Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 21

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 21
LÆKNAblaðið 2016/102 21 R A N N S Ó K N Ábendingar fyrir lifrarígræðslu Algengasta ábending fyrir lifrarígræðslu var skorpulifur, 26 sjúklingar af 40 (65%). Hjá þremur af þessum 26 fannst lifrar- frumukrabbamein í undirbúningsferli fyrir lifrarígræðslu og telst skorpulifur en ekki æxlið ábendingin fyrir ígræðslu í þeim tilvik- um (tafla II). Hjá 6 sjúklingum (15%) var bráð lifrarbilun ástæða lifrarígræðslu. Þar af voru þrjú tilfelli vegna lifrarskaða af völdum lyfja, tvö vegna parasetamól-eitrunar og eitt vegna berklalyfsins ísóníazíð. Eitt tilfelli var Wilson-sjúkdómur, eitt bráð lifrarbólga B og í einu tilviki var orsök lifrarbilunar óþekkt. Æxli í lifur var ábending fyrir lifrarígræðslu hjá alls 5 sjúklingum (13%). Í þremur tilvikum (8%) var ábendingin lifrarfrumukrabbamein og í tveim- ur tilvikum (5%) var um hemangioendothelioma að ræða. Einn sjúk- lingur sem hafði lifrarfrumukrabbamein var við listun með tvö æxli af stærðinni 2,5 x 1,1 cm og 1,5 x 1,17 cm. Annar sjúklingur var með tvö æxli af stærðinni 2,7 cm í þvermál og 2,7 x 1,7 cm sem voru staðsett í lifrarhluta V og VIII. Heildarþvermál var því 6,6 cm. Þriðji sjúklingurinn hafði eitt 2 cm æxli í lifrarhluta VIII. Allir uppfylltu því svokölluð Milan-skilmerki fyrir lifrarígræðslu vegna lifrarfrumukrabbameins.14 Þannig voru alls 6 sjúklingar sem gengust undir lifrarígræðslu með lifrarfrumukrabbamein. Allir voru með undirliggjandi skorpulifur þannig að í heild var skorpulifur til staðar hjá 29 lifrarþegum (73%). Ábendingar lifrarígræðslna fyrir hvert undirtímabil voru bornar saman. Ef tekin eru með þrjú tilfelli þar sem lifrarfrumu- krabbamein var ábending lifrarígræðslu en skorpulifur jafnframt til staðar, sést sterk vísbending um aukningu á lifrarþegum með skorpulifur á milli tímabila. Á fyrsta undirtímabilinu, frá 1984 til 1996, var skorpulifur ábending fyrir ígræðslu hjá 7 einstaklingum. Á árunum 1997-2006 var skorpulifur ábending fyrir 10 lifrar- ígræðslum og 2007-2012 var það ábending fyrir 12 ígræðslum. Þessi aukning var á mörkum þess að vera marktæk (p=0,056). Frumkomin gallskorpulifur var ábending fyrir ígræðslu hjá 8 ein- staklingum og bráð lifrarbilun hjá 6 og því voru þetta algengustu ábendingar fyrir lifrarígræðslu (tafla III). Sjálfsofnæmislifrarbólga, áfengistengd skorpulifur og frumkomin trefjunargallgangabólga komu á eftir. Aðeins einn sjúklingur var með lifrarbólgu C en misnotkun áfengis var jafnframt meðvirkandi þáttur í því tilfelli. Einungis einn einstaklingur hafði fitulifrarkvilla sem ekki tengd- ist áfengismisnotkun. Ábendingar fyrir lifrarígræðslu barna voru sjálfsofnæmislifrarbólga, ágeng ættgeng innanlifrargallstífla, arf- gengur blöðrunýrnasjúkdómur, nýburalifrarbólga og gallganga- lokun (biliary atresia) í tveimur tilvikum. Meðal sjaldgæfari sjúkdóma voru afleidd trefjunargallganga- bólga (secondary sclerosing cholangitis), lifrarsjúkdómur tengdur arf- gengum blöðrunýrnasjúkdómi með víkjandi erfðamáta (autosomal recessive polycystic kidney disease) og ágeng ættgeng innanlifrargall- stífla (progressive familial intrahepatic cholestasis). Sjúklingur með arfgengan blöðrunýrnasjúkdóm fór bæði í lifrar- og nýrnaígræðslu og var nýrnaígræðslan gerð mánuði áður en lifrarígræðslan var gerð. Endurígræðslur Endurígræðslur voru 5 af 45 (11%). Ástæður endurígræðslu voru blæðingar og sýkingar í kjölfar aðgerðar (n=1) 11 mánuðum eftir fyrri ígræðslu, blóðsegi í lifrarslagæð (n=1) rúmum mánuði eftir fyrri ígræðslu, ígerð í lifur tveimur mánuðum eftir fyrri ígræðslu (n=1), afleidd trefjunargallgangabólga rúmum þremur árum eftir frumígræðslu (n=1) og gallleki og sýkingar í gallvegum (n=1) þrem- ur mánuðum eftir frumígræðslu. Enginn fór oftar en einu sinni í endurígræðslu. MELD, Child-Pugh-flokkun og fylgikvillar skorpulifrar Unnt var að reikna MELD-stig fyrir 19 sjúklinga við listun og 14 sjúklinga við ígræðslu. Child-Pugh-flokkun var hægt að reikna fyrir 26 sjúklinga við listun og 25 við ígræðslu. Meðaltal MELD- stiga við ígræðslu var 22 með miðgildi 17. Frá árinu 2009 þegar lifr- arígræðslur fluttust til Gautaborgar var MELD-skor við ígræðslu að meðaltali 17,6 og miðgildi 13. Við ígræðslu var einn í Child- Pugh-flokki A, 8 í flokki B og 16 í flokki C. Vökvasöfnun í kvið (ascites) var algengasti fylgikvilli skorpu- lifrar og var til staðar hjá 17 af 29 (59%) sem höfðu skorpulifur. Sjálfsprottin sýking í kviðarholsvökva (spontaneous bacterial perito- nitis) greindist hjá 5 af þeim sem fengu vökvasöfnun í kvið (17%). Lifrarheilakvilli og blæðing frá æðagúlum voru einnig áberandi fylgikvillar. Biðtími eftir lifrarígræðslu Meðalbiðtími fyrir allt rannsóknartímabilið var 5,9 mánuðir með miðgildi 3,2 mánuðir. Ekki reyndist marktæk lenging á biðtíma milli tímabila. Meðalbiðtími þeirra 10 íslensku sjúklinga sem fóru í lifrarígræðslu í Gautaborg á tímabilinu 2009-2012 var 4,4 mánuðir með miðgildi 3,65. Síðustu 5 ár rannsóknartímabilsins létust tveir sjúklingar á biðlista eftir lifrarígræðslu. Annar varð óskurðtækur Tafla III. Ábendingar fyrir lifrarígræðslu. Ábendingar lifrarígræðslu Fjöldi n=40 % af heild Frumkomin gallskorpulifur 8 20 Bráð lifrarbilun 6 15 Sjálfsofnæmislifrarbólga 4 10 Áfengistengd skorpulifur 3 7,5 Frumkomin trefjunargallgangabólga 3 7,5 Skorpulifur og lifrarfrumukrabbamein 3 7,5 Gallgangalokun 2 5 Æxli önnur en lifrarfrumukrabbamein 2 5 Afleidd trefjunargallgangabólga 1 2,5 Blöðrunýrnasjúkdómur 1 2,5 Óþekkt orsök 1 2,5 Gallgangafæð af óþekktri orsök hjá fullorðnum 1 2,5 Járnhleðslukvilli 1 2,5 Lifrarbólga C og áfengi 1 2,5 Fitulifrarkvilli* 1 2,5 Nýburalifrarbólga 1 2,5 Ágeng ættgeng innanlifrargallstífla 1 2,5 *Fitulifrarkvilli sem ekki tengist áfengisneyslu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.