Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2016/102 443
37 ára gamall karlmaður leitaði á augndeild Landspítalans eftir að
hafa fengið högg á vinstra augað þegar hann var að meitla steypu.
Hann taldi að steinvala hefði skollið á auganu. Við komu var hann
með væg óþægindi í auganu, fannst sjón móðukennd og sá græn-
leita slikju sem kom og fór.
Sjón mældist 1,0 á hægra auga og 0,7 á því vinstra. Augn-
þrýstingur var eðlilegur. Við skoðun var vinstra ljósop saman-
dregnara en það hægra en ljóssvörun var eðlileg. Við skoðun í
slitlampa sást sár á hornhimnunni og óregla dýpra í henni. Ekki
greinanlegur litarefnisleki. Forhólfið var eðlilega formað en þar
sást mikið af frumum. Þegar ljósgeisla var lýst beint í gegnum
ljósopið sást rauður reflex í gegnum lítið gat á lithimnunni (mynd
1). Hvaða þýðingu hefur það? Hver er líklegasta greiningin?
Augnbotn vinstra auga er sýndur á mynd 2. Við uppvinnslu var
fengin tölvusneiðmynd af auga og augnumgjörð (mynd 3).
Hver er greiningin?
Aðskotahlutur í auga – tilfelli mánaðarins
Elín Björk Tryggvadóttir1 læknir, Óskar Jónsson1,2 læknir, Gunnar Már Zoega1,2 læknir
Mynd 1. Skoðun í slitlampa, þar sem ljósi er lýst beint í gegnum ljósop. Mynd 2. Augnbotnaskoðun í slitlampa.
Mynd 3. Tölvusneiðmynd af höfði.
T I L F E L L I M Á N A Ð A R I N S
Fyrirspurnir / corresponding author: Elín Björk Tryggvadóttir: elinb.86@gmail.com
1Augndeild Landspítala, 2Sjónlag augnlæknastöð.
Case report: Intraocular foreign body
Key words: intraocular foreign body, vitrectomy, eye, trauma.
1Department of Ophthalmology, Landspitali University Hospital, 2Sjónlag Eye Center.
Höfundar fengu samþykki sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu.
Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl.
Greinin barst 18. janúar 2016, samþykkt til birtingar 10. júní 2016.
doi.org/10.17992//lbl.2016.10.102.
Meðferð við bráðum
þvagsýrugigtarköstum
Fyrirbyggjandi meðferð
gegn þvagsýrugigtarkasti í upphafi
meðferðar með þvagsýrulosandi lyfjum
Lyf gegn þvagsýrugigt
Colrefuz (Colchicin) – 500 míkrógramma töflur / 100 stykkja pakkningar
A
ct
a
v
is
/
6
1
9
0
2
1