Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 54
470 LÆKNAblaðið 2016/102 F R Æ Ð S L U S T O F N U N L Æ K N A Fræðslustofnun lækna (FS) og Læknadagar skipa fastan sess í lífi íslenskra lækna. Tilurð Læknadaga og stofnun FS er rakin í góðri grein Stefáns B. Matthíassonar sem var skrifuð í tilefni 100 ára afmælis Læknablaðsins (Læknablaðið 2014; 1, 34). Hlutverk FS er að sjá um rekstur fræðslustarfsemi lækna og styrkja símenntun og fræðslustarf lækna. Læknadagar eru fyrirferðarmestir í starfsemi Fræðslustofnunar. Þetta er glæsileg ráðstefna sem hefur verið haldin í 13. viku vetrar og lýkur á bóndadegi. Daginn eftir hefur Læknafélag Reykjavíkur svo haldið árshátíð sína. Læknadagar og árshátíðin eru mikilvægur vettvangur fyrir lækna til að fræðast og eiga góða stund saman, sem er mikil- vægt til að styrkja samkennd innan stéttarinnar. Læknar ólíkra sérgreina hittast og lyfta sér upp úr amstri hversdagsins. Lækna- dagar hafa verið fjölsóttir og hafa um 1000 manns sótt ráðstefn- una undanfarin ár. Það er, að ég held, einstakt í heiminum að jafn stór hluti lækna í heilu þjóðfélagi safnist saman á þennan hátt og vonandi tekst að halda þessum viðburðum áfram í sömu mynd um ókomna tíð. Læknar senda á vordögum inn beiðni um að fá að halda fræðsluviðburð, annaðhvort í formi hálfs dags málþings eða há- degisfyrirlestra og undanfarin ár hafa færri komist að en vilja. Það er að vissu leyti leitt að þurfa að hafna oft góðum erindum en á sama tíma sýnir þetta metnað íslenskra lækna til að gera vel. Læknadagar og rekstur Fræðslustofnunar eru dýrir og eru gerðir mögulegir með þokkalega digrum sjóði FS. Í reglum FS segir að hún skuli að öllu jöfnu rekin með þeim hætti að upp- haflegt stofnfé hennar verði ekki skert, framreiknað skv. vísitölu neysluverðs. Talsverður hluti af tekjum sjóðs FS kemur af vaxtafé sem eðlilega sveiflast á milli ára. Því hefur ekki ávallt tekist að standa við þessi markmið og stundum þurft að ganga á sjóði FS. Þetta veldur því að undanfarin ár hefur þurft að halda þétt á spöðunum til að halda kostnaði í lágmarki en á sama tíma halda uppi þeim gæðastaðli sem læknar hafa vanist. Því þarf til dæmis stundum að hafna óskum lækna sem vilja bjóða hingað erlendum gestum, sem er miður, því framlag þeirra er mjög mikilvægur hluti af Læknadögum og býður líka upp á að úr heimsókninni verði blómlegt millilandasamstarf. FS hefur átt gott samstarf við fyrirtæki og hefur reglum Frum- taka verið fylgt í því samstarfi. Það er viðbúið að tekjur úr þeirri átt muni minnka á komandi árum sem þýðir þá að hið hóflega aðsóknargjald mun hækka á næstu árum. Þetta ætti ekki að koma niður á aðsókn þar sem verð fyrir Læknadaga er mun lægra en skráningargjald á sambærilegar símenntunarráðstefnur erlendis. Það er miður að margir læknar eru uppteknir í vinnu á meðan Læknadagar fara fram og komast því ekki. Því höfum við reynt að þróa okkur í þá átt að fleiri fyrirlestrar verði teknir upp á myndband með það fyrir augum að þeir verði aðgengilegir utan ráðstefnutíma. Þetta er dýrt ef á að gera vel og ekki einfalt í framkvæmd eða fjármögnun. Það kemst vonandi í viðunandi farveg á næstu árum. Við höfum líka reynt að auka veg samfélagsmiðla á ráð- stefnunni, enda vel þekkt erlendis að líflegar umræður skapast þar meðan á ráðstefnum stendur. Það tekur tíma fyrir lækna að venjast þessum miðlum og því hefur FS í samvinnu við Læknafélag Íslands staðið fyrir nokkrum kvöldum þar sem notkun samfélagsmiðla í þessum tilgangi er kynnt. Viðbúið er að vegur samfélagsmiðla og annarra miðla á netinu verði fyrir- ferðarmeiri í miðlun þekkingar á vegum FS í framtíðinni, og er það vel, þó það muni ekki koma í stað þess að hitta mann og ann- an á Læknadögum. Það er skylda hvers læknis að viðhalda menntun sinni. Það er mín skoðun að skrá eigi þann tíma sem læknar sinna símenntun á formlegan hátt. FS er þess megnug að halda utan um þess konar skráningu sem mætti nýta til framgangs í starfi og launum. Það verkefni ætti að haldast í hendur við þá jákvæðu þróun sem hef- ur orðið í sérnámi lækna á Íslandi. Ég hef leitt FS í nokkur ár og hefur þessi tími verið mjög skemmtilegur. Allt hefur sinn tíma og ég hef ákveðið að hætta sem formaður FS eftir næstu Læknadaga. Ég verð áfram í stjórn FS og í undirbúningsnefnd Læknadaga svo lengi sem ég hef tíma og þess er óskað. Þetta hefur verið mjög gefandi starf og ég hef lært mikið af því. Það er mál að linni og ég óska komandi for- mönnum og stjórnarmönnum velfarnaðar í starfi. Frá Fræðslustofnun lækna Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu1,2 Er munnþurrkur umkvörtunarefni sjúklinga með ofvirka þvagblöðru? Fyrsti ß3-örvinn við ofvirkri þvagblöðru1,2 Hefur áhrif á öll aðaleinkenni ofvirkrar þvagblöðru1,2 Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu1,2 Opnaðu umræðu um ofvirka þvagblöðru við þína sjúklinga  BET-165760-IC 09.2016 Heimildir: 1. Khullar et al. European Urology 63;(2013):283–295. 2. Nitti et al. J Urol 2013;189:1388–1395 Gunnar Bjarni Ragnarsson Yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala Formaður Fræðslustofnunar lækna gunnarbr@landspitali.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.