Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 38

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 38
454 LÆKNAblaðið 2016/102 atkvæði í stjórnarkjöri samtakanna. Sam- kvæmt núgildandi skipulagi er viðhaft fulltrúalýðræði á aðalfundi. Þar eiga vissulega allir læknar seturétt og geta tjáð sig, en í kosningum hafa bara 70 kjörnir fulltrúar aðildarfélaganna atkvæðisrétt. Í þeim hópi eru tveir af hverjum þremur fulltrúar LR. Þessu er greinilegur vilji til þess að breyta eins og sést á því að langflestir þeirra sem til máls tóku á málþinginu lýstu stuðningi við meginregluna einn maður – eitt atkvæði. Það gerðu líka allir þrír umræðuhóparnir sem störfuðu á mál- þinginu og í framhaldi af því vildu menn gjarnan færa stjórnarkjörið til nútímans með því að hafa það rafrænt þannig að allir læknar hvar sem er á landinu gætu greitt atkvæði við tölvuna sína. En . . . Þá vaknar spurningin sem flest ef ekki öll stéttarfélög landsins hafa velt fyrir sér undanfarin ár. Hver nennir að mæta á aðalfund ef hann getur greitt atkvæði um það mikilvægasta við tölvuskjáinn á skrif- stofunni eða jafnvel heima í stofu? Nú- verandi skipulag tryggir þó að allvænum hópi félagsmanna ber skylda til að mæta og fylgja fram stefnu síns aðildarfélags. Vitnað var til fámennra aðalfunda í að- ildarfélögum, jafnvel í hinu fjölmenna LR. Yrðu örlög aðalfundar LÍ ekki þau sömu? Ein þeirra sem sæti átti í nefndinni, Hrönn Garðarsdóttir á Egilsstöðum, benti á reynslu síns félags og fleiri lands- byggðarfélaga af notkun netsins og fjar- fundarbúnaðar til að halda fundi. Greini- legt væri að læknar í höfuðborginni hefðu ekki mikla reynslu af slíku svo LÍ þyrfti að kynna málin vel fyrir aðalfundi. Hvað um lággróðurinn? Staða aðildarfélaganna var töluvert rædd á málþinginu, enda verða þau eflaust fyrir áhrifum af því ef hróflað verður við full- trúalýðræðinu og hverjum félagsmanni afhent eitt atkvæði. Eins og er getur hver maður í raun haft tvöfalda aðild að LÍ, það er í gegnum svæðisfélag sitt og sér- greinafélag. Jón Baldursson talaði fyrir Félag bráðalækna sem sótt hefur um aðild að LÍ og spurði hvort menn ættu að ganga Hildur Svavars- dóttir fráfarandi stjórnarkona í LÍ stýrði umræðum í einum af hópunum um innra starf og skýrði frá niður- stöðum hópsins. A Ð A L F U N D U R L Í Læknafélag Akureyrar heldur haustþing laugardaginn 15. október í sal Menntaskólans á Akureyri Kvensjúkdómar og fæðingahjálp á 21. öldinni 08:30-09:00 Skráning 09:00-09:10 Setning: Valur Þór Marteinsson formaður LA 09:10-09:30 Ógleði og uppköst á meðgöngu. Valur Guðmundsson læknir 09:30-09:50 Meðgöngusykursýki. Málfríður Þórðardóttir ljósmóðir 09:50-10:10 Viðhorf til fæðinga: til þess eru vítin að varast þau. Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir 10:10-10:45 Fyrirspurnir og kaffihlé 10:45-11:05 Óvæntar fæðingar, er hægt að spá fyrir hvað konur fæða fljótt. Björn Gunnarsson læknir 11:05-11:25 Áhrifaþættir heimafæðinga á Íslandi: heilsufarslegar frábendingar og viðhorf kvenna. Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir 11:25-11:45 Framköllun fæðinga og áhrif á tíðni keisaraskurða. Alexander Smárason læknir 11:45-12:45 Fyrirspurnir og matarhlé 12:45-13:05 BRCA gena breytingar. Þórunn Rafnar erfðafræðingur 13:05-13:25 Hormónameðferð eftir tíðahvörf. Orri Ingþórsson læknir 13:25-13:45 Grindarbotnsþjálfun til styrkingar í þvagleka og til slökunar við kynlífsvandamál og hægðavandamál. Soffía Einarsdóttir sjúkraþjálfari 13:45-14:05 Vandamál í neðri þvagvegum kvenna. Jóhannes Heimir Jónsson læknir 14:05-14:35 Fyrirspurnir og kaffihlé 14:35-14:55 Inngrips röntgen og kvensjúkdómalækningar. Hjalti Már Þórisson læknir 14:55-15:15 Treatment of uterine fibroids – current and new perspectives (Meðferð á vöðvahnútum í legi – reyndar leiðir og nýir valkostir). Kirsten Hald læknir 15:15-15:35 Konur og kynlíf í Íslendingasögum. Óttar Guðmundsson læknir 15:35-16:00 Fyrirspurnir og þingslit Þátttökugjald er 7000 kr. og 3000 kr. fyrir nema. Skráning á haustthing2016@gmail.com

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.