Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2016, Qupperneq 22

Læknablaðið - 01.01.2016, Qupperneq 22
22 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N á biðlista vegna stækkandi lifrarfrumukrabbameins og hinn lést vegna blæðingar í heila. Lifun og fylgikvillar Af 40 sjúklingum sem gengust undir lifrarígræðslu á rannsóknar- tímabilinu höfðu 11 látist við lok árs 2012 (28%). Í sumum tilfellum voru dánarorsakir líklega fleiri en ein. Fjórir sjúklingar dóu úr ill- kynja sjúkdómum: flöguþekjukrabbameini í vélinda, smáfrumu- krabbameini í lunga, ígræðslutengdu eitilfrumukrabbameini (post transplant lymphoproliferative disorder) og lifrarfrumukrabbameini. Þrír höfðu lungnabólgu og 5 höfðu aðrar sýkingar. Lifrarbilun var dánarorsök hjá þremur sjúklingum. Einn sjúklingur dó í ígræðslu- aðgerðinni, hugsanlega vegna blóðsega í lungum. Lifun eftir lifrarígræðslu var 84% eftir eitt ár og 63% eftir 5 ár (tafla IV). Lifun jókst eftir því sem leið á tímabilið (tafla IV, mynd 2). Lifun var slök í upphafi þar sem 5 einstaklingar af 8 sem fóru í ígræðslu á tímabilinu 1984-1996 dóu fyrir árið 1996. Af þeim þremur börnum sem fengu lifrarhluta frá lifandi gjafa voru tvö enn á lífi við lok rannsóknartímabilsins. Eitt barnið lést úr lungnabólgu rúmum tveimur og hálfu ári eftir ígræðslu. Af þeim þremur einstaklingum sem fóru í lifrarígræðslu vegna lifrarfrumukrabbameins lést einn á rannsóknartímabilinu en hann lifði í tvö ár og þrjá mánuði eftir lifrarígræðslu. Fylgikvillar á aðgerðartímabili (perioperative period) komu upp hjá alls 21 sjúklingi (53%). Algengustu fylgikvillar aðgerðar tengd- ust gallvegum en alls fengu 6 sjúklingar gallvegatengd vandamál, svo sem gallleka (fjórir sjúklingar) og gallstíflu (tveir sjúklingar). Höfnun á lifrargræðlingi kom fram 15 sinnum hjá 13 sjúk- lingum (33%). Í öllum tilvikum var góð svörun við háskammta sykursterameðferð fyrir utan eitt tilvik þar sem beita þurfti með- ferð með mótefnum gegn T-frumum (anti thymocyte globulin) auk háskammta sykursterameðferðar í æð. Tími frá lifrarígræðslu að höfnun var að meðaltali 6,9 mánuðir, miðgildi 2,9 mánuðir. Fjórir sjúklingar fengu aftur frumsjúkdóminn í hina ígræddu lifur. Þeir sjúkdómar sem um var að ræða voru sjálfsofnæmis- lifrarbólga (tvö tilfelli), frumkomin gallskorpulifur og frumkomin trefjunargallgangabólga. Meðaltími frá lifrarígræðslu að endur- komu sjúkdóms var 9,3 ár, miðgildi 10,1 ár. Endurkoma frumsjúk- dóms leiddi þó ekki til endurígræðslu hjá neinum. Ónæmisbælandi lyfjameðferð Upplýsingar fengust um lyf 32 einstaklinga strax eftir ígræðslu, 21 einstaklings þremur árum eftir ígræðslu og 14 einstaklinga 5 árum eftir ígræðslu. Algengt var að sjúklingar væru á þriggja lyfja með- ferð með takrólímus, mýcófenólsýru og prednisólón strax í kjölfar ígræðslu. Takrólímus var algengasta ónæmisbælandi lyfið en 25 einstaklingar voru á því strax eftir ígræðslu, 18 eftir þrjú ár og 11 eftir 5 ár (tafla V). Illkynja sjúkdómar greindust hjá 8 sjúklingum: Eitilfrumumein í kjölfar ígræðslu (post transplant lymphoproliferative disorder, PTLD) greindist hjá þremur sjúklingum, flöguþekjukrabbamein í hálsi (einn sjúklingur) og í andliti (einn sjúklingur), smáfrumukrabba- mein í lungum (einn sjúklingur), innanþekjuæxlismyndun í leg- hálsi af stigi II (cervical intraepithelial neoplasia II, einn sjúklingur) og eitilfrumukrabbamein (einn sjúklingur). Umræður Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að lifrarígræðslum hef- ur farið fjölgandi á rannsóknartímabilinu og lifun hefur batnað og er sambærileg við það sem þekkist í löndum þar sem lifrar- ígræðslur eru framkvæmdar.3-5,11,12,15 Frumkomin gallskorpulifur var algengasta ábendingin fyrir ígræðslu. Mjög fáir sjúklingar fóru í ígræðslu í kjölfar fyrstu ígræðsl- unnar árið 1984 en ígræðslum hefur fjölgað undanfarin ár og eru skýringar vafalítið nokkrar. Gera má ráð fyrir að þekking á lifrarígræðslu sem meðferðarúrræði og reynsla af mati og undir- búningi sjúklinga hafi verið minni meðal íslenskra lækna í upp- hafi tímabilsins og færri sjúklingar sendir utan af þeim ástæðum. Fjölgun sjúklinga með lifrarsjúkdóm á lokastigi er þó líklega meginskýringin á fjölgun lifrarígræðslna á tímabilinu. Flestir lifrarþegar hafa sögu um skorpulifur en nýgengi og dánartíðni skorpulifrar hér á landi hefur lengst af verið með því lægsta sem þekkist.16 Hins vegar benda fyrstu niðurstöður framskyggnrar Mynd 2. Kaplan-Meier lifunargraf sem sýnir lifun eftir tímabilum. Tafla V. Helstu ónæmisbælandi lyf íslenskra lifrarþega. Lyf Eftir ígræðslu n=32 (%) Eftir ár n=21 (%) Eftir 5 ár (%) Ciklósporín 7 (22) 3 (14) 3 (21) Azatíóprín 6 (19) 5 (24) 6 (43) Prednisólón 24 (75) 7 (33) 4 (29) Takrólímus 25 (78) 18 (86) 11 (79) Mýcófenólsýra 22 (69) 8 (38) 3 (21) Sirólímus 0 (0) 1 (5) 0 (0) Tafla IV. Eins árs og 5 ára lifun lifrarþega. Ekki var reiknuð 5 ára lifun fyrir 2007- 2012 þar sem stuttur tími var frá aðgerð. Tímabil 1984-2012 1984-1996 1997-2006 2007-2012 1 árs lifun 84% 63% 80% 100% 5 ára lifun 63% 50% 73% ---

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.