Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 22
438 LÆKNAblaðið 2016/102 að 25-50 þunga% voru fínni en 63 míkron (<0,063 mm), 5-10% voru fínni en 15 míkron og minna en 1% var fínna en 4 míkron.24 Gosinu í Lakagígum fylgdi móða úr kvikugösum. Gasið losn- aði annars vegar úr kvikunni í gosopum (um 100 Mt SO2, 8,3 Mt HF, 6,8 Mt HCl) og reis upp ásamt vatnsgufu sem gosmökkur yfir eldstöðvunum og hins vegar við að kvikan storknaði sem hraun og myndaði þá gasslæðu yfir hraunbreiðunum (um 20 Mt SO2, 6,8 Mt HF, 3,2 Mt HCl).22,23 Ef 120 megatonnum af brennisteinsdíoxíði er dreift á 240 daga verður meðaltalslosunin um 500.000 tonn á sólarhring en hún var meiri þegar kvikuuppstreymi var í hámarki. Til samanburðar má nefna að í gosinu í Holuhrauni var meðal- talslosunin um 60.000 tonn á sólarhring en var 2,5 sinnum meiri fyrstu tvær vikur gossins.25 Af lýsingum sjónarvotta má ráða að kvikustrókar náðu 800- 1300 metra hæð og gosmökkurinn að minnsta kosti 12 km hæð þegar kvikuuppstreymi var í hámarki.22,24 Hár gosmökkur skýrir mikla dreifingu móðunnar en hennar varð vart um allt land, til dæmis í Eyjafirði á 7. gosdegi. Staðbundin áhrif frá þeim hluta móðunnar sem kom frá storknandi hrauni voru mest í eldsveitun- um. Súrt regn féll öðru hvoru í eldsveitunum. Öskublandið regn með lykt og bragði af saltpétri og brennisteini féll á þriðja gosdegi og olli sviða í augum og húð. Gróður visnaði undan því og fékk gulan lit.26 Áhrif þessa eldgoss á heilsufar Íslendinga voru mikil. 26 Talið er að allt að 8700 einstaklingar hafi látist af afleiðingum eldgossins. Loftmengun af völdum brennisteinsdíoxíðs hefur verið mjög mik- il en ekki er að sjá af heimildum að fólk hafi látist beinlínis af völdum hennar. Það segir einungis að hún varð ekki lífshættuleg í byggð, (það er 260 milligrömm í rúmmetra). Til samanburðar má nefna að hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs sem mældist í byggð í gosinu í Holuhrauni var 21 milligramm í rúmmetra.25 Ekki er vit- að hvort fólk hafið dáið úr sjúkdómum tengdum eldgosinu sjálfu, eins og flúoreitrun.16 Samtímalýsingar eru til um að bændur í eldsveitunum hafi haft liðbólgur með verkjum og vöðvakrampa. Einnig voru þeir með sár í munni og á tungu og tennur og tann- hold sem var svart losnuðu úr munni þeirra. Ekki er auðvelt að greina hvort hér sé um að ræða lýsingu á flúoreitrun eða skyr- bjúg.16 Hins vegar er talið að margir hafi látist vegna vannæringar þar sem hungursneyð fylgdi í kjölfarið.27 Mikið af búfénaði (allt að 25%) féll vegna flúoreitrunar og skorts á bithögum. Bólusótt gekk um Ísland árin 1785-1787. Ungt fólk varð mest fyrir barðinu á henni. Talið er að 1500 manns hafi látist af völdum hennar á landinu öllu.28 Þannig er talið að landsmönnum hafi fækkað um 10.500 manns á tímabilinu 1783-1786 vegna gossins, farsótta og lækkunar á fæðingartíðni. Í heild fækkaði Íslendingum úr tæpum 50 þúsundum í tæp 40 þúsund frá árslokum 1783 til ársloka 1786. Er það um 20% Íslendinga á þeim tíma.27 Að meðaltali létust um 1500 manns á ári frá 1780 til 1783 svo dánartíðnin að minnsta kosti tvöfaldaðist.27,29 Við góðar aðstæður hefði Íslendingum átt að fjölga um tæplega 1000 á umræddu tímabili. Eyjafjallajökull 2010 Gosið í Eyjafjallajökli 2010 var sprengigos að mestu og stóð í 39 daga. Það var miðlungsstórt gos og heildarrúmmál loftborinnar gjósku var um 0,27 rúmkílómetrar. Gosið í toppgíg (eða toppöskju) Eyjafjallajökuls hófst 14. apríl eftir alllangan aðdraganda, meðal annars varð lítið flæðigos norðaustan í hlíðum hans á Fimmvörðu- hálsi sem stóð frá 20. mars til 12. apríl. Gosinu í Eyjafjallajökli má skipta í fjóra þætti.30 Fyrsti þáttur, 14.-18. apríl, var sprengigos. Kvikan var súr til ísúr. Gosið fór hægt af stað, og gosmökkur sást fyrst um kl. 6 að morgni og lagði til austurs. Aska byrjaði að falla í byggð í Skaftártungu um kl. 19:30. Hlutfall ösku fínni en 10 míkron (0,01 mm, svifryk) var um 20%. Gjóskan barst til austurs þrjá fyrstu dagana en á fjórða gosdegi lagði öskuhlaðinn mökk til suðurs yfir byggðina undir Eyjafjöll- um. Þennan dag varð askan þar allt að 5,5 cm þykk í byggð, sem samsvarar um 65 kg á fermetra. Askan úr fyrsta þætti gossins barst til Evrópu og olli miklum truflunum á farþegaflugi þar og yfir N-Atlantshaf.7,31 Annar þáttur gossins frá 18. apríl til 4. maí var blandað gos með lítilli sprengivirkni og hraunrennsli sem bræddi rás undir og með- fram Gígjökli. Kvikan var ísúr. Bræðsluvatninu sem rann undan jöklinum fylgdi stundum sterk gaslykt. Sprengigosið náði nýju hámarki 5. maí þegar mökkurinn náði 10 km hæð og þriðji þáttur gossins hófst með öskufalli til suðaust- urs yfir Álftaver. Kvikan var nú aftur súr til ísúr. Næstu tvær vik- ur barst aska til skiptis yfir byggðina undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Álftaveri nema 14. maí barst askan til vesturs og norðvesturs yfir Suður- og Suðvesturland, allt til Keflavíkur. Mesta öskufall í byggð á einum degi var tæplega 1 cm undir Eyjafjöllum, eða um 10 kg á fermetra. Lokaþáttur gossins hófst 18. maí 2010. Síðustu 5 daga gossins var vindur austan- og sunnanstæður og ösku úr mekkinum kyngdi þá niður í Fljótshlíð og í Þórsmörk. Mesta öskufall í byggð á einum sólarhring var innst í Fljótshlíð 18.-19. maí, um 13 kg á fer- metra. Dagana 17.-19. maí varð öskufalls vart allvíða á Íslandi, frá Skagafirði austur til Seyðisfjarðar og frá Biskupstungum austur á Síðu, yfirleitt smávægilegt. Gjóskan úr Eyjafjallajökli var mjög fínkorna. Gjóska úr fyrsta þætti gossins sem féll í meira en 10 km fjarlægð var eingöngu aska, það er korn minni en 2 mm (2000 míkron) í þvermál.31 Í ösku frá 15. apríl í um 60 km fjarlægð var rúmur helmingur af þunganum, 54 þunga%, fínni en 63 míkron. Mælingar á kornum smærri en 15 míkron eru stundum gefn- ar sem hlutfall af rúmmáli. Í sýni frá 15. apríl er rúmmálshlut- fall korna minni en 15 míkron um 28%. Korn minni en 10 míkron (svifryk) eru 20% af rúmmáli, korn minni en 4 míkron eru tæp 10% og korn minni en 1 míkron (0,001 mm) eru um 2,5%.10 Loft- borin aska olli óþægindum sumarið 2010 og lengur og barst meðal annars til Reykjavíkur. Áhrif Eyjafjallajökulsgoss 2010 á heilsufar manna Tvær vísindarannsóknir voru gerðar á áhrifum Eyjafjallajökuls- goss á heilsufar manna. Rannsókn Hanne Krage Carlsen og félaga sagði frá bráðum áhrifum eldgossins á heilsufar heimamanna.32 Á svæðinu sunnan og austan Eyjafjallajökuls varð mikið öskufall og allt að 25% öskunnar var af þeirri stærð að hún gæti komist alla leið niður í lungnablöðrur (stærð undir 10 míkron). Þau rann- sökuðu íbúa á svæðinu, alls 207 manns, í byrjun júní 2010. Fólkið svaraði ítarlegum spurningalistum um heilsufar, bæði andlegt og líkamlegt, og um heilsu barna sinna og um verndandi búnað sem notaður hafði verið við öskufalli. Framkvæmd var líkams- Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.