Læknablaðið - 01.10.2016, Page 24
440 LÆKNAblaðið 2016/102
um seinna, en gossprungan var nú um 1,9 km löng. Meðalhraun-
rennsli frá gossprungunni þá 6 mánuði sem gosið stóð var um 100
rúmmetrar á sekúndu en það var tvöfalt til þrefalt meira fyrstu
vikurnar. Lítil gjóskumyndun var í gosinu og gjóskufall eingöngu
í nágrenni gosstöðvanna. Gosmökkurinn í Holuhraunsgosinu
var yfirleitt lágur, reis 1-3 km yfir gosstöðvarnar og lagði niður
á láglendi. Mynd 7 sýnir gosmökk og gasslæðu leggja til austurs
5. september 2014. Umhverfis gosstöðvarnar náði gasútstreymi
hættumörkum við ákveðnar veðuraðstæður og stóru svæði var
lokað fyrir umferð annarra en vísindamanna. Losun brennisteins-
díoxíðs var um 60.000 tonn á sólarhring að meðaltali þann tíma
sem gosið stóð, en um 150.000 tonn á sólarhring fyrstu tvær vikurn-
ar.25 Holuhraunsgosið varð á heppilegum tíma á vindasömu svæði
fjarri mannabyggð. Þar sem gosið varð á þurrviðrasömu svæði um
haust og vetur þegar sólargangur er stuttur, náði brennisteinsdí-
oxíð (SO2) síður að mynda brennisteinssýru (H2SO4) en ef aðstæð-
ur hefðu verið aðrar – sem kann að hafa mildað áhrif gossins á
umhverfið.25
Áhrif Holuhraunsgos á heilsufar manna
Mikið magn af brennisteinsdíoxíði losnaði í gosinu og sáust meng-
unartölur sem ekki höfðu sést áður í slíkum mælingum.25 Embætti
landlæknis gaf út viðvaranir vegna þessarar mengunar og ráð-
leggingar um viðbrögð við henni.37 Mengunarinnar varð mest vart
á Suðausturlandi og Austurlandi. Heilsuverndarmörk miðast við
að magnið fari ekki yfir 350 míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali
á klukkustund (tafla I). Á þeim fjórum stöðum þar sem mengunin
var mæld í byggð fór hún yfir þessi mörk í 58 til 124 klukkustund-
ir, langoftast á Höfn í Hornafirði þar sem mælingar hófust þó ekki
fyrr en í lok október. Þar var líka hæsta klukkustundargildið mælt,
um 3000 míkrógrömm í rúmmetra, og hæsta mæligildið sem var
21.000 míkrógrömm, eða 21 milligramm í rúmmetra.25 Íbúar fundu
fyrir talsverðum óþægindum af menguninni. Mynd 8 sýnir magn
brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti á Höfn, Reyðarfirði, við Mý-
vatn og í Reykjavík.25 Enn er unnið að rannsóknum á heilsufars-
áhrifum gosmengunarinnar, sérstaklega á þá sem voru vinnu
sinnar vegna mjög nálægt eldstöðvunum.
Dauðsföll á Íslandi vegna eldgosa
Íslenskir vísindamenn hafa reynt að meta fjölda dauðsfalla af völd-
um eldgosa á Íslandi. Samandregnar niðurstöður sjást í töflu II.29
Þrátt fyrir fjölda eldgosa á 20. öld og því sem af er 21. öld hafa mjög
fá dauðsföll orðið vegna eldgosa síðustu 100 ár. Langflest dauðsföll
tengd eldgosum á Íslandi urðu vegna Skaftáreldanna 1783-1784.
Samantekt
Allt frá því að land byggðist hafa Íslendingar þurft að búa við
hættuna af eldgosum og þau hafa valdið margvíslegu tjóni, þar
á meðal á heilsufari. Skaftáreldar 1783-1784 er það eldgos sem
mest áhrif hefur haft á heilsufar Íslendinga svo vitað sé og olli
flestum dauðsföllum. Þrátt fyrir fjölda eldgosa síðustu ár og ára-
tugi hefur manntjón og tjón á heilsufari verið lítið. Það er hins
vegar mjög nauðsynlegt fyrir Íslendinga að vera stöðugt á varð-
Mynd 7. Gosmökkur og
gasslæða til austurs frá
Holuhrauni 5. september
2014. Myndin er tekin úr flug-
vél ISAVIA, TF-FMS, í um 5
km hæð. Horft er til suðvesturs
yfir Jökulsá á Fjöllum (neðst til
vinstri) til Dyngjujökuls (lengst
til hægri). Bárðarbunga er bak
við kúfinn upp af gosstöðvunum.
Ljósmynd Magnús Tumi Guð-
mundsson.
Mynd 8. Magn brennisteinsoxíðs í andrúmslofti meðan gaus í Holuhrauni.
Magn brennisteinsoxíðs í andrúmslofti á fjórum mælistöðum meðan á gosi stóð í Holu-
hrauni er sýnt með bláum línum (25, mynd 2). Rauðar láréttar línur sýna heilsuverndar-
mörk, 350 míkrógrömm í rúmmetra. Gráar lóðréttar línur sýna upphaf og lok gossins.
Mælingar á Höfn hófust 28. október 2014.
Tafla II. Dauðsföll vegna eldgosa á Íslandi.29
Eldfjall Ár Dauðsföll
á gostíma
Dauðsföll
eftir gostíma
Athugasemdir
Eldfell 1973 1 Eitruð lofttegund
Hekla 1947 1 Áverki
Grímsvötn 1861 1 Drukknun
Laki 1783 Um 8700 Fjölþættar orsakir,
sjá nánar í texta
Katla 1755 1 Elding
Öræfajökull 1727 3 Drukknun,
jökulhlaup
Grímsvötn 1684 1 Drukknun,
jökulhlaup
Grímsvötn 1629 4+ Drukknun,
jökulhlaup
Hekla 1510 1 Áverki
Öræfajökull 1362 50-300? Ekki vitað Fjöldi óljós