Læknablaðið - 01.01.2016, Page 35
LÆKNAblaðið 2016/102 35
Mannkynið er blessunarlega fjölbreytt og
einstaklingar geta verið ansi ólíkir þrátt
fyrir svipaðan bakgrunn. Áhugasvið
fólks og hæfileikar eru mismunandi og
við veljum ólíkar brautir í bæði einka- og
atvinnulífinu. Læknar velja, eins og aðrir,
mismunandi fög eftir því hvar áhuginn,
hæfileikarnir og möguleikarnir liggja.
Margir læknar kannast við óákveðni
varðandi val á sérgrein. Sumir virðast
ákveðnir frá upphafi náms og halda jafn-
vel sínu striki lengi vel þó efasemdir og
aðrar hugleiðingar banki upp á stöku
sinnum. Aðrir, og kannski fleiri, eiga
erfiðara með að finna sinn farveg og finna
hann jafnvel aldrei. Enn aðrir eru eins og
lauf í vindi og skipta um skoðun eftir því
hvernig vindáttin blæs. Allt er þetta skilj-
anlegt. Fólk velkist eðlilega í vafa þegar
kemur að stórum og erfiðum ákvörðunum
í lífinu. Erfiðar ákvarðanir eru ekki erfiðar
að ástæðulausu. Einn kostur er ekki endi-
lega betri en hinn. Þeir eru oft jafngóðir en
hvor á sinn hátt og kostirnir og gallarnir
oft mismunandi, sem gerir samanburð
erfiðan. Fólk vegur hlutina og metur, bæði
í ljósi persónulegra aðstæðna og áhuga-
sviðs. Eflaust spilar þó margt fleira þarna
inn í sem hefur áhrif á valið og jafnvel
áhuga manna á viðkomandi sérgrein sem
fólk hugsar ef til vill minna meðvitað út í.
Margir hugsa meðvitað um hvernig
umhverfi, vinnuaðstaða og vinnutímar
eru á þeim vinnustað sem fólk hyggst
vinna á. Ofarlega í hugum margra er
áhuginn á viðkomandi sérgrein, en spyrja
má hvernig sá áhugi kviknar. Í framhald-
inu er spurning hvort sá áhugi eflist eða
dofni eftir viðveru á deild viðkomandi
sérgreinar og hvað hafi áhrif á þá þróun.
Þessi mótun okkar er eflaust að miklu leyti
ósjálfráð og ómeðvituð og hefur þannig
áhrif á okkur án þess að við áttum okkur
beinlínis á því.
Hugmyndum hefur verið varpað fram
um að slíkir ómeðvitaðir áhrifaþættir séu
jafnvel mun áhrifameiri en við höfum
áttað okkur á. Hægt væri að eiga miklar
heimspekilegar umræður um hvað mótar
okkur sem einstaklinga og hvaða áhrifa-
valdar spila þar inn í. Sammála getum
við verið um að einn af þeim séu sam-
ferðamenn okkar. Við fylgjumst með þeim,
sjáum og lærum hvernig þeir haga sér,
upplifa og bregðast við umhverfinu og það
getur haft áhrif á okkar upplifun, skoð-
anamótun og persónuleika. Vel þekkt er
tilvitnunin í sálfræðinginn B. F. Skinner:
„Gefðu mér barn og ég móta það í hvað sem
okkar.“ Þó djúpt sé í árinni tekið er eflaust
eitthvað til í þessum orðum.
Margur læknirinn, oftast með árang-
ursríka skólagöngu að baki, þekkir vel þá
umbun í formi vellíðunar og lífsfyllingar
sem fæst með því að standa sig vel í námi
eða starfi. Ekki aðeins vegna sjálfsfyllingar
og skrefs í rétta átt að langtímaáætlun,
heldur einnig ómeðvitað í gegnum jákvæð
viðbrögð umhverfisins og samferðamanna
á borð við góðan kennara eða foreldri
sem hvatti einstaklinginn til dáða. Þessi
skilyrðing er mikilvægur þáttur í mótun
okkar og afdrifum síðar meir.
Gott umhverfi, vinnuaðstaða og vinnu-
andi laðar til sín fólk í vinnu eins og vel
er þekkt. Kennsla og ekki síst viðmót læri-
meistara okkar til einstaklingsins á bæði
faglegum og persónulegum grundvelli
skiptir þar veigamiklu máli og á stóran
þátt í því að móta upplifunina á vinnuum-
hverfinu og sjálfi okkar í starfi.
Umhverfið er spegill sjálfsins og það
gefur augaleið að niðurbrot, ávítur og
skammir eru ekki til þess að upphefja
starfsandann eða efla sjálfstraust, ánægju
eða áhuga ungra lækna á faginu. Upp-
byggileg gagnrýni og hrós þegar það á
við er vænlegra til vinnings. Neikvætt
viðmót við ósk um aðstoð við meðferð
skjólstæðinga er þar heldur ekki til fram-
dráttar og verulega bagalegt þegar ungir
læknar kvíða eða jafnvel veigra sér við því
að óska eftir aðstoð sér reyndari lækna
þegar þörf er á. Hættan er á að þar tapist
gullin námstækifæri þar sem sá reyndari
miðlar þekkingu sinni til yngri kollega.
Best er þegar þekkingarmiðlunin á sér stað
á jákvæðan hátt og stofnar til faglegra um-
ræðna, til framdráttar báðum aðilum. Fólk
sem upplifir áhuga lærimeistara á faginu
hrífst með og smitast af jákvæðni gagnvart
faginu, enda verður allt skemmtilegra ef
þátttaka er virk í hverju því sem maður
tekur sér fyrir hendur.
Efling á jákvæðu viðmóti við náms-
lækna skilar sér í bættri mönnun viðkom-
andi sviðs og bættum starfsanda. Mörg
dæmi sýna að ánægðir læknanemar og
kandídatar sem notið hafa reynslu sinnar
á deildum skili sér aftur inn sem deildar-
læknar og jafnvel sérfræðingar síðar meir.
Hlúum að fræjunum því þá verður
uppskeran góð.
Að auki legg ég til að sérnám lækna
á Íslandi verði styrkt á fleiri sviðum en
lyflækningasviði og minni á ályktun
Læknafélags Íslands þess efnis frá aðal-
fundi síðastliðins hausts.
Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í
Þorbjörn Jónsson, formaður
Orri Þór Ormarsson, varaformaður
Björn Gunnarsson, gjaldkeri
Magdalena Ásgeirsdóttir ritari
Arna Guðmundsdóttir
Hildur Svavarsdóttir
Magnús Baldvinsson
Tinna Harper Arnardóttir
Þórarinn Ingólfsson
Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna
LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins.
Stjórn LÍ
Hvaða sérgrein valdi þig?
Tinna H.
Arnardóttir
læknir á skurðdeild
Landspítala
tinna.harper@gmail.com