dóm fyrir fíkniefnasmygl. Heim- ildarmenn Fréttatímans segja að svo sé ekki, allavega á þessu stigi málsins. Eina tengingin sé sú að Jens kom að rannsókninni. Í aðgerðinni vakti athygli og var gagnrýnt að maðurinn sem tók við fíkniefnunum var handtekinn áður en hann gat skilað þeim til höfuð- paursins í málinu. Uppnám er innan lögreglunnar vegna málsins en áratugir eru síðan lögreglumaður hefur verið settur í gæsluvarðhald vegna brota í starfi. „Þetta er afar sorglegt, segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. „Þetta sýnir samt svart á hvítu að kerfið virkar og þegar svona mál koma upp, þá hlífum við engum.“ Franklín og byssuleyfið Samkvæmt heim- ildum Fréttatímans hefur lögreglumaðurinn játað á sig óhefðbundnar starfsaðferðir sem fólu í sér samskipti við brota- menn sem gengur gegn reglum lögreglunnar en hann hefur neitað að hafa gerst brotlegur við lög. Árið 1996 flettu fjölmiðlar ofan af umdeildum samskiptum þá- verandi yfirmanns fíkniefnalög- reglunnar við Franklín Steinar sem var þekktur í undirheimun- um. Yfirmaður fíkniefnalögregl- unnar hafði meðal annars skrifað upp á byssuleyfi fyrir Franklín. Þótt hörð hríð væri gerð að lög- reglunni í málinu og margvíslegar ávirðingar kæmu fram á starfs- hætti lögreglunnar var enginn handtekinn eða dæmdur. „Ég hugsaði til þess þegar ég heyrði af þessu fyrst,“ segir Snorri Baldurs- son, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri segir að eðli málsins samkvæmt sé mikil ólga í lög- regluliðinu vegna málsins, enda hafi enginn haft neina ástæðu til að gruna lögreglumanninn um neitt misjafnt. Þetta hafi því kom- ið sem þruma úr heiðskíru lofti. Mannlíf fjallaði fyrst um málið en aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Tæpur helm- ingur lækna í fullri vinnu Einungis tæpur helmingur þeirra sérfræðinga sem starfa á Landspítalanum eru í fullri vinnu. Flestir sérfræðingar starfa einnig utan spítalans við einkastofur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það sé truflandi að vera með fólk í hlutastörfum, þótt það geti hentað í vissum tilvikum. Meðallaun lækna fyrir fulla vinnu á spítalanum eru fjórtán hundruð og fimmtíu þúsund á mánuði. Stofur sérfræðilækna hafa að meðaltali 20 milljónir á ári í heildartekjur af stofurekstri, samkvæmt tölum frá Sjúkra- tryggingum Íslands. Inni í því er kostnaður við rekstur stofanna. Kostnaður ríkisins af sjúkra- húsunum hefur ekki lækkað þrátt fyrir aukinn einkarekstur. Þótt sérfræðilæknar úti í bæ taki hluta af sjúkrahúsþjónustunni yfir þarf ríkið áfram að halda grunnþjónustunni við. „Það er vandamál að reka tvö kerfi sem eru fjármögnuð á mismunandi hátt,“ segir Páll. Þótt einka- rekstri hafi verið gert hátt undir höfði á kostnað sjúkrahúsanna sé frekar um að kenna áratuga stefnuleysi en einstefnu í átt til einkarekstrar. „Bætt kjör lækna vekja vonir um að þetta sé að breytast,” segir Páll. -þká Vandamál að reka tvö kerfi 16 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.