Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2016/102 447 Í gegnum tíðina hafa íslenskir læknar þurft að flytja erlendis til frekara náms í lækningum. Breyting hefur orðið á þessu í ein staka sérgreinum og má þar nefna heimilislækningar og geðlækningar. Hægt er að ljúka sérnámi að fullu í þessum grein- um á Íslandi og öðlast viðurkennd sérfræðiréttindi. Í öðrum greinum hefur verið boðið upp á hlutasérnám. Eins og flestum er kunnugt varð hrun vegna manneklu á lyflækningasviði Landspítala fyrir nokkrum misserum. Forsvars- menn sviðsins réðust í kjölfarið í uppbyggingu sviðsins með þeim hætti að fara í samstarf við Royal College of Physicians (RCP). Markmiðið var að koma á fót vönduðu og viðurkenndu sérnámi svo almennir læknar á Íslandi sæju hag sinn í að starfa við sviðið og fá þennan dýrmæta tíma metinn í sitt sérnám. Þessi metn- aðarfulla og óeigingjarna vinna, unnin með afar takmörkuðu aukafjármagni, skilaði sér í vönduðu sérnámi sem nýverið fékk viðurkenningu RCP. Um ræðir fullgilt sérnám til þriggja ára í lyflækningum og hafa allar 40 sérnámsstöður sviðsins verið fyllt- ar. Þeir sem það kysu gætu gengið inn í áframhaldandi sérnám í Bretlandi án vandkvæða. Einnig gefur auga leið að auðsóttara yrði að fá þennan tíma metinn til sérnáms í Skandinavíu þegar hægt væri að sýna fram á viðkennt og virt sérnám með vandaðri skráningu og prófatöku. Fjöldamargar aðrar sérgreinar á Íslandi hafa nú þegar ráðist í vinnu við að koma á fót viðurkenndu sérnámi á sínu sviði. Mark- miðið er það sama og á lyflækningasviðinu: að bjóða upp á vand- að og viðurkennt sérnám á Íslandi að hluta til eða að öllu leyti. Breytingar þessar taka tíma og eru kostnaðarsamar en hefðu tölu- verð áhrif á starfsemi og mönnun Landspítala. Löngum hefur verið talið að einn af styrkleikum íslensks heilbrigðiskerfis megi rekja til þess að læknar okkar hafa sótt sér sérmenntun erlendis. Þannig komi saman þekking frá mismun- andi stöðum og í því sé fólginn styrkleiki. Bent hefur verið á að í þessu sé jafnframt fólginn sparnaður fyrir íslenska ríkið, þar sem viðeigandi land greiðir fyrir sérmenntun læknisins. Hins vegar missum við allflesta lækna úr landi til fjölda ára og stundum til frambúðar. Spyrja má hvort breytinga sé þörf. Lagt er upp með hlutasérnám á flestum sviðum til að byrja með. Fyrri hluti námsins yrði tekinn á Íslandi en læknar héldu svo utan í frekara nám til sérfræðiréttinda. Þannig myndi fyrrnefndur ávinningur breiðrar þekkingar mögulega haldast til haga. Benda má á að margir læknar byrja sitt sérnám á stofnun- um sem eru minni en Landspítali og með færri svið sérgreina. Trú margra er að Landspítali sé vel í stakk búinn til að mennta fólk á fyrstu árum sérnámsins ef staðið yrði rétt að því. Ef fyrrihluti náms yrði tekinn á Íslandi myndi tíminn erlendis styttast um tvö til þrjú ár. Líkur mætti leiða að því að fólk sneri mögulega frekar aftur til Íslands vegna þessa, bæði vegna þess að fólk næði að festa betur rætur á Íslandi og erlendu ræturnar yrðu ekki eins rótgrónar. Aukinheldur nyti íslenskt heilbrigð- iskerfi starfskrafta læknisins lengur. Vonin er sú að upplifunin af starfi Landspítala yrði jákvæðari með skipulögðu sérnámi, bættri mönnun og þannig betra vinnuumhverfi. Efling sérnáms í lækningum á Íslandi hefði þannig í för með sér margþætt áhrif. Mögulega hefði hún bein áhrif á mannauðs- mál með fjölgun lækna, eins og lyflækningasviðið hefur sýnt fram á. Vinnuumhverfið yrði þannig meira aðlaðandi, bæði fyrir almenna lækna og sérfræðinga. Með reyndari framlínu lækna í sérnámi, með áframhaldandi stuðningi sérfræðinga, væri þannig mögulega boðið upp á betri og öruggari læknisþjónustu en áður. Létt yrði álagi af sérfræðingum með einfaldari mál og þeir gætu varið kröftum sínum í flóknari og sérhæfðari tilfelli. Lærimeist- arakerfi hefði í för með sér auknar kröfur um símenntun sér- fræðinga og til viðbótar gætu sérnámslæknar tekið þátt í göngu- deildarþjónustu spítalans í auknum mæli, framkvæmt einfaldar aðgerðir eða svæfingar og mögulega haft áhrif á lengd biðlista. Áhugi almennra lækna og sérfræðinga er til staðar. Áhugi ráðamanna spítalans er til staðar. Áhugi erlendra aðila til sam- starfs er til staðar. Áhugi fólksins í landinu á bættri heilbrigðis- þjónustu er til staðar. Ljóst er að verkefnið krefst aukinnar fjár- veitingar og til þess þarf áhuga ráðamanna þjóðarinnar. Reglugerðin um vottun á sérnámi á Íslandi sem skrifað var undir 21. maí 2015 er skýr. Eins og staðan er núna uppfylla fæst svið Landspítala þau skilyrði sem þarf til þess að tíminn þar yrði metinn inn í viðurkennt sérnám. Ljóst er að breytinga er þörf í samræmi við auknar kröfur og sú vinna er þegar hafin á mörgum sviðum. Fyrirhugað er málþing um sérnám í lækningum á Íslandi á komandi Læknadögum og hvet ég lækna eindregið til að fjöl- menna á það. Þorbjörn Jónsson formaður Orri Þór Ormarsson varaformaður Björn Gunnarsson gjaldkeri Magdalena Ásgeirsdóttir ritari Agnar H. Andrésson Arna Guðmundsdóttir Hjalti Már Þórisson Jóhanna Ósk Jensdóttir Þórarinn Ingólfsson Stjórn LÍ Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Sérnám í lækningum á Íslandi Tinna H. Arnardóttir læknir á skurðdeild Landspítala tinna.harper@gmail.com Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.