Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 18
434 LÆKNAblaðið 2016/102 Áhrif ösku á heilsufar manna Bráð áhrif ösku á heilsufar manna eru vel þekkt.5-7 Gosaska get- ur valdið einkennum frá efri öndunarfærum eins og nefrennsli og ertingu í nefi. Þá koma einnig fram særindi í hálsi og hósti. Þeir sem eru með lungnasjúkdóma eins og astma eða langvinna lungnateppu geta fengið versnandi einkenni með hósta, uppgangi, öndunarerfiðleikum og þyngslum fyrir brjósti. Ef kornastærð ösku er 4 míkron eða minni getur hún borist í lungnablöðrur. Í augum geta komið fram særindi, kláði og roði. Einnig getur komið fram útferð og tárarennsli. Það geta komið fram sár á hornhimnu. Það geta komið fram erting, sviði, roði og kláði í húð, einkum ef askan er súr.5-7 Rannsókn var gerð á áhrifum ösku sem kom úr Eyjafjallajökli árið 2010 á varnarkerfi lungnanna gagnvart sýkingum og birtist hún í tímaritinu Environmental Health Perspectives 2013.8 Rannsök- uð voru áhrif ferskrar ösku á lungnaþekjufrumur og átfrumur lungnablaðranna. Þá voru áhrif á vöxt bakteríunnar Pseudomonas Aeruginosa könnuð. Þar kom í ljós að askan hafði ekki mikil áhrif á lungnaþekjufrumur. Hins vegar hafði hún áhrif á átfrumur lungnablaðranna þannig að þær voru síður færar um að fram- kvæma dráp og bólgusvörun var minni. Askan jók einnig á fjölg- un baktería og dró úr drápi þeirra með því að hamla bakteríudrep- andi peptíð. Askan sem kom úr Eyjafjallajökli 2010 og úr Grímsvötnum árið 2011 var rannsökuð á tilraunastofu til að kanna aðgengi hennar í berkjupípur og í lungnablöðrur. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að allt að 9% af ögnum minni en 10 míkron komust í lungnablöðrur. Þannig hefði askan möguleika á að komast alla leið í lungnavef og valda skemmdum þar.9 Rannsóknarhópur gerði úttekt á gosösku frá Eyjafjallajökuls- gosi 2010 og Grímsvatnaeldgosi 2011 með því að nota fljótvirkar aðferðir til að greina hættu á að askan hefði áhrif á öndunarfæri. Niðurstöður þeirra voru þær að 2-13% af öskunni úr Eyjafjallajökli væru 4 míkron eða smærri, en minna en 3,5% af öskunni úr Gríms- vötnum. Öll sýnin sýndu lítil eitrunaráhrif á lungnaþekjufrumur í rækt og einnig lítil áhrif á andoxun í lungum. Fram komu merki um bólgusvörun af völdum öskunnar með hækkun á frumu- boðunum MCP-1, IL-6 og IL-8.10 Eldvirknin er ekki jafndreifð í gosbeltunum heldur myndar svokölluð eldstöðvakerfi. Eldstöðvakerfi, það er megineldstöð og sprungusveimur, er hér notað um þyrpingu eldstöðva þar sem kvikan er bergfræðilega skyld.1,2 Eldgos kallast þeytigos ef sprengikrafturinn sem tætir kvik- una í sundur er vegna þenslu gasa í henni sjálfri þegar þrýstingur minnkar í gosrás og gosopi. Ef sprengikrafturinn stafar af mynd- un og þenslu vatnsgufu þegar kvikan kemst í snertingu við utan- aðkomandi vatn kallast þau tætigos. Eitt af því sem er sérstakt við eldvirknina á Íslandi er að flest eldgosin hér eru tætigos í eldstöðv- um undir jökli. Gosmekkir geta náð yfir 30 km hæð og yfirleitt eru þeir hærri í þeytigosum að öðru jöfnu. Gosmökkur er flókið fyrirbæri og er breytilegur eftir gerð gosa.2 Gosefni og áhrif þeirra Eldgos hafa áhrif á umhverfi sitt með hraunrennsli, gjóskufalli og útstreymi kvikugasa. Hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyr- ir gjósku, einkum fínasta efninu, öskunni, og kvikugösum.3,4 Um hraun verður ekki fjallað nema í tengslum við afgösun. Aska Gosefnin sem myndast í sprengigosum (þeyti- og tætigosum) eru fyrst og fremst gjóska. Gjóska er samheiti á gosefnum sem berast frá gosopi í lofti, óháð stærð og gerð kornanna. Mismunandi nöfn eru notuð yfir gosefnin. Þau helstu eru kleprar (falla óstorknir til jarðar), gjall (stórblöðrótt, storkið þegar það lendir), vikur (mjög blöðrótt, oft mjög smáblöðrótt) og aska (efni smærra en 2 mm, oft- ast glerkurl en einnig kristallar). Öskukorn geta orðið mjög smá, minni en 1 míkron (0,001 mm).2-4 Flestar kornastærðarmælingar á íslenskri gjósku eru gerðar á efni sem fallið hefur til jarðar hér á landi í mismunandi fjarlægð frá upptökum. Þær gefa allgóða vitneskju um kornastærðir gjósku sem fallið hefur yfir byggð ból og getur haft áhrif á heilsufar fólks. Mynd 2. Gosbeltin á Íslandi. Eld- stöðvakerfi, það er megineldstöðvar og sprungusveimar (mynd 2.201), á gosbeltum Íslands. Megineldstöðvar eru í gulum lit, sprungureinar eru gulrauðar og gosbeltin eru rauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.