Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.01.2016, Page 52

Fréttatíminn - 15.01.2016, Page 52
fréttatíminn | Helgin 15. janúar-17. janúar 201652 | Ástin er aðalhráefnið Antonio Neri býður upp á ekta ítalskan mat á Piccolo Italia við Frakkastíg. Unnið í samstarfi við Piccolo Italia piccolo italia við Frakkastíg er eini ítalski veitingastaðurinn hér á landi sem getur stært sig af því að nota ekta ítalskt hráefni. Ferskur pastailmur svífur í lofti og mætir þar ítölskum óperutónum sem vekur þá tilfinningu hjá gestunum að þeir séu staddir á Ítalíu, ber staðurinn því nafn með rentu, litla Ítalía. eigandinn, antonino neri, býr til pítsur, pasta, brauð og ís frá grunni og segir ástríðuna reka sig áfram. Fljótlega eftir að antonino neri kom til Íslands fyrir tíu árum kviknaði áhugi hans á að opna veitingastað en fyrst og fremst vegna þess að hann taldi þörf á ekta ítölsku hráefni. enginn þeirra ítölsku veitingastaða sem hér var að finna bauð ósvikinn ítalskan mat eða hráefni að hans mati. „Ég hugsaði með mér að ég vildi reka minn eigin stað sem þjónar þeim sem vilja bragða ekta ítalskan mat,“ segir antonino eða nino eins og hann er oftast kallaður. Með 45 ára reynslu að baki í eldhúsinu býr hann til heimagert pasta, pítsur, ís og ítalskt brauð sem hann selur á veitingastaðnum Piccolo italia. „Hið ósvikna ítalska bragð,“ er þema staðarins en allt hráefni og vörur eru fluttar inn beint frá Ítalíu. Hvort sem fólk sækir staðinn til að njóta samveru með fjölskyldu og vinum eða menn njóta matarins einir með sjálfum sér þá verður enginn svikinn af því að borða besta ítalska matinn í bænum og hlusta á ljúfa ítalska tóna. Verðið er sann- gjarnt og í janúarmánuði er þriggja rétta tilboð á heimagerðu pasta með ljúffengu panna cotta í eftir- rétt á 3.450 krónur. Íslenskan mat má þó líka finna á matseðlinum, eins og hvalkjöt, lamb, folaldakjöt og fisk en nino leggur áherslu á að mæta þörfum viðskiptavina sinna. Það besta við að reka veitingastað, að hans mati, er að vita til þess að bæði Íslendingar og ferðamenn elska matinn sem hann býður þeim. „Mitt aðalhráefni er ást,“ segir nino. Nino leggur mikið upp úr því að nota ósvikið hrá- efni til að framkalla hið sanna ítalska bragð. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Í fullkomnu flæði Sous Vide er matreiðsluaðferð sem felst í því að sjóða í lofttæmi við lágan og jafnan hita. Með því að elda við fullkomið hitastig – ekki of lengi og ekki of stutt – er hægt að hámarka bragðgæði matarins. Með Sous Vide-amboðinu frá Sansaire geta áhuga- menn jafnt sem atvinnumenn náð fullkomnu valdi á hitastiginu og „súvídað“ í hvaða íláti sem er. Maður þarf ekki einu sinni að eiga pott. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Fortíðin eltir R. Kelly söngvarinn r. kelly er einn helsti RnB-tónlistarmaður heims og hefur á 20 ára ferli gefið út hverja metsöluplötuna á fætur annarri, trónað á toppi vinsældalista með lög á borð við Ignition (Remix) og I Believe I Can Fly, og unnið með stjörnum á borð við Michael Jackson. Á dögunum komst Kelly í fréttir þegar hann gekk út úr viðtali Huff- ington post, þegar fréttakonan Caroline Modarressy-Tehrani spurði hann út í ítrekaðar ásak- anir um að hann hafi brotið gegn ungum stúlkum kynferðislega. Allt frá árinu 1994 hefur R.Kelly nokkrum sinnum verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og hafa fjölmargar konur til viðbótar sakað hann um slíkt. Vinsældir söngvarans hafa þó ekki dalað að ráði. Margir kannast við myndband sem lak á netið og sýndi R. Kelly hafa mök við unga stúlku og meðal annars pissa upp í munn hennar. Færri vita að stúlkan var 14 ára gömul þegar myndbandið er tekið. Í kjölfarið var R. Kelly kærður fyrir framleiðslu á barnaklámi, en hann var sýknaður af þeim kærum því ekki var hægt að staðfesta aldur myndbandsins, og þar með stúlkunnar. Til eru fleiri myndbönd sem sýna R. Kelly hafa mök við stúlkur undir lögaldri, en þau mál hafa ekki farið fyrir rétt. Hjónaband hans við söngkonuna Aaliyah, sem þá var aðeins 15 ára gömul, komst í fréttir árið 1994 en R. Kelly var þá 27 ára gamall og falsaði fæðing- arvottorð hennar svo hún virtist 18 ára. Fjölskylda Aaliyah lét ógilda hjónabandið skömmu síðar. Litlar afleiðingar fyrir Kelly En jafnvel þótt gögn úr þeim málum sem höfðuð hafa verið gegn honum síðustu 20 árin séu öllum að- gengileg, virðast þau ekki hafa dregið úr vin- sældum R. Kelly. Jim DeRogatis, tónlistarblaða- maður sem fyrir tilviljun fór að rannsaka brot R. Kelly árið 2000, segir í viðtali við Village Voice ástæðuna fyrir þessum litla áhuga á glæpum R. Kelly einfalda: „Það sorglegasta sem ég hef lært (á því að fjalla um mál R. Kelly) er þetta: Það er enginn sem sam- félagi okkar er meira sama um en ungar, svartar konur.“ Nú virðist almenn- ingur hafa snúið bakinu alveg við grínistanum Bill Cosby, sem fjölmargar hvítar konur hafa sakað um gróf kynferðis- brot. DeRo- gatis segir að hefði R. Kelly fengið á sig kæru frá hvítri konu, hefði það vakið sterkari viðbrögð almennings. Nýjasta plata R. Kelly, The Buffet, hefur ekki selst vel, en hann biðlaði á dögunum til aðdáenda sinna að kaupa plötuna og styrkja list hans. | sgþ Kynningar | Matur

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.