Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 42
458 LÆKNAblaðið 2016/102 S T J Ó R N M Á L Björt framtíð 1. Útgjöld til heilbrigðismála þurfa að miðast við þarfir þjóðarinnar hverju sinni sem þarf að byggja á faglegu mati á hverjum tíma. Sannarlega þarf að auka fé til heilbrigðismála til tryggja réttlæti og öryggi heilbrigðisþjónustu. Tryggja þarf nægt fé til heilbrigðisþjónustu hverju sinni og besti mælikvarðinn þar er ekki endilega hlutfall þjóðartekna enda geta þjóðartekjur lækk- að en þarfir einstaklinga fyrir heilbrigðisþjónustu minnka ekki þar með. 2. Mikilvægt er að gera áætlun um mönnun, húsakost, tækjabúnað og starfsumhverfi Landspítalans til langs tíma. Áætlanir um fullnægjandi mönnun sem tryggir gæði þjón- ustu og öryggi sjúklinga eru jafnmikilvægar og áætlanir um bættan húsakost. Tækjabúnað þarf að tryggja og einnig þarf að bæta verulega starfsumhverfi spítalans þar með talið þverfag- legt samstarf faghópa þar sem nýting mannafla endurspeglar menntun og þjálfun hvers faghóps. Sömuleiðis þarf að bæta sam- skipti og stjórnun með áherslu á vellíðan starfsfólks og tækifæri til að þróast í starfi. Allur aðbúnaður starfsfólks, sjúklinga og aðstandenda þarf að auka tækifæri einstaklinganna til að líða vel á spítalanum, andlega, félagslega og líkamlega. 3. Grípa þarf til aðgerða sem allra fyrsta og gera langtíma-áætlun um leiðir til að laða til starfa hér á landi vel menntaða og hæfa lækna. Hér þarf að nýta þekkingu og innsýn sem flestra þar með talið ungir læknar, læknar sem búa og starfa erlendis, læknar sem hafa langa reynslu af starfi hér og síðast en Þessi mynd úr nýútkominni úttekt alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey á starfsemi Landspítalans sýnir hver þróunin hefur verið í fjárveitingum til heilbrigðismála allt frá 1971, mældar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (mynd 1, bls. 6). Hér sést að rétt fyrir aldamót kemst Ísland upp í efsta fjórðung aðildarríkja OECD en árið 2003 fer þetta hlutfall ört lækk- andi fram að hruni. Síðan hefur Ísland verið í næstneðsta fjórðungi. Í ljósi þess að boðað hefur verið til Alþing- iskosninga í lok október ákvað Læknablaðið að leggja eftirfarandi spurningar fyrir þau stjórnmálaöfl sem hyggjast bjóða fram við kosningarnar og hafa fengið nægt fylgi í skoð- anakönnunum til þess að koma að mönnum. Heilbrigðismál á kosningahausti Stjórnmálaflokkarnir svöruðu spurningum Læknablaðsins sem spruttu af McKinsey-skýrslunni 1. Á Íslandi er varið lægra hlutfalli þjóðartekna til heilbrigðismála en á Norðurlöndum, að Finnlandi undanskildu, þrátt fyrir dreifða byggð og óhagkvæmni stærðarinnar. Hlutfallið hefur lækkað frá árinu 2003 og er lægra nú en um alda- mótin. Telur þitt framboð rétt að miða við að næstu árin verði hlutfallið óbreytt eða að það þurfi að hækka? Við hvaða hlutfall er rétt að miða? 2. Húsakostur Landspítalans er úr sér genginn og stenst ekki gæða- kröfur, hvorki fyrir sjúklinga né starfsfólk. Ekki hefur verið staðið við áform um uppbyggingu spítalans. Nú nálgast nýting sjúkrarúma 100%, álag fer stöðugt vaxandi vegna aukinnar aðsóknar og kallar á tafar- lausar aðgerðir. Vill þinn flokkur bregðast við þessu bráðavandamáli og þá hvernig og hvenær? 3. Mönnun sérfræðilækna á sjúkrahúsum landsins er ófull- nægjandi, þrátt fyrir nýlega kjarasamn- inga. Umtalsverðum hluta heilbrigðisþjón- ustu landsmanna er sinnt af nemum sem ekki hafa lokið grunnþjálfun og lélegar vinnuaðstæður freista ekki lækna með sérmenntun. Þetta hefur bein áhrif á gæði þjónustu og öryggi sjúklinga. Hvernig telur þinn flokkur eðlilegt að bregðast við þessu? ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.