Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 14

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 14
14 LÆKNAblaðið 2016/102 Af þeim sjúklingum sem fengu segaleysandi meðferð voru 13 sjúklingar (40%) með viðvarandi ST-hækkanir við komu á Hring- braut og undirgengust því björgunarvíkkun, að miðgildi einum klukkutíma og 19 mínútum eftir komu á Hringbraut. Fimmtán (46,9%) sjúklingar fóru í seinkaða kransæðaþræðingu að miðgildi 6 klukkustundum og 48 mínútum eftir komu á Hringbraut. Afdrif Af 112 sjúklingum létust 8 (7,1%) sjúklingar innan 30 daga, 6 (5,4%) voru endurlífgaðir í legu og 16 (14,2%) voru lagðir inn á gjörgæslu- deild. Fimm (4,5%) sjúklingar fóru í kransæðahjáveituaðgerð inn- an 30 daga og einn (0,9%) fór í ósæðarlokuskipti. Meðallegutími á Landspítala var 6 dagar, sjá töflu IV. Enginn marktækur munur var á afdrifum milli norður- og suðursvæðis. Umræður Samantekt Meginviðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna hvort með- ferð sjúklinga með brátt hjartadrep með ST-hækkunum utan höfuðborgarsvæðisins samræmdist klínískum leiðbeiningum með tilliti til flutningstíma og hvort meðferð á norðursvæði hafi breyst tveimur árum eftir að niðurstöður gæðarannsóknar voru kynntar.2,4 Flutningstími á suðursvæði var marktækt styttri en á norður- svæði en engu að síður komust einungis 9 sjúklingar (21%) af svæðinu í kransæðavíkkun innan 120 mínútna, flestir úr byggðakjörnum næst Reykjavík. Þrátt fyrir það fékk enginn sjúklingur segaleysandi lyf og meðferð með blóðflöguhemjandi og blóðþynnandi lyfjum var ábótavant ef miðað er við klínískar leiðbeiningar frá evrópsku hjartalæknasamtökunum.2,3 Hins vegar fengu langflestir sjúklingar á norðursvæði meðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum þrátt fyrir að tími að segaleysandi með- ferð hafi lengst. Tæplega fjórðungur sjúklinga sem voru með stað- R A N N S Ó K N festa greiningu í héraði og þurftu að gangast undir bráða krans- æðaþræðingu eða björgunarvíkkun stoppuðu fyrst á Landspítala í Fossvogi, með tilheyrandi töfum, á leið sinni til hjartaþræðingar- stofu á Landspítala við Hringbraut. STEMI á landsbyggðinni og skipulag bráðaþjónustu Sameiginlegt markmið allra sem koma að meðferð sjúklinga með STEMI er að sjá til þess að stífluð kransæð sé opnuð og að súrefnis- ríkt blóð flæði um hjartað að nýju. Að jafnaði líða um ein til tvær klukkustundir þar til einstaklingar óska eftir aðstoð vegna ein- kenna frá blóðþurrð í hjarta. Sjúkraflutningamenn í einhverjum af 65 sjúkrabílum utan höfuðborgarsvæðisins eru í flestum tilvikum fyrstir á staðinn og eiga allir að hafa þjálfun í að taka hjartalínurit innan 10 mínútna frá komu. Nú er nýlokið vinnu við að tengja öll Lifepak-tæki við Lifenet-kerfið hjá Physiocontrol, sem mun auðvelda rafræna sendingu á hjartalínuritum beint á Landspítala. Þetta mikilvæga skref mun vonandi flýta greiningu og ekki síst aðstoða sjúkraflutningamenn og lækna á landsbyggðinni þegar greining er óljós, sem reyndist vera í 13 tilfella (11,6%) í okkar rannsókn. Læknir í héraði staðfestir greiningu og er ábyrgur fyrir með- ferð og flutningi. Allir sjúklingar eiga að fá acetýlsalisýlsýru, klópídógrel og enoxaparín nema frábendingar séu til staðar. Alla sjúklinga með STEMI skal flytja með hraði á Landspítala. Hér er þekking á áætluðum flutningstíma nauðsynleg. Mögulegt er að opna kransæð mun fyrr ef gefið er segaleysandi lyf í héraði (mynd 5). Ef við áætlum að greining taki 10 mínútur að meðaltali og tími frá komu að Landspítala að víkkun á kransæð er að meðaltali 50 mínútur, er ljóst að flutningstíminn má ekki vera lengri en 60 mínútur. Staðsetja þarf segaleysandi lyf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni með taktískum hætti svo flestir eigi möguleika á meðferð í tæka tíð. Sjúkraþyrla gæti mögulega stytt flutnings- tíma þegar fjarlægð að sjúkrahúsi er 60-150 kílómetrar, sem gæti haft verulega þýðingu á suðvesturhorni Íslands.6 Tilkynna þarf sjúkling með STEMI sem fyrst á bráðamóttöku Landspítala þannig að hægt sé að ræsa út starfsfólk hjartaþræðingarstofu og beina sjúkrabíl þá strax á Hringbraut þannig að unnt sé að framkvæma kransæðavíkkun eins fljótt og hægt er. Rétt meðferð á réttum tíma Sýnt hefur verið fram á kláran ávinning af blóðflöguhemjandi meðferð með acetýlsalcílsýru og klópídógreli við bráðu hartadrepi með ST-hækkunum og gefa skal lyfin eins hratt og hægt er eftir að greining hefur verið staðfest.3,7-11 Hins vegar er rétt að benda á að klópídógrel hefur ekki áhrif á samloðun blóðflagna fyrr en klukkustundum eftir inntöku og lyfhrif geta verið mjög breyti- leg milli einstaklinga. Á síðustu árum hafa komið fram nýrri og öflugri P2Y12-hemjarar (ticagrelor, prasugrel) sem byrjað er að nota samhliða bráðri kransæðavíkkun en ekki hefur verið sýnt fram á kláran ávinning umfram klópíógrel þegar lyfið er gefið utan spítala og engar rannsóknir styðja notkun þeirra samhliða segaleysandi meðferð.10,12,13 Klínískar leiðbeiningar á Íslandi hafa hingað til ekki mælt með gjöf enoxaparíns ef sjúklingur á þess kost að fara tafarlaust í bráða Tafla IV. Fjöldi atvika á fyrstu 30 dögum frá innlögn (%). Innritast á gjörgæsludeild 16 (14,2) Látnir 8 (7,1) Endurlífgun 6 (5,4) Hjartaaðgerð 6 (5,4) Önnur hjartaþræðing 8 (7,1) Ósæðarbelgspumpa 3 (2,7) Gangráðsísetning 1 (0,9) Bjargráðsísetning 1 (0,9) Tafla III. Samanburður milli landsvæða á tíma (miðgildi) frá FSH að belgvíkkun hjá sjúklingum með STEMI í héraði sem gengust undir bráða kransæðavíkkun og fjöldi sjúklinga þar sem tíminn var undir 120 mínútum. Tími frá FSH að belgvíkkun (klukkustundir) Fjöldi < 120 minútur (%) Reykjanes n=10 2:06 (1:23-3:17) 5 (50) Vesturland n=7 3:04 (1:27-4:07) 2 (28,6) Suðurland n=17 2:46 (1:37-4:59) 2 (11,8) Suðursvæði n=34 2:37 (1:23-4:59) 9 (26,4) Norðursvæði n=9 4:19 (3:00-5:44) 0 (0)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.