Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 38

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 38
Ert þú frumkvöðull og langar til að læra af starfandi frumkvöðli erlendis? Þá gæti Erasmus for Young Entrepreneurs (EYE) verið fyrir þig • Markmiðið er að auðvelda frumkvöðlum og fyrirtækjum að deila reynslu, þekkingu og styrkja tengslanet milli landa. • Styrkur er veittur í samræmi við lengd dvalar og dvalarland. • Dvölin getur varað í einn til sex mánuði. Kynntu þér málið á www.erasmus-entrepreneurs.eu Nánari upplýsingar veitir Mjöll Waldorff, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands: mjoll@nmi.is Frábær aðstaða fyrir byrjendur og lengra komna í Tennishöllinni Fjölbreytt námskeið að hefjast í Tennishöllinni sem sérsniðin eru að þörfum einstaklinga. Unnið í samstarfi við Tennishöllina. Tennis er íþrótt sem nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. Í Dalsmára í Kópavogi er Tennishöllin staðsett og býður hún upp á frábæra aðstöðu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Það má með sanni segja að Tennis- höllin hafi eitthvað upp á að bjóða fyrir alla. „Byrjendanámskeið fyrir fullorðna eru að fara af stað núna fljótlega. Það eru 4-5 á hverju námskeiði og við sérsníðum þau í raun að þörfum einstaklinganna og eftir því hvenær lausir tímar eru í húsinu,“ segir Jónas Páll Björns- son, framkvæmdastjóri Tennis- hallarinnar. Hann segir að farið sé í undirstöðuatriði íþróttarinnar, en fljótt sé farið í leiki og reynt að hafa kennsluna lifandi. Nemendur fá því mikið út úr kennslunni, þeir læri mikið og fái góða hreyfingu. Einnig er fjölbreytt barnastarf í Tennishöllinni þar sem sex íþrótta- félög bjóða upp á barnastarf, það eru Tennisfélag Kópavogs, Tennis- félag Garðabæjar, Tennisdeild BH í Hafnarfirði, Fjölnir, Víkingur og Þróttur. Börn allt frá 5 ára aldri geta komið og spilað „míní tennis“. „Við erum einnig með opna kvennatíma sem eru mjög góð leið til að kynnast öðrum tenniskonum. Þá erum við einnig með opna tíma fyrir mismunandi getustig. Og svo ef að mótherjinn klikkar á mætingunni þá erum við með boltavél á staðnum sem hægt er að nýta,“ segir Jónas. Hann segir íþróttina mikið fjölskyldu- sport þar sem allir geta verið með, til að mynda eru þau með sérstök fjöl- skyldutilboð sem veitir 25% afslátt af verði fastra tíma. Jónas segir mjög lifandi starf vera í Tennishöllinni og að á síðasta ári hafi til dæmis verið haldin fimm alþjóðleg mót í húsinu. Það sé því mikil þörf á að stækka Tennishöllina vegna vaxandi eftirspurnar. Skráningar á námskeið fara fram á www.tennishollin.is Jónas Páll Björnsson og hans fólk í Tennis- höllinni í Kópavogi bjóða upp á frábæra aðstöðu auk þess sem byrjendanámskeiðin eru sérsniðin að þörfum hvers og eins. Ljósmynd/Hari 38 | fréttatíminn | HElGiN 8. JaNúar-10. JaNúar 2016 auglýsingardeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Námskeið

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.