Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Síða 31

Læknablaðið - 01.01.2016, Síða 31
LÆKNAblaðið 2016/102 31 ferð sem ætti alltaf að vera tiltæk. Það verður því að teljast ófull- nægjandi að 37% lækna telji sig alltaf taka hraðgreiningarpróf eða ræktun fyrir meðferð í tilfellum hálsbólgu. Hálsbólgu af völdum S. pyogenes á að meðhöndla með fenox- ýmetýlpenicillíni í 10 daga.20 Fenoxýmetýlpenicillín var það lyf sem var langalgengast í öllum könnunum, eða um og yfir 90%. Hlutfall þeirra lækna sem telja sig ávísa í 10-12 daga var töluvert hærra í könnun 2014 en í fyrri könnunum. Því virðist lyfjatil- mælum í klínískum leiðbeiningum vera fylgt vel eftir í tilfellum hálsbólgu. Bakgrunnsbreytur virtust ekki hafa afgerandi áhrif á viðhorf lækna til sýklalyfjaávísana en á því voru nokkrar undantekningar. Læknar menntaðir í N-Ameríku voru líklegri til þess að telja sig ávísa sýklalyfjum oftar en 10 sinnum að jafnaði á viku en læknar menntaðir í Svíþjóð eða læknar sem ekki höfðu farið í framhalds- nám erlendis. Mögulega er það vegna þess að sýklalyfjanotkun í Bandaríkjunum er mun meiri en í Svíþjóð.25 Aldur virtist hafa lítil áhrif á ávísunarvenjur að því undanskildu að eldri læknar virðast fremur velja amoxicillín/klavúlansýru sem fyrsta lyf við bráðri miðeyrnabólgu en yngri læknar. Að lokum segjast læknar sem starfa á Stór-Reykjavíkursvæðinu síður taka ræktunarsýni eða hraðgreiningarpróf í tilfellum hálsbólgu þar sem S. pyogenes er líklegur orsakavaldur samanborið við þá sem starfa á lands- byggðinni. Þetta kemur á óvart því aðgengi að rannsóknum er yfirleitt betra á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Áhugavert væri að rannsaka betur áhrif bakgrunnsbreytna á ávísunarvenjur. Til að mynda væri fróðlegt að kanna betur mun milli starfssviða/sérgreina en mikilvægt er að þverfagleg samstaða sé um að gæta hófsemi við sýklalyfjagjafir og fylgja klínískum leiðbeiningum. Jafnframt væri spennandi að kanna áhrif þrýst- ings frá sjúklingum og foreldrum á að fá ávísað sýklalyfi. Einn helsti styrkleiki rannsóknarinnar er að hún tekur yfir langt tímabil og gefur tækifæri til þess að meta hvernig ávísunarvenjur lækna á sýklalyf hafa þróast síðastliðna tvo áratugi. Klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð þeirra sjúkratilfella sem rannsóknin tók til voru birtar á árunum 2007-2009, á milli fyrri kannana og könnunar 2014. Það gaf kost á því að meta áhrif þeirra og eftirfylgni. Leitast var við að takmarka skekkjuvalda eins og unnt var með því að leiðrétta fyrir bakgrunnsbreytum í fjölþátta aðhvarfslíkaninu. Einn helsti takmarkandi þáttur rannsóknarinnar var að fyrri kannanir voru aðeins gerðar á heimilis- og heilsugæslulæknum en ekki öllum læknum eins og könnunin 2014. Allur samanburður milli tímabila miðast því einungis við heimilis- og heilsugæslu- lækna. Annar takmarkandi þáttur var að í könnuninni 2014 fengu allir læknar sama tengil sendan með tölvupósti. Slíkt fyrirkomu- lag býður upp á þann möguleika að sami læknir geti tekið könn- unina oftar en einu sinni, hafi hann áhuga á. Það sem enn fremur takmarkar niðurstöður rannsóknarinnar og er vert að hafa í huga er að svör einstakra lækna við spurningalistanum endurspegla líklega ekki alfarið ávísunarvenjur þeirra í dagsins önn. Ljóst er að talsverðar breytingar hafa orðið á viðhorfum lækna til sýklalyfjaávísana síðustu tvo áratugi. Þær breytingar samræm- ast að miklu leyti klínískum leiðbeiningum landlæknis um grein- ingu og meðferð þvagfærasýkingar, bráðrar miðeyrnabólgu og hálsbólgu. Aukin aðhaldssemi virðist nú vera í sýklalyfjagjöf auk þess sem viðhorf til meðferðarlengdar hafa að miklu leyti breyst í samræmi við það sem ráðlagt er. Þrátt fyrir þær breytingar sem hafa átt sér stað á ávísunum lækna á sýklalyf síðastliðna tvo áratugi er enn úrbóta þörf. Til að mynda virðist nú hærra hlutfall lækna ávísa amoxicillín/klavúlan- sýru við bráðri miðeyrnabólgu í stað amoxicillíns auk þess sem lágt hlutfall telur sig alltaf taka ræktunarsýni eða hraðgreiningar- próf fyrir meðferð í tilfellum hálsbólgu þar sem S. pyogenes er lík- legur orsakavaldur. Því er mikilvægt að heilbrigðisyfirvöld beiti sér áfram fyrir bættri notkun sýklalyfja með það að markmiði að draga úr þróun sýklalyfjaónæmis hér á landi og auk þess draga úr þeim aukaverkunum og kostnaði sem fylgir óþarfa notkun. Einnig er brýnt að fylgst sé áfram með ávísunarvenjum lækna en nauð- synlegt er að þekking á þeim sé lögð til grundvallar við mótun íhlutandi aðgerða á komandi árum. Þakkarorð Sérstakar þakkir til þeirra lækna sem svöruðu spurningalistunum og Læknafélags Íslands fyrir að senda út könnunina 2014 fyrir okkar hönd. R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.