Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2016, Page 42

Læknablaðið - 01.01.2016, Page 42
42 LÆKNAblaðið 2016/102 nýju reglugerðarinnar hér heima. Ég nefni Svíþjóð sérstaklega því okkar námslæknar hafa sótt mest þangað þó margir séu í Noregi en Bandaríkin og England eru líka mikilvæg lönd fyrir sérnám íslenskra skurðlækna.“ Þurfum að bregðast við auknum kröfum Námsfyrirkomulagið hér heima er að sögn Tómasar með þeim hætti að í hverri viku eru sérfræðingar með fyrirlestur sem einn námslæknir sér um að skipuleggja. „Þetta er fremur í formi umræðu um ákveðin tilfelli eða tegund aðgerðar fremur en hefðbundinn fyrirlestur. Þessi fræðsla hefur gengið mjög vel en námslæknarnir hafa einnig fengið að kenna læknanemum, kandídötum og hjúkrunarfræðinemum undir handleiðslu sérfræðings. Þetta hefur einnig gefist vel og er frábær reynsla fyrir námslæknana okkar. Þá leggjum við áherslu á að þeir sinni rannsóknum á þessum tveimur árum. Slík reynsla skiptir verulegu máli þegar kemur að því að sækja um námsstöður erlendis. Kröfurnar sem gerðar eru til námslækna eru sífellt að aukast og það verður sem betur fer sífellt algengara að læknanemar ljúki meistara- eða doktorsprófi samhliða al- menna læknanáminu eða þegar þeir byrja í sérnáminu. Hér hjá okkur eru nokkrir námslæknanna í meistara- eða doktors- námi og við hvetjum einnig áhugasama læknanema til þess að sinna rannsóknum við deildina. Það sem ég tel brýnast að koma í fastari skorður er öflugra handleiðarakerfi, en þá fær hver námslæknir persónulega hand- leiðslu sérfræðings í gegnum allan náms- tímann þar sem framvindu hans í náminu er fylgt eftir og honum veittur stuðningur eftir því sem þörf er á. Þetta kerfi er við lýði en hefur ekki verið í nægilega föstum skorðum hjá okkur en til stendur að bæta úr því. Það má segja að við á skurðsviði Landspítala höfum komist upp með að hafa prógrammið frekar einfalt og ekki of fastskorðað þar sem það hefur hreinlega verið það vinsælt. En nú eru kröfurnar orðnar meiri, og samkeppnin harðari við aðrar sérgreinar eins og lyflæknisfræðina sem hefur endurskipulagt sérnámið sitt frá grunni. Og þá verðum við að bregðast við af fullum krafti,“ segir Tómas Guðbjarts- son prófessor og yfirlæknir að endingu. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Föstudagur 22. janúar 2016 12:00-12:05 Málþingið sett Þorvaldur Ingvarsson MD, PhD Executive VP RD ÖSSUR 12:05-12:25 Femoroacetabular impingement (FAI) Etiology of the cam-deformity and its role in osteoarthritis of the hip Páll Sigurgeir Jónasson MD, PhD Orkuhúsið 12:30-12:55 Arthroscopic treatment of the impingment of the hip with emphasis of early OA Shane J. Nho, MD, MS Assistant Professor, Rush University Medical Cente, Chicago Á undanförnum árum hafa framfarir í myndgreiningartækni haft í för með sér að nýr sjúkdómur í mjöðmum hefur litið dagsins ljós „Femoroacetabular impingement syndrome“. Þó að einkenni þessa sjúkdóms hafi verið þekkt um nokkurt skeið þá hefur lítið verið vitað um orsök hans og möguleikar til meðferðar hans á Íslandi takmarkaðir. Nýlega varði Páll Sigurgeir Jónasson læknir doktorsritgerð um sjúkdóminn og mun hann ásamt Dr. Shane Nho halda fyrirlestur á Læknadögum um orsök, afleiðingar og ekki síst meðferðaúrræði við sjúkdómnum. Orsök, afleiðingar og meðferð Femoroacetabular Impingement Syndrome Málþing í Hörpu á Læknadögum 2016

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.