Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.01.2016, Síða 42

Fréttatíminn - 15.01.2016, Síða 42
HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA PÁSKAFERÐ 19. – 30. MARS ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. VERÐ 329.900.- (per mann i 2ja manna herbergi) Heil og sæl, kæra Ásta og hjartans þakkir fyrir bréfið þitt. Þú ert ekki ein um þann vanda að skapa aftur rútínu eftir löng frí, það er ein- faldlega verkefni sem bíður Fjöl- skyldunnar ehf. reglubundið á ári hverju. Hafa svefninn í lagi Svefninn má leiðrétta á skömmum tíma með að koma sér strax á fæt- ur að morgni á réttum fótaferðar- tíma fjölskyldunnar og harka af sér daginn þannig að enginn taki sér aukablund umfram það sem venjulega er gert. Síðan þarf að koma öllum tímanlega í háttinn og samþykkja engar leifar af hátíðaó- reglunni eins og sjónvarpsáhorf fram eftir kvöldi. Þetta er erfitt fyrstu þrjá til fjóra dagana og því er mikilvægt að ríghalda í svefn- regluna þegar helgin heldur inn- reið sína, jafnvel meira en venju- lega til að halda viðsnúningnum. Undirbúningur kvöldið áður Þú skalt líka létta þér og börnun- um þínum lífið með að undirbúa hvern morgun kvöldinu áður. Það er gríðarlegur léttir fyrir börnin að fötin þeirra og skólatöskur séu tilbúin og útifötin klár við útgang- inn. Svo má setja morgunverðar- diska og morgunkorn á borðið og gera kaffigerðaráhaldið klárt þannig að aðeins þurfi að ýta á einn takka í svefnrofunum. Allt þetta sparar tíma og getur meira að segja verið tilhlökkunarefni að hefja daginn með spennandi morgunverði. Rjúfa morgunóregluna Dóttir þín þarf síðan hjálp til að brjótast út úr morgunóánægjunni því hegðunin sem þú lýsir, getur auðveldlega orðið að vítahring sem er henni sjálfri verst en er líka afar truflandi fyrir stóra drenginn þinn sem þarf líka tíma og athygli frá þér í upphafi dagsins. Byrj- unin er að koma dóttur þinni á fætur án þess að hún komist af stað í mótmælum og gráti og þú skalt ræða við hana fyrir- fram að þú viljir hjálpa henni til að eiga góðan morgun. Hún hefur aldur og þroska til að koma að umræðu og ákvörðun um að prófa tilteknar leiðir eins og að ef henni takist að komast út úr dyrunum með gleði, fái hún smáverðlaun síðdegis eins og að spila uppáhaldsspilið við mömmu, velja kvöldmatinn, horfa aðeins á sjónvarpið eða hvað annað sem er eftirsóknarvert. Slík jákvæð styrking er mjög áhrifamikil og þegar árangri er náð, fýkur þörfin fyrir hana út í buskann. Þú getur líka aðstoðað hana með að bjóða henni að velja morgunmatinn eða að hún horfi á barnaefni á meðan þú hreinlega tínir á hana leppana og ef hárgreiðslan er átakaefni, skaltu bara sleppa henni meðan þið byggið upp góða rútínu. Stutt kveðjustund Síðan er að koma kveðjustundinni ykkar í leikskólanum aftur í gott horf. Það er einfalt fyrst að hún hefur alltaf verið ánægð þar og gráturinn því aðeins hluti af því að halda í mömmu – eins og allir vilja gera. Talaðu hiklaust við starfs- fólkið sem mun vinna með þér og gefa þér ráð en ég minni þig á að mótmæli og grátur í forstofunni lengir bara erfiða kveðjustund fyrir alla aðila og getur ýkt upp vanlíðan sem var í upphafi bara morgunþreyta og smástjórnun á mömmunni. Oftast dugar að biðja leikskólakennarann að taka barnið í fangið og kveðja svo fljótt og fara út án þess að líta til baka en gefa svo barninu góðan tíma þegar þú kemur að sækja. Gangi þér virkilega vel og hlýjar kveðjur, Magga Pála Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. Kæra Magga Pála. Það hefur gengið illa hjá okkur að komast í rútínu aftur eftir jólafríið. Ég er ein með níu ára gutta og fjögurra ára stelpu og hver einasti morgunn eftir hátíðar er búinn að vera martröð, sérstak- lega með stelpuna en eftir frí hefur hún ekki viljað fara í leikskól- ann, grátið og látið illa alveg frá því að við vöknum. Ég reyni að hugga hana en það gengur ekkert og loks fer ég frá henni grátandi og hef komið alltof seint í vinnuna alla vikuna. Fóstrurnar segja mér að hún sé ánægð í leikskólanum um leið og ég er farin en þetta hefur aldrei verið svona áður og það er svo erfitt að fara frá henni grátandi. Áttu einhver ráð eða svör fyrir mig? Með kveðju, Ásta. Martröð á morgnana Hafnarfjörður Sjúkraþjálfarinn | Strandgötu 75 Sími 693 9770 | afgreidsla@sjukrathjalfarinn.is Reykjavík Sjúkraþjálfun Reykjavíkur | Seljavegi 2 Sími 898 9638 | thorgeir@srg.is Akureyri Efling sjúkraþjálfun | Hafnarstræti 97 Sími 861 3252 | efling@eflingehf.is Öflug námskeið með áherslu á fræðslu og sértækar æfingar, haldið af reyndum sjúkraþjálfurum á þremur stöðum á landinu. Námskeiðin hafa fengið frábærar viðtökur og hefjast næstu námskeið 25./26. janúar. Hámark 12 í hverjum hópi. Kennt er tvisvar sinnum í viku. Tveggja vikna námskeið : Fræðsla og kennsla æfinga kr. 20.000 Átta vikna námskeið: Að auki; mælingar, sex vikna sértæk þjálfun og eftirfylgni kr. 45.000 www.slitgigt.is Slitgigtarskólinn 42 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.