Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 13
LÆKNAblaðið 2016/102 429 Þriðjungur sjúklinga á háþrýstingsmeðferð fyrir aðgerð var án blóðþrýstingslyfja við síðustu eftirfylgd. Þriðjungur hefur minnk- að lyfjatöku. Þriðjungur var á óbreyttri eða aukinni lyfjameðferð. Einn sjúklingur greindist með háþrýsting sem ekki var til stað- ar fyrir aðgerð. 8% sjúklinga voru á meðferð vegna blóðfiturask- ana, en flestir fengu verulega bót af aðgerðinni (tafla III). Enginn sjúklingur greindist með nýtilkomna blóðfituröskun eftir aðgerð. Alls voru 138 sjúklingar (20%) með kæfisvefn fyrir aðgerð og 87 sjúklingar (63%) notuðu ytri öndunarvél (CPAP). Við síðustu eftir- fylgd notaði 21 sjúklingur (24%) áfram ytri öndunarvél en 66 sjúk- lingar (76%) höfðu losnað við vélina. 121 sjúklingur (87,7%) fékk bót eða fullan bata af kæfisvefni. Tveir sjúklingar (0,3%) greindust með kæfisvefn sem var ekki til staðar fyrir aðgerð, báðir nota ytri öndunarvél. Rúmlega helmingur sjúklinga (53%) með lið- og bak- verki voru betri eða fengu fulla bót á einkennum sínum eftir að- gerð. Síðkomnir fylgikvillar (>30d eftir aðgerð) 174 sjúklingar (25%) fengu síðkomna fylgikvilla (tafla IV). 78 (11%) sjúklingar með einkenni sem gátu bent til garnaklemmu í garnaglufu (internal hernia) fóru í kviðsjáraðgerð og reyndust 46 þeirra (6,6%) vera með garnaklemmu (tafla IV). Hjá 5 sjúklingum var um alvarlega garnaklemmu að ræða og þurfti að fjarlægja hluta af mjógirni. 63 sjúklingar (9%) greindust með magasár og þörfnuðust 27 þeirra (4%) úrlausnar með aðgerð. Fimmtán þeirra voru með sár sem greri ekki með lyfjameðferð. Fimm voru með sár sem ollu þrengingu á samtengingu magastúfs og mjógirnis sem krafðist enduraðgerðar með nýrri samtengingu. Sjö sjúklingar fóru í bráðaaðgerð vegna rofs á sári í magastúf, frá- tengda maganum eða skeifugörn. Tíðni magasára minnkaði mark- tækt úr 24% sjúklinga á fyrsta þriðjungi í 3% á síðasta þriðjungi rannsóknartímabilsins. Þess má geta að 34 sjúklingar (5%) fóru í gallblöðrutöku eft- ir hjáveituaðgerðina, en gallsteinasjúkdómur telst þó ekki vera fylgikvilli aðgerðar. Um 78% sjúklinga þurftu að gera breytingar á inntöku vítamína og bætiefna eftir niðurstöður blóðprufa í eft- irliti, oft mörgum árum eftir aðgerð. Fjórir sjúklingar (0,6%) fengu alvarleg næringarvandamál (tveir með lifrarbilunareinkenni og tveir með alvarlegan próteinskort) og þurftu á sjúkrahúsinnlögn- um að halda. Óþægindi eftir aðgerð Helstu óþægindi sem sjúklingar lýsa eftir aðgerð má sjá í töflu V. Ekki var skoðað hve mikil eða alvarleg þessi óþægindi eru. R A N N S Ó K N Tafla III. Áhrif aðgerðar á fylgisjúkdóma eftir 2-14 ár (n=702). Fylgisjúkdómur Fjöldi n (%) Verri n (%) Óbreyttur n (%) Betri n (%)* Fullur bati n (%)** Sykursýki-2 80 (11,4) 1 (1,3) 8 (10,0) 14 (17,5) 57 (71,2) Háþrýstingur 212 (30,2) 5 (2,4) 55 (25,9) 78 (36,8) 74 (34,9) Blóðfituraskanir 55 (7,8) 3 (5,5) 7 (12,7) 24 (43,6) 21 (38,2) Kæfisvefn 138 (19,7) 2 (1,4) 15 (10,9) 44 (31,9) 77 (55,8) Lið- og bakverkir 460 (65,5) 84 (18,3) 131 (28,4) 195 (42,4) 50 (10,9) * Skilgreint sem inntaka á helmingi færri mismunandi lyfjum **Skilgreint sem inntaka á engum lyfjum Tafla IV. Síðkomnir fylgikvillar (n=702). Fylgikvillar (> 30 dagar) Fjöldi n (%) Aðgerð vegna fylgikvilla n (%) Sár í magastúf 63 (9,0) 27(4) Óútskýrðir kviðverkir 52 (7,4) 52 (7,4) Innhaull í garnaglufu 46 (6,6) 46 (6,6) Innhaull í kviðvegg 9 (1,3) 9 (1,3) Alvarleg næringarvandamál 4 (0,6) 4 (0,6) Einungis fylgikvillar sem þörfnuðust virkrar meðferðar eða aðgerðar eru skráðir. Mynd 3a. Þyngdartap eftir magahjáveituaðgerð uppgefið sem hlutfallslegt tap af yfirþyngd (%EBMIL), sýnt ár eftir aðgerð. Við 100% EBMIL er líkamsstuðli 25 náð. Notuð er tölfræðiaðferðin locally weighted scatter plot smoothing method (lowess). Mynd 3b. Þyngdartap eftir hjáveituaðgerð gefið upp í kílóum með staðalfráviki (kg ±1SD).

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.