Læknablaðið - 01.01.2016, Qupperneq 43
Katrín Hjaltadóttir og Þórður Skúli
Gunnarsson eru bæði sérnámslæknar
í skurðlækningum. Þórður Skúli lýkur
sínum tveggja ára námshluta nú um ára-
mótin en Katrín hefur lokið 6 mánuðum.
Þau segjast bæði mjög ánægð með námið
þó vissulega megi gera betur.
Þau segja námstímann skiptast þannig að
6 mánuðir eru á svæfingadeild og síðan
eru 6 til 9 mánuðir í almennum skurð-
lækningum og svo skiptist tíminn sem
eftir er í þriggja mánaða lotur á skurð-
deildum undirsérgreina.
„Þetta er mjög góður undirbúningur
fyrir áframhaldandi sérnám í Noregi og
Svíþjóð og yfirleitt fæst þessi tími metinn
að fullu,“ segir Þórður Skúli og Katrín
bætir við að það fari þó dálítið eftir því
hvaða sérgreinar skurðlækninga fólk sæki
í en oftast fáist þetta alveg metið.
„Einn stærsti kosturinn við námið hér
er að við fáum talsverða skurðstofureynslu
og örugglega meiri en fyrsta og annars árs
nemar í sérnámi erlendis. Það er reyndar
mjög misjafnt hversu mikið við gerum í
aðgerðinni sjálfri þar sem sérfræðingurinn
ber ábyrgð á henni. Þar mætti alveg vera
skýrara skipulag hvað námið varðar um
hvað á að kenna í hverri aðgerð. Það er
alveg undir sérfræðingnum komið hvað
við erum látin gera og sumir treysta deild-
arlæknunum fyrir miklu en aðrir vilja gera
allt sjálfir.“
Aðspurð um kostina segja þau hiklaust
að nálægðin við sérfræðingana sé mikil-
vægust. „Við erum heldur ekki það mörg
í námstöðunum að við fáum mjög mörg
tækifæri til að vinna með sérfræðingunum
og gera þá sífellt meira í aðgerðunum.
Gallinn er hins vegar sá að skipulag náms-
ins er laust í reipunum og talsvert undir
hverjum og einum námslækni komið
hvað hann fær mikið út úr því. Fyrir utan
vikulega fyrirlestra og róteringuna á milli
skurðdeilda sem við nefndum erum við
fyrst og fremst í vinnu hérna sem deildar-
læknar og útkoman getur orðið svolítið
misjöfn eftir einstaklingum. Það er ekki
fylgst með því hvað við gerum margar
aðgerðir af ákveðnu tagi og við vildum
gjarnan sjá skýrari markmiðasetningu.
Betri marklýsing námsins myndi tryggja
að hver og einn hefði gert allt sem til er
ætlast á þessum tveimur árum og að á
vissum fresti væri farið yfir hvað hver og
einn er búinn að gera og hvað hann á eftir.
Það er hægt að verða útundan og gleymast
þegar það er ekki til staðar.“
Þau segja þetta þó vera hálfgert lúxus-
vandamál því samskiptin séu opin og
námslæknarnir duglegir að koma sér í
kennslutækifæri með sérfræðingunum.
„Þeir sem hafa klárað þessi tvö ár eru yfir-
leitt orðnir mjög vel færir miðað við þann
tíma og eru mjög ánægðir með tímann
sinn. Annar kostur við að vera hér á Land-
spítala er að hann er bæði mjög lítill í
samanburði við erlend háskólasjúkrahús
en um leið þjóðarsjúkrahúsið. Hingað
koma því öll flóknustu tilfellin sem upp
geta komið og við sjáum því miklu meira
en við myndum sjá nema á allra stærstu
sjúkrahúsunum í Noregi og Svíþjóð. Það er
auðvitað mjög dýrmæt reynsla.“
„Mörg tækifæri og mikilvæg reynsla“
„Þeir sem hafa klárað þessi tvö ár eru yfirleitt orðnir vel færir miðað við þann tíma og eru ánægðir með tímann sinn,“ segja Katrín Hjaltadóttir og Þórður Skúli Gunnarsson sér-
námslæknar í skurðlækningum.
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Föstudagur 22. janúar 2016
12:00-12:05 Málþingið sett
Þorvaldur Ingvarsson MD, PhD
Executive VP RD ÖSSUR
12:05-12:25 Femoroacetabular impingement (FAI)
Etiology of the cam-deformity and its role in osteoarthritis of the hip
Páll Sigurgeir Jónasson MD, PhD
Orkuhúsið
12:30-12:55 Arthroscopic treatment of the impingment of the hip with emphasis of early OA
Shane J. Nho, MD, MS
Assistant Professor, Rush University Medical Cente, Chicago
Á undanförnum árum hafa framfarir í myndgreiningartækni haft í för með sér að nýr sjúkdómur í mjöðmum hefur litið
dagsins ljós „Femoroacetabular impingement syndrome“. Þó að einkenni þessa sjúkdóms hafi verið þekkt um nokkurt
skeið þá hefur lítið verið vitað um orsök hans og möguleikar til meðferðar hans á Íslandi takmarkaðir.
Nýlega varði Páll Sigurgeir Jónasson læknir doktorsritgerð um sjúkdóminn og mun hann ásamt Dr. Shane Nho halda
fyrirlestur á Læknadögum um orsök, afleiðingar og ekki síst meðferðaúrræði við sjúkdómnum.
Orsök, afleiðingar og meðferð
Femoroacetabular Impingement Syndrome
Málþing í Hörpu á Læknadögum 2016
LÆKNAblaðið 2016/102 43