Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 429 Þriðjungur sjúklinga á háþrýstingsmeðferð fyrir aðgerð var án blóðþrýstingslyfja við síðustu eftirfylgd. Þriðjungur hefur minnk- að lyfjatöku. Þriðjungur var á óbreyttri eða aukinni lyfjameðferð. Einn sjúklingur greindist með háþrýsting sem ekki var til stað- ar fyrir aðgerð. 8% sjúklinga voru á meðferð vegna blóðfiturask- ana, en flestir fengu verulega bót af aðgerðinni (tafla III). Enginn sjúklingur greindist með nýtilkomna blóðfituröskun eftir aðgerð. Alls voru 138 sjúklingar (20%) með kæfisvefn fyrir aðgerð og 87 sjúklingar (63%) notuðu ytri öndunarvél (CPAP). Við síðustu eftir- fylgd notaði 21 sjúklingur (24%) áfram ytri öndunarvél en 66 sjúk- lingar (76%) höfðu losnað við vélina. 121 sjúklingur (87,7%) fékk bót eða fullan bata af kæfisvefni. Tveir sjúklingar (0,3%) greindust með kæfisvefn sem var ekki til staðar fyrir aðgerð, báðir nota ytri öndunarvél. Rúmlega helmingur sjúklinga (53%) með lið- og bak- verki voru betri eða fengu fulla bót á einkennum sínum eftir að- gerð. Síðkomnir fylgikvillar (>30d eftir aðgerð) 174 sjúklingar (25%) fengu síðkomna fylgikvilla (tafla IV). 78 (11%) sjúklingar með einkenni sem gátu bent til garnaklemmu í garnaglufu (internal hernia) fóru í kviðsjáraðgerð og reyndust 46 þeirra (6,6%) vera með garnaklemmu (tafla IV). Hjá 5 sjúklingum var um alvarlega garnaklemmu að ræða og þurfti að fjarlægja hluta af mjógirni. 63 sjúklingar (9%) greindust með magasár og þörfnuðust 27 þeirra (4%) úrlausnar með aðgerð. Fimmtán þeirra voru með sár sem greri ekki með lyfjameðferð. Fimm voru með sár sem ollu þrengingu á samtengingu magastúfs og mjógirnis sem krafðist enduraðgerðar með nýrri samtengingu. Sjö sjúklingar fóru í bráðaaðgerð vegna rofs á sári í magastúf, frá- tengda maganum eða skeifugörn. Tíðni magasára minnkaði mark- tækt úr 24% sjúklinga á fyrsta þriðjungi í 3% á síðasta þriðjungi rannsóknartímabilsins. Þess má geta að 34 sjúklingar (5%) fóru í gallblöðrutöku eft- ir hjáveituaðgerðina, en gallsteinasjúkdómur telst þó ekki vera fylgikvilli aðgerðar. Um 78% sjúklinga þurftu að gera breytingar á inntöku vítamína og bætiefna eftir niðurstöður blóðprufa í eft- irliti, oft mörgum árum eftir aðgerð. Fjórir sjúklingar (0,6%) fengu alvarleg næringarvandamál (tveir með lifrarbilunareinkenni og tveir með alvarlegan próteinskort) og þurftu á sjúkrahúsinnlögn- um að halda. Óþægindi eftir aðgerð Helstu óþægindi sem sjúklingar lýsa eftir aðgerð má sjá í töflu V. Ekki var skoðað hve mikil eða alvarleg þessi óþægindi eru. R A N N S Ó K N Tafla III. Áhrif aðgerðar á fylgisjúkdóma eftir 2-14 ár (n=702). Fylgisjúkdómur Fjöldi n (%) Verri n (%) Óbreyttur n (%) Betri n (%)* Fullur bati n (%)** Sykursýki-2 80 (11,4) 1 (1,3) 8 (10,0) 14 (17,5) 57 (71,2) Háþrýstingur 212 (30,2) 5 (2,4) 55 (25,9) 78 (36,8) 74 (34,9) Blóðfituraskanir 55 (7,8) 3 (5,5) 7 (12,7) 24 (43,6) 21 (38,2) Kæfisvefn 138 (19,7) 2 (1,4) 15 (10,9) 44 (31,9) 77 (55,8) Lið- og bakverkir 460 (65,5) 84 (18,3) 131 (28,4) 195 (42,4) 50 (10,9) * Skilgreint sem inntaka á helmingi færri mismunandi lyfjum **Skilgreint sem inntaka á engum lyfjum Tafla IV. Síðkomnir fylgikvillar (n=702). Fylgikvillar (> 30 dagar) Fjöldi n (%) Aðgerð vegna fylgikvilla n (%) Sár í magastúf 63 (9,0) 27(4) Óútskýrðir kviðverkir 52 (7,4) 52 (7,4) Innhaull í garnaglufu 46 (6,6) 46 (6,6) Innhaull í kviðvegg 9 (1,3) 9 (1,3) Alvarleg næringarvandamál 4 (0,6) 4 (0,6) Einungis fylgikvillar sem þörfnuðust virkrar meðferðar eða aðgerðar eru skráðir. Mynd 3a. Þyngdartap eftir magahjáveituaðgerð uppgefið sem hlutfallslegt tap af yfirþyngd (%EBMIL), sýnt ár eftir aðgerð. Við 100% EBMIL er líkamsstuðli 25 náð. Notuð er tölfræðiaðferðin locally weighted scatter plot smoothing method (lowess). Mynd 3b. Þyngdartap eftir hjáveituaðgerð gefið upp í kílóum með staðalfráviki (kg ±1SD).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.