Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 39
Kristinn Tómasson geðlæknir situr kannski hjá í atkvæðagreiðslu en hann rekur alltaf sína skoðun á hverju málefni. Birna Jónsdóttir röntgenlæknir og fyrrum formaður LÍ. úr svæðisfélagi í þetta sérgreinafélag eða hafa áfram tvöfalda aðild. Á þessu máli er fjárhagsleg hlið því samkvæmt lögum LÍ fá aðildarfélögin tíund af félagsgjöldum sem læknar greiða til LÍ. Tíu af hundraði félagsgjaldanna renna með öðrum orðum til aðildarfélag- anna og standa undir kostnaði við rekstur þeirra. Runólfur Pálsson nefndi að með vaxandi sérhæfingu ykist þörf sérgreina- félaganna fyrir erlend samskipti og þeim væri oft þröngur stakkur sniðinn vegna fjárskorts félaganna. Þá vaknar spurningin hvort ekki þurfi að setja einhverjar reglur um upp- byggingu og umfang aðildarfélaganna. Margir orðuðu það að þeim fyndist tíminn vera á nokkrum hlaupum frá svæðafé- lögunum. Sú hugmynd heyrðist hvort ekki væri rétt að endurskipuleggja þau þannig að í stað margra svæðafélaga sem sum hver eru örsmá, yrðu þau sameinuð eftir heilbrigðisumdæmum. En hvað um sérgreinafélögin, þarf ekki að skilgreina þau? Úr einum umræðu- hópnum heyrðist spurningin hvort örv- fættir læknar í íþróttum gætu stofnað með sér félag og fengið aðild að LÍ. Eiga allir lyflæknar að vera í sama félagi eða skipta sér upp í undirsérgreinar? Eitt andlit eða fleiri? Eitt voru menn sammála um og það var að nauðsyn væri á einu sterku aðalfélagi, regnhlífarsamtökum þar sem lággróður- inn fyndi skjól. Því félagi þyrfti hins vegar hugsanlega að skipta í tvær eða fleiri deildir. Kjörin og fagið ættu stundum erfitt með að samræma hagsmuni sína. Magnús Páll var til dæmis þeirrar skoðun- ar að það kæmi oft óþægilega við hann að sjá sama andlitið svara um kjaramál lækna einn daginn og fagleg mál læknisfræðinn- ar hinn daginn. Samnefndarmaður hans, Tryggvi Helgason, var honum hins vegar ekki sammála um þetta heldur fannst það í lagi að stéttin hefði bara eitt andlit, ef svo má segja. Önnur spurning sem brennur mjög á læknum varðar kjarasamninga: Hvernig á að haga samningum um kaup og kjör lækna? Á það að vera á hendi einnar samninganefndar LÍ eða á hver hópur að semja fyrir sig? Það var vitnað í Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sem tilkynnti í ávarpi sínu á aðalfundinum að það yrði aldrei aftur gerður samningur á borð við þann sem LR og Sjúkratryggingar hafa gert um verðskrá sjálfstætt starf- andi sérfræðinga. Nefnt var að ríkið vildi breyta þeim samningum í verktakasamn- inga við einstök fyrirtæki lækna og það leist mönnum misvel á. Eins og áður var nefnt rufu skurð- læknar sig út úr samninganefnd LÍ fyrir nokkrum árum og af og til hafa komið upp óánægjuraddir hjá einstökum hóp- um lækna með að þeim sé ekki sinnt sem skyldi í heildarsamningum LÍ. Nægir að nefna unglækna í síðustu samningum. Tíminn líður Þannig gengu umræðurnar fram og aftur án þess að niðurstaða fengist í málin eða afdráttarlaust svar við spurninginni um það hvort og þá hverju bæri að breyta í skipulagi læknasamtakanna. Magnús Páll sagði nefndina ekki hafa gert ráð fyrir því að niðurstaða fengist, til þess væri málið of lítið rætt meðal almennra lækna. Nú væri verkefnið að ýta undir þá umræðu og laða fram skoðanir sem flestra lækna, ekki síst þeirra yngri. Menn mættu ekki gleyma því að á hverju ári kæmi fjölmenn- ur hópur ungra lækna inn í félagið og þeir hefðu eflaust aðrar og ferskari hugmyndir um skipulag félagsins en þeir sem hafa verið það lengi. Það verður því enn einhver bið á því að framtíðarskipulag læknasamtakanna verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. En tíminn líður, trúðu mér, eins og segir í kvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.