Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 10
426 LÆKNAblaðið 2016/102 Inngangur Vaxandi hlutfall of þungra og of feitra er alvarlegt heilsufars- vandamál um allan heim og hlutfall of feitra hefur tvöfaldast frá árinu 1980.1,2 Á Íslandi er nú um fimmtungur fullorðinna of feitur.3 Tengsl offitu við aukna tíðni ýmissa sjúkdóma, svo sem sykursýki af tegund tvö (insúlínóháð sykursýki), háþrýstings, blóðfiturask- ana og kæfisvefns eru vel þekkt.2,4-7 Fylgisjúkdómar offitu leiða til aukinnar tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameina ásamt minnkuðum lífslíkum.8-10 Ýmsar leiðir til megrunar hafa verið reyndar síðustu áratugi hjá sjúklingum með sjúklega offitu, með- al annars mismunandi megrunarkúrar, ýmsar atferlismeðferðir, þjálfunaraðferðir og lyf. Tímabundið þyngdartap næst iðulega og líðan sjúklinga og ástand fylgisjúkdóma offitu batnar til skamms tíma. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að engin þessara aðferða leiðir til varanlegs árangurs hjá sjúklingum með sjúklega offitu.11-16 Sýnt hefur verið fram á að offituaðgerðir eru eina meðferðarúr- ræðið sem stuðlar að langvarandi þyngdartapi, bættu ástandi fylgisjúkdóma og betri lifun sjúklinga með sjúklega offitu.17-20 Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur maga- hjáveituaðgerða á rannsóknartímabilinu og þá sérstaklega áhrif Inngangur: Magahjáveituaðgerðir með kviðsjártækni hafa verið fram- kvæmdar á Landspítala frá árinu 2001. Aðgerðirnar eru mikilvægur með- ferðarmöguleiki fyrir sjúklinga með sjúklega offitu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna langtímaárangur slíkra aðgerða hérlendis. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til 772 sjúklinga sem gengust undir magahjáveituaðgerð á Landspítala árin 2001-2015. Upplýsinga var aflað úr framskyggnum gagnagrunni offituaðgerða sem er hluti af sjúkra- skrárkerfi spítala. Fullnægjandi þyngdartap var skilgreint sem annaðhvort þyngdarstuðull undir 33 kg/m2 eða meira en helmingstap af yfirþyngd (%EBMIL skilgreint sem prósenta af tapi á yfirþyngd, umfram þyngdar- stuðul 25 kg/m2). Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 41 ár. 83% voru konur. Meðal- þyngd sjúklinga var 127 kg (±20) og líkamsþyngdarstuðull (BMI, kg/m2) var 44 (±6) að meðaltali. Meðal %EBMIL var 80% eða 57 kg (±15) eftir 1,5 ár, 70% eða 50 kg (±15) eftir 5 ár og 64% eða 48 kg (±14) eftir 10-13 ár. 85% sjúklinga náðu fullnægjandi þyngdartapi með meðaleftirfylgni 7,4 ár eftir aðgerð. Sjúklingar voru að meðaltali með 2,8 fylgisjúkdóma offitu fyrir aðgerð. 71% sjúklinga með sykursýki af tegund tvö fyrir aðgerð fóru í fullt sjúkdómshlé eftir aðgerð. Rúmlega þriðjungur sjúklinga með háþrýsting eða blóðfituraskanir urðu lyfjalausir eftir aðgerð. Snemmkomna fylgikvilla fengu 37 (5%) sjúklingar og fór helmingur þeirra í bráðaaðgerð. Síðkomna fylgikvilla eftir aðgerð fékk fjórðungur sjúklinga (174). Hjá flestum sjúkling- anna (78%) þurfti að gera endurteknar breytingar á inntöku vítamína og bætiefna í samræmi við niðurstöður blóðprufa í eftirliti. Ályktun: Magahjáveituaðgerð hjálpar meirihluta sjúklinga að ná tilsettu þyngdartapi. Samhliða því fékk meirihluti sjúklinga bót á fylgisjúkdómum offitu. Snemmkomnir fylgikvillar voru fátíðir en um fjórðungur sjúklinga fékk síðkomna fylgikvilla sem stundum kröfðust nýrrar aðgerðar. Sjúk- lingar sem fara í magahjáveituaðgerð þurfa á ævilöngu eftirliti á næringar- ástandi að halda. ÁGRIP aðgerðar á þyngdartap og fylgisjúkdóma offitu. Einnig var tíðni fylgikvilla aðgerðar könnuð. Efni og aðferðir Rannsóknin var framskyggn og tók til 772 sjúklinga sem geng- ust undir magahjáveituaðgerð með kviðsjártækni á Landspítala á tímabilinu 2001-2015. Aðgerðarábending fylgdi viðurkenndum evrópskum stöðlum fyrir magahjáveituaðgerðir.21 Til þess að uppfylla skilyrði þess að gangast undir aðgerð þurftu sjúklingar að vera greindir með sjúklega offitu (BMI>40 kg/m2 eða BMI>35 kg/m2 ásamt alvarlegum fylgisjúkdómi) (BMI= Body Mass Index, líkamsþyngdarstuðull) og hafa mistekist að léttast eða viðhalda þyngdartapi til lengri tíma. Ómeðhöndlaður alvarlegur geðsjúkdómur eða virk áfengis- eða lyfjafíkn töldust frábending aðgerðar.21 Alvarlegir fylgikvillar sem kröfðust virkrar meðferðar eða aðgerðar voru skráðir. Ófullnægj- andi þyngdartap eftir aðgerð er skilgreint sem BMI yfir 33 eða að hafa misst minna en 50% af yfirþyngdinni (BMI >25).21 Skilgrein- ing á fullum bata af sykursýki af tegund tvö er fastandi blóðsykur <5,6 mmól/l og langtíma blóðsykur (HbA1c) <42 mmól/mól í að minnsta kosti eitt ár án lyfjameðferðar eftir aðgerð.22 Fullur bati af háþrýstingi er skilgreindur sem blóðþrýstingur <130/85 mmHg, án lyfjameðferðar í eitt ár. Fullur bati af blóðfituröskunum er fastandi HDL>1,0 mmól/l hjá körlum og HDL>1,3 mmól/l hjá konum ásamt tríglýseríð <1,7 mmól/l án lyfjameðferðar. Áður en aðgerð var ákveðin tóku flestir sjúklinganna þátt í 5-8 vikna þverfaglegri atferlismeðferð á Reykjalundi,23,24 Kristnesi Árangur magahjáveituaðgerða á Íslandi 2001-2015 Rósamunda Þórarinsdóttir1 læknanemi, Vilhjálmur Pálmason1 læknanemi, Björn Geir Leifsson2 læknir, Hjörtur Gíslason2 læknir R A N N S Ó K N Fyrirspurnir: Hjörtur Gíslason, hjorturg@landspitali.is 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2skurðsviði Landspítala. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Greinin barst 23. maí 2016, samþykkt til birtingar 19. september 2016. doi.org/10.17992/lbl.2016.10.100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.