Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 70
 Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, verður á skrifstofu Bændaferða 18. - 22. janúar milli kl. 10:00 - 16:00. Kíktu við í kaffi og fáðu upplýsingar um ferðir ársins frá einum vinsælasta fararstjóra Bændaferða. A L L I R V E L K O M N I R ! Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 18. - 22. janúar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | Síðumúla 2, 108 RVK Ný Hulla sería mun líta dagsins ljós á RÚV í haust og mun Hug- leikur halda áfram að fjalla um hin ýmsu samfélagsfyrirbæri á sinn einstaka hátt. „Það verða alíslensk fyrirbæri tekin fyrir, eins og mott- umars, undankeppni evróvisjón og ungfrú Ísland,“ segir Hugleikur. „Svo munu Meryl Streep, Miley Cyrus, Jeremy Irons og Samuel L. Jackson birtast í þáttunum. Það reyndist erfitt að fá þau sjálf í þátt- inn þannig að ég varð að tala fyrir þau öll. Áhorfendur mega búast við þéttari, skrítnari og dónalegri þáttum en í fyrri seríunni.“ Sagan byggir á persónulegri reynslu, segir handritshöf- undurinn, Ólafur Egilsson. Tökum á kvikmyndinni Eiðurinn sem Baltasar Kormákur leikstýrir lýkur í febrúar. Handritið er skrifað af Ólafi Egilssyni og byggir á sögu sem stendur honum afar nærri. „Sagan byggir á persónulegri reynslu minni, en ég held reynd- ar það sé ekki til sú fjölskylda á Ís- landi sem hefur ekki kynnst fíkn og upplifað þá martröð sem fylgir því að sjá ástvin missa fótanna í slíku. Myndin fjallar um fjölskylduföður og hjartalækni sem horfir upp á dóttur sína lenda í „rugli“, eins og sagt er, en ákveður að grípa harka- lega í taumana með skelfilegum af- leiðingum.“ Baltasar sjálfur fer með aðalhlut- verk ásamt Heru Hilmarsdóttur, Gísla Erni Garðarssyni, Ingvari Sig- urðssyni og Margréti Björnsdóttur. Aðspurður segir Ólafur að það sé þó ekki svo að Baltasar leiki Egil Ólafs- son, föður sinn, málið sé alls ekki svo einfalt. „Nær væri að segja að hann leiki mig í einni eða annarri mynd.“ Nú þegar tökum er að ljúka von- ast Ólafur eftir frumsýningu ári síðar. | sgk Baltasar Kormákur leikur samsetta feðga Þrír íslenskir listamenn ná inn á topp 20 yfir þá sem mest var streymt á Spotify í fyrra. Rappsveitin Úlfur Úlfur er vinsæl- asta hljómsveit landsins, sé miðað við tölur Spotify frá síðasta ári. Úlfur Úlfur, Bubbi Morthens og Of Monsters and Men eru einu ís- lensku tónlistarmennirnir sem ná inn á topp 20 lista yfir þá sem mest var hlustað á á Spotify hér á landi í fyrra. The Weeknd trónir á toppn- um. Þegar einstök lög eru skoðuðu kemur í ljós að lagið Cheerleader með OMI var vinsælasta lagið meðal notenda Spotify hér á landi í fyrra. Uptown Funk með Mark Ronson var annað vinsælasta lagið en Lean On með Major Lazer í þriðja sæti. Oftast var hlustað á Crystals með Of Mon- sters and Men af íslenskum lögum. Samkvæmt samantekt Spotify fyrir Símann nær það inn á topp 40. Mynd | Lilja Jónsdóttir Úlfur Úlfur vin- sælastur á Spotify Mest streymdu listamennirnir á Íslandi Skagfirsku rappararnir í Úlfur Úlfur eru í níunda sæti yfir þá listamenn sem oftast var hlustað á á Spotify hér á landi í fyrra. Tökum á kvikmyndinni Eiðurinn lýkur senn. Mynd | /Anton Bubbi Morthens. 1. The Weeknd 2. Drake 3. Kanye West 4. Sam Smith 5. Rihanna 6. Eminem 7. Beyoncé 8. Justin Bieber 9. Úlfur Úlfur 10. Kendrick Lamar 11. Bubbi Morthens 12. Sia 13. One Direction 14. Coldplay 15. Kygo 16. Hozier 17. Ed Sheeran 18. Calvin Harris 19. Maroon 5 20. Of Monsters and Men Nanna í Of monsters and men. Skrítnari og dónalegri Hulli Hrafnhildur Skúladóttir, fyrrverandi landsliðs- kona í handbolta: „Ég er einmitt stödd í Pól- landi þar sem leikurinn fer fram og er að reyna að redda mér miða á hann. Annars á ég miða á Frakkland-Makedóníu sem ég yrði eiginlega að fara á ef ég fæ ekki miða á hinn. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að fara á leik Íslands við Noreg.“ Ætlarðu að horfa á fyrsta leikinn? 70 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.