Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 24
440 LÆKNAblaðið 2016/102 um seinna, en gossprungan var nú um 1,9 km löng. Meðalhraun- rennsli frá gossprungunni þá 6 mánuði sem gosið stóð var um 100 rúmmetrar á sekúndu en það var tvöfalt til þrefalt meira fyrstu vikurnar. Lítil gjóskumyndun var í gosinu og gjóskufall eingöngu í nágrenni gosstöðvanna. Gosmökkurinn í Holuhraunsgosinu var yfirleitt lágur, reis 1-3 km yfir gosstöðvarnar og lagði niður á láglendi. Mynd 7 sýnir gosmökk og gasslæðu leggja til austurs 5. september 2014. Umhverfis gosstöðvarnar náði gasútstreymi hættumörkum við ákveðnar veðuraðstæður og stóru svæði var lokað fyrir umferð annarra en vísindamanna. Losun brennisteins- díoxíðs var um 60.000 tonn á sólarhring að meðaltali þann tíma sem gosið stóð, en um 150.000 tonn á sólarhring fyrstu tvær vikurn- ar.25 Holuhraunsgosið varð á heppilegum tíma á vindasömu svæði fjarri mannabyggð. Þar sem gosið varð á þurrviðrasömu svæði um haust og vetur þegar sólargangur er stuttur, náði brennisteinsdí- oxíð (SO2) síður að mynda brennisteinssýru (H2SO4) en ef aðstæð- ur hefðu verið aðrar – sem kann að hafa mildað áhrif gossins á umhverfið.25 Áhrif Holuhraunsgos á heilsufar manna Mikið magn af brennisteinsdíoxíði losnaði í gosinu og sáust meng- unartölur sem ekki höfðu sést áður í slíkum mælingum.25 Embætti landlæknis gaf út viðvaranir vegna þessarar mengunar og ráð- leggingar um viðbrögð við henni.37 Mengunarinnar varð mest vart á Suðausturlandi og Austurlandi. Heilsuverndarmörk miðast við að magnið fari ekki yfir 350 míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á klukkustund (tafla I). Á þeim fjórum stöðum þar sem mengunin var mæld í byggð fór hún yfir þessi mörk í 58 til 124 klukkustund- ir, langoftast á Höfn í Hornafirði þar sem mælingar hófust þó ekki fyrr en í lok október. Þar var líka hæsta klukkustundargildið mælt, um 3000 míkrógrömm í rúmmetra, og hæsta mæligildið sem var 21.000 míkrógrömm, eða 21 milligramm í rúmmetra.25 Íbúar fundu fyrir talsverðum óþægindum af menguninni. Mynd 8 sýnir magn brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti á Höfn, Reyðarfirði, við Mý- vatn og í Reykjavík.25 Enn er unnið að rannsóknum á heilsufars- áhrifum gosmengunarinnar, sérstaklega á þá sem voru vinnu sinnar vegna mjög nálægt eldstöðvunum. Dauðsföll á Íslandi vegna eldgosa Íslenskir vísindamenn hafa reynt að meta fjölda dauðsfalla af völd- um eldgosa á Íslandi. Samandregnar niðurstöður sjást í töflu II.29 Þrátt fyrir fjölda eldgosa á 20. öld og því sem af er 21. öld hafa mjög fá dauðsföll orðið vegna eldgosa síðustu 100 ár. Langflest dauðsföll tengd eldgosum á Íslandi urðu vegna Skaftáreldanna 1783-1784. Samantekt Allt frá því að land byggðist hafa Íslendingar þurft að búa við hættuna af eldgosum og þau hafa valdið margvíslegu tjóni, þar á meðal á heilsufari. Skaftáreldar 1783-1784 er það eldgos sem mest áhrif hefur haft á heilsufar Íslendinga svo vitað sé og olli flestum dauðsföllum. Þrátt fyrir fjölda eldgosa síðustu ár og ára- tugi hefur manntjón og tjón á heilsufari verið lítið. Það er hins vegar mjög nauðsynlegt fyrir Íslendinga að vera stöðugt á varð- Mynd 7. Gosmökkur og gasslæða til austurs frá Holuhrauni 5. september 2014. Myndin er tekin úr flug- vél ISAVIA, TF-FMS, í um 5 km hæð. Horft er til suðvesturs yfir Jökulsá á Fjöllum (neðst til vinstri) til Dyngjujökuls (lengst til hægri). Bárðarbunga er bak við kúfinn upp af gosstöðvunum. Ljósmynd Magnús Tumi Guð- mundsson. Mynd 8. Magn brennisteinsoxíðs í andrúmslofti meðan gaus í Holuhrauni. Magn brennisteinsoxíðs í andrúmslofti á fjórum mælistöðum meðan á gosi stóð í Holu- hrauni er sýnt með bláum línum (25, mynd 2). Rauðar láréttar línur sýna heilsuverndar- mörk, 350 míkrógrömm í rúmmetra. Gráar lóðréttar línur sýna upphaf og lok gossins. Mælingar á Höfn hófust 28. október 2014. Tafla II. Dauðsföll vegna eldgosa á Íslandi.29 Eldfjall Ár Dauðsföll á gostíma Dauðsföll eftir gostíma Athugasemdir Eldfell 1973 1 Eitruð lofttegund Hekla 1947 1 Áverki Grímsvötn 1861 1 Drukknun Laki 1783 Um 8700 Fjölþættar orsakir, sjá nánar í texta Katla 1755 1 Elding Öræfajökull 1727 3 Drukknun, jökulhlaup Grímsvötn 1684 1 Drukknun, jökulhlaup Grímsvötn 1629 4+ Drukknun, jökulhlaup Hekla 1510 1 Áverki Öræfajökull 1362 50-300? Ekki vitað Fjöldi óljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.