Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2016, Page 15

Læknablaðið - 01.01.2016, Page 15
 LÆKNAblaðið 2016/102 15 R A N N S Ó K N kransæðavíkkun því það er talið trufla skömmtun blóðþynningar með heparíni í þræðingunni.14 Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á lægri dánartíðni og/eða minni blæðingarhættu ef enoxap- arín er gefið fyrir bráða kransæðavíkkun eða samhliða gjöf sega- leysandi lyfja og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að gefa enoxaparín í héraði.15 Það er vel að nánast allir sjúklingar með STEMI utan höfuðborg- arsvæðisins fengu acetýlsalcýlsýru og á norðursvæði fengu lang- flestir sjúklingar klópídógrel og enoxaparín. Á öllu suðursvæði fengu einungis tæplega 30% sjúklinga klópídógrel og enoxaparín, þar af tæplega 10% klópídógrel á suðurlandi og 7% enoxaparín á Reykjanesi sem verður að teljast áhyggjuefni með tilliti til klínískra leiðbeininga.2,3 Bráð kransæðavíkkun er kjörmeðferð í STEMI en klínískar leið- beiningar eru skýrar þegar kemur að meðferð með segaleysandi lyfjum.16,17 Ef ekki er unnt að framkvæma kransæðavíkkun innan 120 mínútna frá fyrstu samskiptum við heilbrigðisstarfsmann sem er fær um að taka hjartalínurit skal gefa segaleysandi lyf. Hjá yngri einstaklingum (<65 ára) með framveggsdrep, sem voru 18 talsins í okkar úrtaki, er ráðlagt að þessi tími sé ekki lengri en 90 mínútur.2,3 Gjöf segaleysandi lyfja utan spítala þykir örugg, lífslíkur aukast eftir því sem meðferð er hafin fyrr og árangur er mestur þegar sjúklingur hefur haft einkenni í stuttan tíma.18-20 Í nýlegri erlendri rannsókn (STREAM - Strategic Reperfusion Early After Myocardial Infarction) reyndist segaleysandi meðferð jafngild bráðri kransæðavíkkun að teknu tilliti til dánartíðni, losts, hjartabilunar og líkinda á öðru hjartadrepi innan 30 daga (12,4% á móti 14,3%; p=0,21) ef ljóst þótti að ekki væri hægt að framkvæma kransæðavíkkun innan 60 mínútna og að viðkomandi hafði haft einkenni skemur en þrjár klukkustundir.21 Sjúklingar sem fengu segaleysandi meðferð fengu hana að meðaltali 100 mínútum eftir að einkenni hófust og að meðaltali 78 mínútum fyrr en þeir sem gengust undir bráða kransæðavíkkun. Tíðni hjartabilunar og losts var marktækt lægri í hópnum sem fékk segaleysandi meðferð en ekki var marktækur munur á tíðni heilablæðinga eftir að tenecte- plase-skammturinn var helmingaður hjá sjúklingum eldri en 75 ára. Í okkar rannsókn fengu rétt tæplega þrír af hverjum fjórum sjúklingum á norðursvæði segaleysandi meðferð að miðgildi 57 mínútum eftir FSH, fjórðungur hafði frábendingu skráða í sjúkraskrá en einungis einn sjúklingur fékk ekki segaleysandi meðferð án þess að ástæðu væri getið. Enginn sjúklingur í okkar úrtaki hlaut fylgikvilla eftir segaleysandi meðferð. Tími frá FSH að segaleysandi meðferð hefur aukist um 24 mínútur borið saman við rannsókn okkar 2010, sem við höfum ekki viðhlítandi skýr- ingu á og verður það að teljast áhyggjuefni. Borið saman við fyrri rannsókn hefur fjöldi sjúklinga sem fær rétta meðferð miðað við skráningu í sjúkraskrá aukist verulega (97 á móti 58%).4 Stór hluti sjúklinga sem fengu segaleysandi meðferð var enn með ST-hækkanir við komu á Landspítala og fór í björgunar- víkkun sem var framkvæmd að miðgildi einum klukkutíma og 19 mínútum eftir komu á Hringbraut (dreifing 0:22 - 2:02 klst.). Þetta er heldur lengri tími (79 á móti 45 mín) en svipað hlutfall (40 á móti 37,5%) borið saman við fyrri rannsókn okkar, en heldur hærra hlutfall en í erlendum rannsóknum.4,21,22 Á suðursvæði Íslands fóru allir sjúklingar nema tveir (sem höfðu haft einkenni lengi) í bráða kransæðaþræðingu að miðgildi 50 mínútum eftir komu á Landspítala. Kransæð var víkkuð og opnuð hjá 34 sjúklingum að miðgildi tveimur klukkustundum og 37 mínútum frá FSH en einungis í 9 tilfellum innan 120 mín- útna. Þar af voru 5 sjúklingar af Reykjanesi (50%) sem liggur næst Reykjavík en einungis tveir sjúklingar af Suðurlandi (10%) og tveir af Vesturlandi (29%). Um það bil þrír af hverjum fjórum sjúklingum á öllu suðursvæði fengu því ekki meðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Af þeim 25 sjúklingum sem komust ekki í kransæðavíkkun fyrr en liðnar voru meira en 120 mínútur frá FSH höfðu 15 haft einkenni skemur en þrjár klukkustundir. Nítján sjúklingar höfðu að ástæðulausu viðkomu í Fossvogi á leið sinni á þræðingarstofu á Hringbraut sem er í rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð. Þetta orsakaði tafir á meðferð að miðgildi 25 mínútur sem er stuttur tími í alþjóðlegum samanburði.23 Í fjórum tilfellum þótti ástæða til að skrá í sjúkraskrá að ekki hafi verið búið að kalla út starfsfólk þræðingarstofu fyrir komu í Fossvog og í einu tilfelli var sjúklingur í alvarlegu lostástandi og þurfti öndunaraðstoð og því ekki hægt að flytja hann strax. Það sem er Mynd 5. Flæðirit og tímalína sjúklinga með STEMI eftir því hvaða meðferð er veitt. Skipulag heilbrigðisþjónustu verður að tryggja að sem flestir sjúklingar fái rétta meðferð í tæka tíð þannig að töf að endurflæði verði sem styst.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.