Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 38
454 LÆKNAblaðið 2016/102 atkvæði í stjórnarkjöri samtakanna. Sam- kvæmt núgildandi skipulagi er viðhaft fulltrúalýðræði á aðalfundi. Þar eiga vissulega allir læknar seturétt og geta tjáð sig, en í kosningum hafa bara 70 kjörnir fulltrúar aðildarfélaganna atkvæðisrétt. Í þeim hópi eru tveir af hverjum þremur fulltrúar LR. Þessu er greinilegur vilji til þess að breyta eins og sést á því að langflestir þeirra sem til máls tóku á málþinginu lýstu stuðningi við meginregluna einn maður – eitt atkvæði. Það gerðu líka allir þrír umræðuhóparnir sem störfuðu á mál- þinginu og í framhaldi af því vildu menn gjarnan færa stjórnarkjörið til nútímans með því að hafa það rafrænt þannig að allir læknar hvar sem er á landinu gætu greitt atkvæði við tölvuna sína. En . . . Þá vaknar spurningin sem flest ef ekki öll stéttarfélög landsins hafa velt fyrir sér undanfarin ár. Hver nennir að mæta á aðalfund ef hann getur greitt atkvæði um það mikilvægasta við tölvuskjáinn á skrif- stofunni eða jafnvel heima í stofu? Nú- verandi skipulag tryggir þó að allvænum hópi félagsmanna ber skylda til að mæta og fylgja fram stefnu síns aðildarfélags. Vitnað var til fámennra aðalfunda í að- ildarfélögum, jafnvel í hinu fjölmenna LR. Yrðu örlög aðalfundar LÍ ekki þau sömu? Ein þeirra sem sæti átti í nefndinni, Hrönn Garðarsdóttir á Egilsstöðum, benti á reynslu síns félags og fleiri lands- byggðarfélaga af notkun netsins og fjar- fundarbúnaðar til að halda fundi. Greini- legt væri að læknar í höfuðborginni hefðu ekki mikla reynslu af slíku svo LÍ þyrfti að kynna málin vel fyrir aðalfundi. Hvað um lággróðurinn? Staða aðildarfélaganna var töluvert rædd á málþinginu, enda verða þau eflaust fyrir áhrifum af því ef hróflað verður við full- trúalýðræðinu og hverjum félagsmanni afhent eitt atkvæði. Eins og er getur hver maður í raun haft tvöfalda aðild að LÍ, það er í gegnum svæðisfélag sitt og sér- greinafélag. Jón Baldursson talaði fyrir Félag bráðalækna sem sótt hefur um aðild að LÍ og spurði hvort menn ættu að ganga Hildur Svavars- dóttir fráfarandi stjórnarkona í LÍ stýrði umræðum í einum af hópunum um innra starf og skýrði frá niður- stöðum hópsins. A Ð A L F U N D U R L Í Læknafélag Akureyrar heldur haustþing laugardaginn 15. október í sal Menntaskólans á Akureyri Kvensjúkdómar og fæðingahjálp á 21. öldinni 08:30-09:00 Skráning 09:00-09:10 Setning: Valur Þór Marteinsson formaður LA 09:10-09:30 Ógleði og uppköst á meðgöngu. Valur Guðmundsson læknir 09:30-09:50 Meðgöngusykursýki. Málfríður Þórðardóttir ljósmóðir 09:50-10:10 Viðhorf til fæðinga: til þess eru vítin að varast þau. Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir 10:10-10:45 Fyrirspurnir og kaffihlé 10:45-11:05 Óvæntar fæðingar, er hægt að spá fyrir hvað konur fæða fljótt. Björn Gunnarsson læknir 11:05-11:25 Áhrifaþættir heimafæðinga á Íslandi: heilsufarslegar frábendingar og viðhorf kvenna. Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir 11:25-11:45 Framköllun fæðinga og áhrif á tíðni keisaraskurða. Alexander Smárason læknir 11:45-12:45 Fyrirspurnir og matarhlé 12:45-13:05 BRCA gena breytingar. Þórunn Rafnar erfðafræðingur 13:05-13:25 Hormónameðferð eftir tíðahvörf. Orri Ingþórsson læknir 13:25-13:45 Grindarbotnsþjálfun til styrkingar í þvagleka og til slökunar við kynlífsvandamál og hægðavandamál. Soffía Einarsdóttir sjúkraþjálfari 13:45-14:05 Vandamál í neðri þvagvegum kvenna. Jóhannes Heimir Jónsson læknir 14:05-14:35 Fyrirspurnir og kaffihlé 14:35-14:55 Inngrips röntgen og kvensjúkdómalækningar. Hjalti Már Þórisson læknir 14:55-15:15 Treatment of uterine fibroids – current and new perspectives (Meðferð á vöðvahnútum í legi – reyndar leiðir og nýir valkostir). Kirsten Hald læknir 15:15-15:35 Konur og kynlíf í Íslendingasögum. Óttar Guðmundsson læknir 15:35-16:00 Fyrirspurnir og þingslit Þátttökugjald er 7000 kr. og 3000 kr. fyrir nema. Skráning á haustthing2016@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.