Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 46

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 46
462 LÆKNAblaðið 2016/102 Fyrstu dagana í september var haldin í Hörpu fjölmenn ráðstefna norrænna gigtarlækna og tókst afar vel ef marka má frásagnir í fréttabréfi gigtardeildar Karolinska sjúkrahússins. Undir það tekur formaður Samtaka norrænna gigtarlækna sem er Gerður Gröndal lyf- og gigtarlækn- ir á Landspítalanum. Með henni í íslensku undirbúningsnefndinni voru þau Björn Guðbjörnsson, Sigríður Þórdís Valtýsdótt- ir, Gunnar Tómasson, Þorvarður Jón Löve og Guðrún Björk Reynisdóttir, öll gigtar- læknar. Scandinavian Congress of Rheuma- tology er haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndum og var ráðstefnan hér sú 36. í 70 ára sögu samtakanna. Síðast var hún haldin á Íslandi árið 2006 og 10 árum síðar var röðin aftur komin að íslenskum gigtar- læknum að halda hana. „Þetta tókst ótrúlega vel,“ sagði Gerður þegar Læknablaðið tók hana tali. „Venjulega er þátttakendafjöldinn á þessum ráðstefn- um á bilinu 3-400 en Ísland er vinsælt og við höldum líka að dagskráin hafi verið góð hjá okkur því það skráðu sig 530 til leiks og var vel mætt á alla fyrirlestra. Við fengum 70 fyrirlesara, flesta frá Norður- löndum, en til þess að auka fjölbreytnina og breiddina fengum við einnig fyrirlesara sem eru fremstir í faginu utan Norður- landanna. Veðrið lék við okkur svo ytri umgjörðin var mjög fín, landið og Harpa skörtuðu sínu fegursta. Yfirleitt hafa norrænir gigtarlæknar verið allsráðandi á þessum ráðstefnum en að þessu sinni komu ráðstefnugestir frá 34 löndum, alls 160 manns utan Norðurlanda. Eflaust spilar það inn í að við ákváðum í vor að sækja um svonefnda CME-vottun á endur- menntunargildi þingsins. Hún fékkst en þetta er evrópsk vottun sem ég held að sé lykill að því að þing á borð við þetta geti lifað af í harðnandi samkeppni. Hún gefur til kynna að þangað sé hægt að koma til að læra af því sem vel er gert hjá gigtarlækn- um norrænna velferðarþjóðfélaga,“ segir Gerður. Ráðstefnur, blað og sjóður „Ráðstefnurnar eru meginverkefni sam- takanna,“ heldur hún áfram, „en þau halda einnig úti norrænu gigtarblaði, Scandinavian Journal of Rheumatology, fræðiriti sem kemur út 10 sinnum á ári og er ritstjórnin núna í Danmörku. Þá erum við með stóran rannsóknarsjóð sem hefur aðsetur í Noregi. Sjóðurinn veitir styrki / verðlaun og þau voru afhent á þinginu, að Fjölmennt gigtarlæknaþing haldið í Hörpu Rætt við Gerði Gröndal lyf- og gigtarlækni sem er formaður Samtaka norrænna gigtarlækna ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Gerður Gröndal forseti þingsins. N O R R Æ N T S A M S T A R F

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.