Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2016/102 9 Ein tafla á dag Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga Að taka lyf einu sinni á dag við hjarta- og æðasjúkdómum eykur líkur á því að lyfið sé leyst út af sjúklingi eykur líkur á því að sjúklingur taki lyfið eykur líkur á því að lyfið sé tekið á réttum tíma samanborið við lyf sem taka þarf oftar ♦♦ ♦♦ ♦♦ Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. N Engl J Med 2011; 365:883-891. 3. Bae JP et al. Am J Manag Care 2012; 18:139-146. 4. Coleman CI et al. Curr Med Res Opin 2012; 28:669-680. Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku 3 2 2 *1 4 4 L.IS.11.2014.0086 Öryggisupplýsingar: Eins og almennt gildir um segavarnarlyf og blóðflöguhemla verður að nota rivaroxaban með varúð hjá sjúklingum með aukna blæðingarhættu.1 Algengar aukaverkanir ( ≥1/100 til <1/10): Blæðingar: Í tannholdi, margúll, flekkblæðing, blóðnasir, blóðhósti, blæðing í auga, blæðingar í húð og undirhúð, blæðing eftir aðgerðir, blæðing í meltingarvegi, blæðing í þvag- og kynfærum. Aðrar: Blóðleysi, verkir í meltingarfærum og kvið, meltingartruflanir, ógleði, harðlífi, niðurgangur, uppköst, lágur blóðþrýstingur, kláði, útbrot, verkir í útlim, sundl, höfuðverkur, skert nýrnastarfsemi, hækkun á transamínasa, sótthiti, bjúgur í útlimum, skertur almennur styrkur og orka, marmyndun, rennsli úr sárum.1 Ekki er mælt með notkun Xarelto hjá sjúklingum með gervihjartalokur.1 *sem fyrirbyggjandi meðferð gegn heilablóðfalli og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast1 R I T S T J Ó R N A R G R E I Nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.01.58 Lög um heilsugæsluna voru sett árið 1973 og fljótlega var farið af stað með bygg- ingu heilsugæslustöðva á landsbyggðinni. Rekstur heilsugæslunnar á landsbyggðinni gekk vel framan af og íslenskir læknar lögðu stund á þessa nýju sérgrein og komu heim fullir af metnaði og þrótti. Hvað höfuðborgarsvæðið varðar varð minna úr efndum. Fyrsta heilsugæslustöðin opnaði í Árbæ árið 1977, en það var ekki fyrr en árið 2006 að síðustu hverfin á höfuðborg- arsvæðinu fengu sína heilsugæslustöð, Voga- og Heimahverfi. Það var lengi óljóst hvernig ætti að standa að uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og margir höfuðborgarbúar eru enn ekki með heimilislækni. Nýliðun í stétt heimilislækna var sára- lítil á löngu tímabili í lok síðustu aldar og upphafi þessarar, hvort sem það var vegna áhugaleysis stjórnvalda og borgaryfirvalda á heilsugæslunni eða aukinnar áherslu og áhuga lækna á hátæknilæknisfræði. Þetta hefur orðið til þess að mönnun hefur gengið illa síðustu ár, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Sem betur fer hefur áhugi yngri lækna á heilsugæslunni glæðst á ný en samt er nýliðun heimilislækna innan við helmingur þess sem þyrfti, ef halda ætti í horfinu næstu ár. Skortur á metnaði til að byggja heilsu- gæsluna á höfuðborgarsvæðinu almenni- lega upp hefur leitt til kulnunar í stétt heimilislækna og hafa margir horfið í önnur störf eða farið til útlanda á ný. Um 16% lækna á Íslandi eru starfandi í heilsu- gæslunni. Í OECD-löndunum er meðaltalið tæplega 30%. Kanada er dæmi um land þar sem áhersla er lögð á heilsugæsluna og þar eru um 47% lækna starfandi í heilsu- gæslunni. Meðan hlutfall heimilislækna á Íslandi er þetta lágt er borin von að heilsu- gæslan geti sinnt hlutverki sínu. Heimilis- læknar upplifa það að geta engan veginn mætt þörfum og væntingum skjólstæðinga sinna. Læknar hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda um mikilvægi þess að efla heimilislækningar og tryggja að allir landsmenn hafi ákveðinn heimilislækni og geti náð í hann þegar þörf krefur. Árið 2007 var sett reglugerð 787/2007 sem gerði það að verkum að hægt var að skrá sig á heilsugæslustöðvar án þess að velja ákveð- inn lækni. Þetta byggði upp væntingar fólks um að hægt yrði að fá fullnægjandi þjónustu heimilislækna en fyrir því reynd- ist engin innistæða vegna skorts á læknum. Heimilislækningum, sem byggja á lang- tímasambandi læknis og sjúklings, var þannig gert mun erfiðara fyrir. Læknar sjá sífellt nýja sjúklinga sem þeir þekkja ekki. Starfsemi heilsugæslustöðva hefur færst nær því sem er á bráðamóttökum þar sem leystur er aðkallandi bráður vandi en ekki boðið upp á samfellu og eftirfylgd fyrir fólk með langvinna sjúkdóma. Þetta hefur aukið á kulnun í starfi hjá heimilislæknum og dregið úr þeim möguleikum sem eru til forvarna í heilsugæslunni. Skilningur stjórnvalda á mikilvægi listunar sjúklinga hefur verið lítill og ekki hefur verið hægt að fá miðlæga skráningu fólks á heimilis- lækna þó nú hilli undir breytingar í þá átt í tengslum við nýtt fjármögnunarlíkan heilsugæslunnar. Ungbarnavernd og mæðravernd eru dæmi um starfsemi sem er almennt í góðu horfi innan heilsugæslunnar og er rekin í teymisvinnu. Í dag er lögð áhersla á aukna teymisvinnu og aðkomu fleiri starfsstétta að heilsugæslunni. Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar á þremur heilsugæslustöðvum í Reykjavík til að auðvelda stjórnun á slíkri vinnu. Aukin teymisvinna mun hins vegar ekki leysa þann skort sem er á heimilislæknum eða draga úr mikilvægi þess að allir séu með skráðan ákveðinn heimilislækni. Margir heimilislæknar hafa hrökklast úr starfi og geta ekki hugsað sér að starfa á ný innan heilsugæslunnar nema með meiri áhrifum á starfsumhverfi sitt. Krafa um fjölbreyttari rekstrarform og aukinn sjálfstæðan rekstur lækna hefur af þeim sökum verið sett fram af vaxandi þunga síðustu ár. Fordæmi eru fyrir sjálfstæðum rekstri lækna í heilsu- gæslunni. Þannig eru tvær heilsugæslu- stöðvar reknar af læknum, Lágmúli og Salastöð, og 12 heimilislæknar starfa utan heilsugæslustöðva. Einnig hafa heimilis- læknar skipulagt og séð um vaktþjónustu á höfuðborgarsvæðinu í gegnum Lækna- vaktina Smáratorgi í áratugi. Mörg lönd sem við viljum gjarnan bera okkur saman við í heilbrigðismálum hafa séð kosti þess að heimilislækningar séu í formi sjálf- stæðs reksturs læknanna. Þannig er það til dæmis í Noregi og Danmörku. Aukinn sjálfstæður rekstur lækna mun hins vegar ekki leysa allan vanda heimilislækninga á Íslandi. Til þess þarf aukið fjármagn inn í heilsugæsluna og að laða lækna markvisst að henni. Sérhver Íslendingur þarf einnig að hafa sinn eigin heimilislækni. Þá fyrst mun heilsugæslan geta gegnt hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaðurinn þegar leita þarf til heilbrigðiskerfisins. Icelandic primary health care in crisis Gunnlaugur Sigurjónsson General Practioner Chairman of the Board of Læknavaktin gunnlaugur.sigurjonsson@heilsugaeslan.is Heilsugæsla í vanda Gunnlaugur Sigurjónsson heimilislæknir, Heilsugæslunni Árbæ stjórnarformaður Læknavaktarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.