Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 43
ekki síst þarf að nýta þekkingu einstaklinga með sérþekkingu á starfsumhverfi og líðan starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni. Taka þarf mið af viðhorfum þessara einstaklinga til starfsumhverfis lækna með áherslu á mannasæmandi aðstæður í vinnu þar sem virðing er borin fyrir þekkingu og reynslu einstaklinganna og þeirri sjálfsögðu kröfu að mögulegt sé að njóta fjölskyldulífs og góðra lífsgæða samhliða starfi í heilbrigðisþjónustu. Með því að flétta saman þekkingu og viðhorf allra þessara aðila má búa til áætlun sem tryggir að læknar líti á það sem aðlaðandi kost að búa og starfa hér á landi. Framsóknar flokkur 1. Framsóknarflokkurinn vill nýta það svigrúm sem skapast hefur í ríkisfjármálum, m.a. til uppbyggingar í heilbrigð- ismálum en til að nýta fjármuni sem best þarf skýra stefnumótun í heilbrigðismálum. Því þarf að vinna Heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Þar þarf að greina hvaða heilbrigðisþjónustu eigi að veita víða um landið. Meta þarf þjónustuþörf út frá íbúaþróun, aldurs- samsetningu íbúa, samgöngum og fjarlægðum. Út frá þeirri þjón- ustuþörf sjáum við hvaða fjármuni þurfi í málaflokkinn. 2. Framsóknarmenn vilja að nýr Landspítali verði tilbúinn sem fyrst. Spítali þar sem allar deildir fá rými í nýrri byggingu. Byggingu þar sem það verður góð aðstaða, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Stór hluti framsóknarmanna vill að nýr Landspítali rísi annars staðar en við Hringbraut og telja að sú uppbygging muni taka styttri tíma og valda minni óþægindum fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk spítalans. Mæta má bráðavanda Landspítala með að nýta auðar deildir á þeim heilbrigðisstofnun- um sem eru í nágrenni Reykjavíkur. 3. Koma þarf fram með skýra og tímasetta áætlun um upp-byggingu á nýjum Landspítala. Með bættri vinnuaðstöðu og betra vinnuumhverfi eigum við meiri möguleika á að fá sér- fræðilækna inn á spítalann. Auk þessa þarf að vinna að ívilnandi byggðaáætlun fyrir Ísland og sú vinna er hafin. Þar er m.a. unnið að því að hægt sé að nýta námslánakerfið á þann hátt að m.a. heilbrigðisstarfsfólk sem ræður sig til starfa á heilbrigðissstofnan- ir á landsbyggðinni, fái afslátt af námslánum. Það væri hvati og þetta kerfi hefur gefist vel í nágrannalöndum okkar. Píratar 1. Endurreist og gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta er stefna Pírata í heilbrigðismálum. Eftir samtal við landlækni, for- stjóra Landspítalans og aðra fagaðila er ljóst að það kostar meira að tryggja sama öryggi og gæði heilbrigðisþjóðnustu á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að við erum yngri þjóð, af því við erum fámennari þjóð. Við náum ekki sömu stærðarhag- kvæmni. Meðaltalið á Norðurlöndum er 10% af landsframleiðslu og hærra hjá Bretum og Frökkum. Til að gera jafnvel þurfum við að forgangsraða hærra hlutfalli. Stærsta undirskriftasöfnun Íslands kallar eftir 11% í heilbrigðismál til að endurreisa heil- brigðiskerfið. Það er góð byrjun til að miða við. Lykilatriðið í fjárveitingum til heilbrigðismála í dag er að setja frekar of mikið en of lítið. 2. Píratar vilja endurreisa heilbrigðisþjónustuna án tafar. Forgangsröðun fjámagns í endurreisnina um land allt er lykilatriði ásamt uppbygging Landspítalans án tafar. Í þrjú ár hafa kannanir Gallups fyrir þingflokk Pírata sýnt að 90% lands- manna vilja forgangsraða í heilbrigðismál á fjárlögum, óháð aldri eða efnahag, búsetu eða flokki. Fjárlög fyrir síðasta ár voru halla- laus upp á 3,4 milljarða þó forsvarsmenn allra heilbrigðisstofn- anna á Íslandi segðu 3 milljarða vanta til að veita nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Lykilatriðið í fjárveitingum til heilbrigðis- mála í dag er að setja frekar of mikið en of lítið. Samhliða því þarf að hlusta á landlækni og innleiða ferla svo fjármagnið nýtist sem best. Lykilatriðið er að heilbrigðiskerfið í dag er sjúklingur sem þarf meira blóð strax, meira fjármagn strax, samhliða vinnum við í því að það nýtist sjúklinginum sem best til að ná fullum bata. 3. Landlæknir segir lykilatriði að fjölga stöðugildum sér-fræðinga um 70 til 100. Samhliða væri hægt að skilyrða að hluta launanna sæki þeir með því að veita heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Forstjóri Landspítalans segir mönnun forgangs- atriði. Lykilatriði til að fá heilbrigðisstarfsfólk til starfa og halda í það eru bætt starfsskilyrði. Betri aðbúnaður til að sinna sjúkling- um. Minna vaktaálag til að eiga líf utan vinnu. Og hærri laun. Með fyrsta læknaverkfalli í sögu Íslands fengu læknar viðunandi hækkun. Aðrar heilbrigðisstéttir sitja enn eftir. Þetta fæst allt með því að forgangsraða á fjárlögum í endurreisn heilbrigðiskerfisins eins og landsmenn vilja. Sam fylk ing 1. Við í Samfylkingunni ætlum að efla opinbera hluta heil-brigðiskerfisins. Við erum sammála þeim rúmlega 86.000 manns sem undirrituðu áskorun til stjórnvalda um að 11% af landframleiðslu verði varið til heilbrigðismála. Það verður að reisa nýjan Landspítala strax og heilsugæslan verður að fá peninga til að sinna verkefnum sínum. Heilsugæslan á að taka á móti öllum sem kenna sér meins og við ætlum henni veigamikið hlutverk í að stórefla sálfræði- og geðheilbrigðis- þjónustu. Við ætlum að stytta biðlista þannig að enginn þurfi að bíða lengur en þrjá mánuði eftir viðeigandi aðgerð eða þjónustu. Við viljum bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og þar eru fyrstu skrefin að lækka kostnað þeirra sem eru alvarlega veikir og langveikir og gera geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu aðgengilega fyrir alla. Við ætlum ekki að rukka fólk þegar það stendur veikast fyrir og þarf helst á stuðningi að halda. 2. Þetta er okkar hjartans mál. Við í Samfylkingjuna viljum hraða uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut. Nýju byggingarnar eru nauðsynlegar fyrir nútíma sjúkrahús og þegar starfsemin flyst í þær mun öryggi sjúklinga aukast, aðstæður LÆKNAblaðið 2016/102 459
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.