Læknablaðið - 01.01.2016, Page 45
LÆKNAblaðið 2016/102 45
East Coast Swing kemur fram um svipað
leyti og West Coast Swing nokkru síðar.
Þetta eru mismunandi dansstílar sem
byggja á sama grunni, ef maður kann
grunnsporin er auðvelt að ná tökum á
nýjum stíl. Munurinn er þó vel sýnilegur,
og ef við berum saman lindyhop og West
Coast Swing þá er lindíið hraðara og tals-
vert meira krefjandi líkamlega,“ segir Una
og Guðrún María bætir við að West Coast
Swingið sé hægara og meira dansað við
blús en tónlistarvalið er breiðara.
Það sem gerir dansinn svona skemmti-
legan að þeirra sögn er hversu opinn og
skapandi hann er .„Þetta er spunadans þar
sem pörin spinna saman rútínuna, og þó
annar leiði alltaf, þá þurfa báðir að vera
alveg með á nótunum til að geta spunnið
útfrá grunnsporunum,“ segir Guðrún
María. Hún bætir því við að rannsóknir
hafi sýnt að spunadans hafi jákvæð áhrif á
heilann og dragi úr líkunum á Alzheimer.
„Þannig að læknisfræðilegt gildi er líka til
staðar!“
Una segir einmitt það vera einn stærsta
kostinn við dansinn sem áhugamál við
svo krefjandi starf sem læknisfræðin er,
að þar nær hún að kúpla sig algjörlega
frá starfinu. „Þetta er í fyrsta lagi mjög
góð hreyfing en dansinn er þess eðlis að
maður gleymir öllu öðru á meðan. Maður
er algjörlega í núinu eins og sagt er. Svo
er þetta frábær félagskapur og tónlistin er
góð svo það vantar eiginlega ekki neitt.“
Ekki með bakgrunn í ballett eða dansi
Það kemur á óvart að þær voru ekki í ball-
ett og dansi sem krakkar. Guðrún María
segist þó hafa verið í fimleikum í mörg ár
sem barn og unglingur og það hafi komið
henni til góða þegar hún byrjaði að dansa
veturinn 2007. Una hristir höfuðið þegar
spurt er hvort hún hafi dansað í mörg ár.
„Ég var í tónlist, í jassdeild FÍH og spilaði
á saxófón. Svo var ég í íþróttum en aldrei
í dansi fyrr en ég kynntist þessu veturinn
2010.“
Upphafið rekja þær báðar til dans-
félagsins Háskóladansinn sem stofnað
var haustið 2007 og er í rauninni sjálf-
stæður dansskóli þó nafnið bendi ein-
dregið á markhópinn. „Ég fór í fyrsta
danstímann haustið 2007 og heillaðist
strax af swinginu,“ segir Guðrún María.
„Ég var fljót að ná þessu og var farin að
kenna strax á næstu önn. Í mörg ár mætti
ég í alla danstímana og á öll danskvöld.
Þegar ég var búin með hálft fimmta árið
í læknisfræðinni tók ég mér ársleyfi frá
náminu og fór til Boston að stunda rann-
sóknarvinnu við kvennadeild Brigham
and Women ś Hospital. Á kvöldin dansaði
ég og um helgar ferðaðist ég um og tók
þátt í danskeppnum vítt og breitt um
Bandaríkin. Þetta var algjörlega frábær
tími. Eftir að ég kom aftur heim og kláraði
læknanámið hef ég dansað einsog tíminn
leyfir en það er sannarlega erfitt að finna
tíma fyrir þetta allt saman og ég sakna
þess að geta ekki kennt dansinn og mætt
alltaf á danskvöld en vaktavinnan kemur í
veg fyrir það.“
Una segir svipaða sögu um hvernig
dansinn hafi náð tökum á henni. „Við
vorum svolítill hópur í læknanáminu
sem byrjuðum saman í Háskóladansinum
haustið 2010 og smám saman helltust
flestir úr lestinni en ég var algjörlega heill-
uð af þessu. Ég fór fljótlega að kenna og í
fyrrasumar tók ég mér frí frá öllu öðru og
ferðaðist á milli danshátíða í Evrópu í þrjá
mánuði og dansaði bókstaflega öll kvöld
og allan tímann. Á tímabili var ég jafnvel
að hugsa um að vinna við þetta og taka
mér frí frá læknisfræðinni en það rjátlaðist
af mér og ég er mjög ánægð með hvernig
staðan er núna.“
Mikilvægt að komast erlendis
Þær segja nauðsynlegt að komast reglu-
lega til útlanda til að hitta dansfélaga sem
eru á svipuðu stigi og þær. „Þetta er lítið
samfélag hér heima og endurnýjunin er
ansi mikil svo það eru ekki margir sem
eru komnir mjög langt. Helsti ókosturinn
við læknisstarfið eru vaktirnar og vinnu-
álagið, það er mjög erfitt að komast burt í
nokkra daga, svo ekki sé talað um lengri
tímabil. Maður er alltaf að skoða á netinu
hvar næsta keppni og danshátíðir verða
haldnar og láta sig dreyma.“
Þeir sem hafa áhuga á West Coast
Swing og lindyhop, Balboa, og fleiri grein-
um swing-dansins geta skoðað þetta allt á
youtube og svo má líka reyna sig við þetta
í veruleikanum og skrá sig á námskeið hjá
Háskóladansinum eða einhverjum dans-
skóla. Góð hreyfing, algleymi frá daglegu
amstri og aukin lífsgleði eru gæðin sem
Una og Guðrún María segja iðkendur upp-
skera.
„Maður er alltaf að skoða á netinu hvar næsta keppni
og danshátíðir verða haldnar og láta sig dreyma,“ segja
Guðrún María Jónsdóttir og Una Jóhannesdóttir læknar
og dansarar.
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R