Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2016/102 433 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur Frá því að Ísland byggðist hafa orðið fjöldamörg eldgos á Íslandi. Þau hafa leitt til búferlaflutninga, matarskorts, eyðingar á byggð- um bólum, beitarlandi og til búfjárfellis. Þau hafa einnig valdið slysum, sjúkdómum og dauðsföllum. Í þessari grein verður gefið yfirlit um áhrif eldgosa á heilsu fólks á Íslandi. Varmastreymi frá iðrum jarðar til yfirborðs er frumorsök jarð- skorpuhreyfinga, jarðskjálfta og eldgosa. Möttull úr föstu efni umlykur kjarna jarðar. Hátt hitastig og þrýstingur valda því að möttullinn getur hnigið eins og deigt efni og stigið upp undir rekhryggjum. Í þessu ferli verður hlutbráðnun á möttulefni og til verður bergbráð, kvika. Hún leitar til yfirborðs þegar færi gefast en tekur breytingum á leiðinni upp í gegnum möttul og skorpu og birtist okkur í eldgosum af mismunandi gerðum.1-4 Mynd 1 er skýringarmynd af lagskiptingu jarðar. Ísland er heitur reitur. Landið er myndað á úthafshrygg og eld- virkni er meiri hér en annars staðar á úthafshryggnum. Gosbeltin á Íslandi eru af tvennum toga. Rekbeltin sem liggja yfir Ísland frá Reykjanesi til Öxarfjarðar marka skil Evrasíuplötu og Ameríku- plötu. Til hliðar við þau eru gosbelti þar sem ekkert rek á sér stað lengur eins og Snæfellsnesgosbeltið, eða er ekki komið af stað, eins og á syðsta hluta eystra gosbeltisins.1 Mynd 2 sýnir gosbeltin með eldstöðvakerfum. Eldgos eru tíð á Íslandi og hafa valdið margvíslegu heilsutjóni allt frá því land byggðist. Hér er gefið yfirlit yfir áhrif eldgosa á heilsufar manna á Íslandi. Sagt er frá eldgosavirkni á Íslandi og áhrifum lofttegunda og gosösku á heilsufar manna. Eldfjallagös geta verið mjög eitruð fyrir menn ef þau eru af háum styrk en hafa í lægri styrk ertandi áhrif á slímhúðir í augum og efri öndunarvegum. Þau eru einnig ertandi fyrir húð. Öskufall er einnig ertandi fyrir slímhúðir augna og efri öndunarvegs. Mjög litlar öskuagnir geta borist í lungnablöðrur. Tekin eru dæmi um fjögur mismun- andi eldgos sem orðið hafa á Íslandi og áhrif þeirra á heilsufar Íslendinga. Gosið í Lakagígum 1783-84 er það eldgos sem hefur haft mest áhrif á heilsufar Íslendinga og valdið mestu manntjóni. Þrátt fyrir tíð eldgos undanfarna áratugi hefur manntjón verið lítið síðustu 100 ár og áhrif á heilsufar einnig, þótt langtímarannsókna sé þörf í þeim efnum. Rannsóknir á heilsufarsáhrifum Eyjafjallajökulsgossins 2010 sýndu bæði aukin andleg og líkamleg einkenni, einkum hjá fólki með öndunarfærasjúkdóma. Emb- ætti landlæknis og aðrir viðbragðsaðilar hafa brugðist skjótt við tíðum eld- gosum síðastliðin ár og gefið út skýrar leiðbeiningar til að draga úr hættu á heilsutjóni. ÁGRIP Áhrif eldgosa á heilsu manna á Íslandi Yfirlitsgrein Gunnar Guðmundsson1 læknir, Guðrún Larsen2 jarðfræðingur Mynd 1. Skýringarmynd af möttli. Lagskipting jarðar, dýpi á mörk lagmóta og megindrættir í gerð úthafshryggjar. Jarðskorpan og efsti hluti möttuls mynda saman svokallað stinnhvolf, yfirleitt um 50-150 km þykkt og brotið upp í fleka sem eru á hreyf- ingu. Undir því, á 100-200 km dýpi, er lag þar sem hitastig er nálægt bræðslumarki eða ofan þess og hlutbráðnun getur átt sér stað. (1 byggt á myndum 2.1 og 2.2). Fyrirspurnir: Gunnar Guðmundsson, ggudmund@landspitali.is 1Lungnadeild Landspítala, rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild Háskóla Íslands, 2Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, 101 Reykjavík. Höfundar lögðu jafnt til greinarinnar Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Greinin barst 3. mars 2016, samþykkt til birtingar 23. ágúst 2016. doi.org/10.17992/lbl.2016.10.101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.