Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 427 eða Neskaupsstað. Metin var andleg heilsa og hæfni sjúklings til meðferðarheldni. Sjúklingur þurfti að sýna fram á vilja og færni til að framkvæma þær lífsstílsbreytingar sem nauðsynlegar eru ef aðgerðin á að skila varanlegum árangri. Meðferðin fólst í því að hvetja og styrkja sjúklinga andlega og hjálpa þeim að léttast um að minnsta kosti 5% af upphafsþyngd sinni. Einnig var lögð áhersla á að sjúklingur hætti að reykja. Eftir magahjáveituaðgerðina tók við langtímaeftirfylgni þar sem sjúklingar þurftu að mæta reglulega í blóðprufur. Sjúkling- um var ráðlagt að taka bætiefni til þess að minnka hættu á snefil- efna- og vítamínskorti sem er aukin eftir magahjáveituaðgerð. Þar er helst um að ræða B12-skort, járnskort hjá konum vegna tíða- blæðinga, kalk- og D-vítamínskort. Sjúklingar komu í reglubund- ið eftirlit á göngudeild megrunaraðgerða Landspítala fyrstu árin. Fyrsta heimsókn var venjulega tveimur vikum eftir aðgerð, síðan eftir þrjá mánuði og aftur eftir 9 mánuði. Að því loknu komu sjúk- lingar í eftirlit á 6 mánaða fresti. Í hverju eftirliti voru blóðprufur teknar og þyngdin skráð. Þegar sjúklingar höfðu sýnt fram á með- ferðarheldni og árangur áttu þeir kost á því að sinna eftirliti sínu með aðstoð heilsugæslu. Gagnaöflun Frá upphafi hefur klínískum upplýsingum um sjúklinga verið safnað í þartilgerðan framskyggnan gagnagrunn offituaðgerða sem er hluti af sjúkraskrárkerfi Landspítala. Gagnagrunnurinn er mikilvægt hjálpar- og öryggistæki í daglegu starfi offituteymisins. Hringt var í alla þá sem gengust undir aðgerðina á rannsóknar- tímabilinu, þeir fengnir til að svara spurningum af stöðluðum spurningalista og svörin skráð í gagnagrunninn. Þessi gögn voru síðan dregin úr gagnagrunninum og unnin tölfræði um afdrif, öryggi og árangur aðgerðar í tölfræðiforritunum SPSS (MacOs, version 22.0) og Microsoft Excel. Úr staðlaða spurningalistanum fengust upplýsingar um nú- verandi þyngd sjúklings, fylgikvilla eða aukaverkanir aðgerðar, breytingar á fylgisjúkdómum, nýkomna sjúkdóma og lyfjatöku. Einnig fengust upplýsingar um breytingar á venjum ásamt upp- lýsingum um atvinnu, líkamsrækt og félagsaðstæður. Að lokum var sjúklingi boðið að koma í blóðprufu og endurkomu á göngu- deild. Að auki var upplýsinga aflað úr sjúkraskrám allra þeirra sem gengust undir aðgerðina á rannsóknartímabilinu. Áður en gagnaöflun hófst lágu fyrir tilskilin leyfi siðanefndar Landspítala (no. 8/2016) og frá framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Aðgerðartæknin Aðgerðin er framkvæmd í svæfingu með kviðsjártækni með bein- um heftibyssum kenndri við Lönroth25 sem er nú algengast að nota í Evrópu. Magi var heftaður sundur strax neðan við vélinda og stærri hluti magans (um 95%) þannig frátengdur (mynd 1). Næst er ásgörn (efri hluti mjógirnis) heftuð sundur 60 cm frá maga- portvöðva og fjærhluti ásgarnar hengdur upp og samtengdur við magastúfinn með víðri tengingu. Samgötun tveggja hluta ásgarn- ar (jejunojejunostomy) er síðan gerð 150 cm frá samtengingu maga- stúfs og ásgarnar. Þá hefur myndast hin einkennandi Y-lykkja sem Roux-en-Y aðgerðin er kennd við. Annars vegar hefur rúmmál sem tekur við máltíð minnkað og hins vegar hefur leið matar um meltingarveg verið stytt. Auk þessa kemst matur ekki í snertingu við nærhluta meltingarvegar ( foregut) sem veldur breytingu á hormónastarfsemi meltingarvegar. Breytingin leiðir meðal annars til minni áhuga á að matast og mettunartil finningar við smáar máltíðir. Eftir aðgerðina þolir sjúklingurinn mun minna magn fitu og einfaldra kolvetna í máltíðum. Þannig hefur aðgerðin þrí- þætta verkun. Sjúklingurinn þolir mun minni máltíðir, þolir síður óheppilegar fæðutegundir og loks nýtist næringin síður. Niðurstöður Frá árinu 2000 voru framkvæmdar 855 aðgerðir vegna sjúklegrar offitu á Landspítala. 83 af aðgerðunum voru enduraðgerðir hjá sjúklingum sem áður höfðu farið í sultarólaraðgerð (magaband, eða vertical banded gastroplasty) og eru þær ekki teknar með í þessa rannsókn. Rannsóknarþýðið Í þessari samantekt er skoðaður árangur 772 sjúklinga sem geng- ust undir magahjáveituaðgerð með kviðsjá. Meðalaldur við að- gerð var 40,5 ár (±10,4) (spönn 14-73), 83,2% voru konur, meðal- þyngd sjúklinga var 126,6 kg (±20,1)(spönn 92-225) og meðal BMI 44,0 (±5,8) (spönn 35-74). Til undirbúnings fyrir aðgerð fóru 471 sjúklingur (61%) í atferl- ismeðferð á Reykjalundi, 113 (15%) á Kristnesi, 53 (7%) á Neskaups- stað, 35 (5%) á göngudeild megrunaraðgerða Landspítala, 31 (4%) á öðrum meðferðastofnunum en 69 (8%) úr fyrri hluta tímabilsins fengu engan formlegan undirbúning eða önnuðust undirbúning sjálfir. Á Reykjalundi léttust sjúklingar fyrir aðgerð að meðaltali um 13 kg (konur 12 kg og karlar 17 kg). Sjúklingar voru að meðaltali með 2,8 fylgisjúkdóma tengda offitu fyrir aðgerð. Alls 293 sjúklingar (37,6%) höfðu engan fylgi- R A N N S Ó K N Mynd 1. Skýringarteikning af hjáveituaðgerð á maga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.