Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2016, Qupperneq 39

Læknablaðið - 01.01.2016, Qupperneq 39
LÆKNAblaðið 2016/102 39 Aðalstyrktaraðili Læknadaga er Vistor en margir fleiri styðja við Læknadaga enda er kostnaður við framkvæmdina töluverður. „Það er ljóst að læknar munu verða að borga meira fyrir Læknadagana í framtíðinni enda er verð sambærilegra símenntunarþinga miklu hærra erlendis. Því miður er ekki hægt að bjóða 4.-6. árs læknanemum frítt á næstu Læknadaga eins og undanfarin ár heldur verða þeir að greiða fyrir þátttöku, en það gjald er þó mjög lágt og langt undir kostnaðarverði. Við notum öll ráð til að halda kostnaði við Læknadagana í lágmarki en kostnaður mun hækka á næstu árum ef halda á úti svo veglegu þingi og halda jafnvægi í rekstri Fræðslustofnunar LÍ.“ Að endingu má nefna að árshátíð Læknafélags Reykjavíkur verður haldin á laugardagskvöldið eftir Læknadagana. „Þetta er vegleg árshátíð sem kostar sitt en er algjörlega nauðsynleg til að halda góðum anda í stéttinni. Eins og kom fram í desemberblaði Læknablaðsins verður ein- ungis hægt að kaupa miða á árshátíðina á netinu og ekki hægt að kaupa miða á síðustu stundu heldur verður lokað fyrir miðasölu miðvikudaginn 20. janúar. Svip- að gildir um netskráningu á Læknadaga, henni lýkur fimmtudaginn 14. janúar, eftir það verður hægt að mæta á staðinn og skrá sig á Læknadaga en það verður dýrara. Tímanleg skráning auðveldar skipulagningu þessara viðburða og hjálpar til við að halda kostnaði niðri. Því er auð- vitað einfaldast að kaupa hvorttveggja í einu, þátttökupassa á Læknadagana og miða á árshátíðina og vera tímanlega búinn að því. Þetta er flottur pakki.“ „Við notum öll ráð til að halda kostnaði við Læknadagana í lágmarki,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður framkvæmdastjórnar Læknadaga. Árshátíð LR 2016 Laugardaginn 23. janúar í Silfurbergi Fordrykkur kl. 19 Tveggja rétta matseðill, kaffi og koníak Sigríður Thorlacius skemmtir með kvintett og píanó The Band Aids, hljómsveit unglækna og læknanema Verð 15.500 kr. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.