Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 46
462 LÆKNAblaðið 2016/102 Fyrstu dagana í september var haldin í Hörpu fjölmenn ráðstefna norrænna gigtarlækna og tókst afar vel ef marka má frásagnir í fréttabréfi gigtardeildar Karolinska sjúkrahússins. Undir það tekur formaður Samtaka norrænna gigtarlækna sem er Gerður Gröndal lyf- og gigtarlækn- ir á Landspítalanum. Með henni í íslensku undirbúningsnefndinni voru þau Björn Guðbjörnsson, Sigríður Þórdís Valtýsdótt- ir, Gunnar Tómasson, Þorvarður Jón Löve og Guðrún Björk Reynisdóttir, öll gigtar- læknar. Scandinavian Congress of Rheuma- tology er haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndum og var ráðstefnan hér sú 36. í 70 ára sögu samtakanna. Síðast var hún haldin á Íslandi árið 2006 og 10 árum síðar var röðin aftur komin að íslenskum gigtar- læknum að halda hana. „Þetta tókst ótrúlega vel,“ sagði Gerður þegar Læknablaðið tók hana tali. „Venjulega er þátttakendafjöldinn á þessum ráðstefn- um á bilinu 3-400 en Ísland er vinsælt og við höldum líka að dagskráin hafi verið góð hjá okkur því það skráðu sig 530 til leiks og var vel mætt á alla fyrirlestra. Við fengum 70 fyrirlesara, flesta frá Norður- löndum, en til þess að auka fjölbreytnina og breiddina fengum við einnig fyrirlesara sem eru fremstir í faginu utan Norður- landanna. Veðrið lék við okkur svo ytri umgjörðin var mjög fín, landið og Harpa skörtuðu sínu fegursta. Yfirleitt hafa norrænir gigtarlæknar verið allsráðandi á þessum ráðstefnum en að þessu sinni komu ráðstefnugestir frá 34 löndum, alls 160 manns utan Norðurlanda. Eflaust spilar það inn í að við ákváðum í vor að sækja um svonefnda CME-vottun á endur- menntunargildi þingsins. Hún fékkst en þetta er evrópsk vottun sem ég held að sé lykill að því að þing á borð við þetta geti lifað af í harðnandi samkeppni. Hún gefur til kynna að þangað sé hægt að koma til að læra af því sem vel er gert hjá gigtarlækn- um norrænna velferðarþjóðfélaga,“ segir Gerður. Ráðstefnur, blað og sjóður „Ráðstefnurnar eru meginverkefni sam- takanna,“ heldur hún áfram, „en þau halda einnig úti norrænu gigtarblaði, Scandinavian Journal of Rheumatology, fræðiriti sem kemur út 10 sinnum á ári og er ritstjórnin núna í Danmörku. Þá erum við með stóran rannsóknarsjóð sem hefur aðsetur í Noregi. Sjóðurinn veitir styrki / verðlaun og þau voru afhent á þinginu, að Fjölmennt gigtarlæknaþing haldið í Hörpu Rætt við Gerði Gröndal lyf- og gigtarlækni sem er formaður Samtaka norrænna gigtarlækna ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Gerður Gröndal forseti þingsins. N O R R Æ N T S A M S T A R F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.