Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2016/102 425 Heimildir 1 Pratley R, Nauck M, Bailey T. et al; for the 1860-LIRA-DPP-4 Study Group. One year of liraglutide treatment offers sustained and more effective glycaemic control and weight reduction compared with sitagliptin, both in combination with metformin, in patients with type 2 diabetes: a randomised, parallel-group, open-label trial. Int J Clin Pract. 2011;65(4):397-407. 2 EMA, http://www.ema.europa.eu/ema/index.jsp?curl=pages/medicines/human/medicines/001026/human_med_001137.jsp&mid=WC0b01ac058001d124. Sótt 20. september 2016. Gríptu í taumana á sykursýki af tegund 2 Fyrir sykursýki af tegund 2 Meira en 5 ára klínísk reynsla2 Victoza minnkar auk þess líkamsþyngd um allt að 3,7 kg1 VICTOZA® Victoza sem viðbót við metformín lækkar HbA1c um allt að 16 mmól/mól (1,5%)1 Umboðsaðili á Íslandi: Vi ct oz a er s kr ás et t v ör um er ki í ei gu N ov o N or di sk A /S . I S/ VT /0 51 6/ 02 74 . R I T S T J Ó R N A R G R E I N „Helstu áskoranir sem Landspítali stendur frammi fyrir eiga sér kerfislægar skýringar. Veldur því meðal annars óskýr hlutverka- skipting milli hinna ýmsu veitenda heilbrigðisþjónustu og hvernig dreifing og umfang þjónustu hefur þróast.”1 Svo segir í inngangi að 5. kafla nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company sem unnin var að frumkvæði fjárlaganefndar og vel- ferðarráðuneytis. Líklega geta flestir læknar tekið undir þetta álit. Því miður skortir á skýra stefnu um heilbrigðismál, ekki síst hvað forgangs- röðun verkefna varðar en raunforgangsröðun fer fram með setn- ingu fjárlaga. Opinber útgjöld á föstu verðlagi til Landspítala árið 2015 voru nánast hin sömu og árið 2002, talsvert minni en árið 2003 og mun minni en árið 2007.2 Það þýðir að árið 2015 var sjúkrahúsið rekið, hallalaust, fyrir svipað opinbert fjármagn (á föstu verðlagi) og í byrjun aldarinnar en fyrir verulega minna fé en í góðærinu svokallaða. Eftirspurn eftir þjónustu hefur samt aukist verulega vegna fjölgunar landsmanna og öldrunar þjóðarinnar en einnig vegna aukinnar byrðar langvinnra sjúkdóma. Auk almennrar aukningar á eftirspurn hafa spítalanum verið falin mörg viðbót- arverkefni frá aldamótum, svo sem rekstur réttargeðdeildar, Rjóð- urs og biðdeildar fyrir aldraða. Öll þessi viðbót á að rúmast innan sama útgjaldaramma og í aldarbyrjun. Sjúkrahúsið hefur náð einstæðum árangri við lækkun rekstrar- kostnaðar í kjölfar kreppunnar; í skýrslunni kemur fram að kostn- aður fyrir hvern legudag á Landspítala er ríflega 50% lægri en á samanburðarsjúkrahúsum í Svíþjóð. Þessi árangur hefur í raun verið þvingaður fram með óraunhæfum fjárframlögum og mikl- um þrýstingi á sjúkrahúsið. Þetta endurspeglast til dæmis í því að samkvæmt skýrslunni eru afköst starfsmanna Landspítala allt að 95% meiri en meðal sænskra starfssystkina. Slík staða verður einungis þoluð í skamman tíma og hefur nú þegar ríkt allt of lengi. Í skýrslunni er talsvert fjallað um gæði og þess sérstaklega getið að „gæði þjónustu á spítalanum (hafi) orðið fyrir litlum áhrifum“. Ánægja sjúklinga með þjónustuna hefur verið mikil og stöðug, eða um 2,6 stig, árin 2012 og 2015. Hæsta mögulega skor er 3,0. Viðvar- andi skor í kringum 2,6 endurspeglar afburðastörf starfsmanna við erfiðar aðstæður og er erfitt að hækka það. Þó Landspítali fái háa einkunn í skýrslunni fyrir lágan rekstr- arkostnað og mikil afköst er einnig bent á mikilvæga þætti sem betur mega fara. Meðallegulengd á Landspítala er töluvert meiri en á samanburðarsjúkrahúsunum í Svíþjóð, eða 7,6 dagar í stað um það bil 5 daga. Bið aldraðra eftir hjúkrunarrými utan Landspítala skýrir um 0,5 daga af þessum mun. Aðrar skýringar eru til dæm- is bið eftir heimahjúkrun og svo mönnun og vinnuskipulag sér- fræðilækna. Skýrslan fjallar allítarlega um mönnun sérfræðilækna á Landspítala og í henni er lögð áhersla á að styrkja mönnunina, bæði með því að fjölga stöðugildum en ekki síður með því að draga úr fjölda hlutastarfa. Löng meðallegulengd er merki um tregt flæði sjúklinga. Greitt flæði felst í hnökralausri vegferð sjúklinga frá innlögn til útskriftar, án óþarfa tafa sem þekkt er að geta ógnað öryggi sjúklinga. Ákvarðanir sérfræðilækna, byggðar á þekkingu og áralangri reynslu, eru drifkrafturinn í þessari vegferð. Að mati skýrsluhöfunda er mannfæð og ósamfella í viðveru sérfræðilækna á spítalanum, svo sem vegna starfa utan Landspítala, meðal helstu róta hins langa meðallegutíma þar sem þessar aðstæður leiða til tafa á ákvarðanatöku og þar með til lengri legu. Skýrslan fjallar því miður ekki mikið um mönnun annarra stétta, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Að sjálfsögðu þarf að tryggja næga mönnun allra heilbrigðisstétta þannig að hver um sig geti sinnt þeim verkefnum sem hún er sérþjálfuð til. Bætt mönnun sérfræðilækna á Landspítala mun ekki bæta úr bið eftir hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu þótt hún sé sannarlega mikilvæg. Yfirvöld eiga lof skilið fyrir að hafa látið framkvæma svo gagn- gera úttekt en hún er lítils virði nema aðgerðir fylgi í kjölfarið. Skýrsluhöfundar leggja fram sjö tillögur að aðgerðum, svo sem að styrkja mönnun sérfræðilækna á Landspítala, eins og áður kom fram, og nýta upplýsingatækni í meira mæli. Næstmikilvægasta tillagan lýtur að því að skýra stefnu stjórnvalda í heilbrigðismál- um og koma á skýrri hlutverkaskipan og forgangsröðun verkefna. Mikilvægasta tillagan er að stjórnvöld fjárfesti í nauðsynlegri þró- un heilbrigðiskerfisins. Spurningunni um rekstrarhagkvæmni, af- köst og gæði á Landspítala hefur verið svarað. Nú þarf að tryggja raunhæf framlög á næstu fjárlögum. Heimildir 1. Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans – Íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum. velferdarraduneyti.is/media/skyrslur2016/Lykill-ad-fullnytingu-taekifaera-Landspitalansb. pdf - september 2016. 2. Ársreikningar LSH og Ríkisreikningur. Unlocking the full potential of Landspítali University Hospital - Icelandic healthcare at a crossroads. An outsiders view from McKinsey & Company María Heimisdóttir MD doi.org/10.17992/lbl.2016.10.99 Landspítali og heilbrigðiskerfið – glöggt er gests augað María Heimisdóttir læknir‚ sérfræðingur í lýðheilsufræðum‚ framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspít- ala. Klínískur lektor læknadeild HÍ mariahei@landspitali.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.