Læknablaðið - 01.02.2016, Qupperneq 17
LÆKNAblaðið 2016/102 77
Inngangur
Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár
erlendis.1,2 Þrátt fyrir að hjólreiðar virðist verða sífellt
algengari samgöngumáti á höfuðborgarsvæðinu liggja
ekki fyrir nákvæmar tölur um fjölda þeirra sem stunda
hjólreiðar á svæðinu. Í ferðavenjukönnun sem fram
kvæmd var árið 2002 voru 0,3% ferða fólks á höfuð
borgarsvæðinu farnar á reiðhjólum en 3,8% í könnun
sem gerð var árið 2011, er þetta rúmlega 12földun á
notkun reiðhjóla á því tímabili.3 Í átakinu Hjólað í vinn-
una voru alls 2510 þátttakendur árið 2004 þar sem hjól
aðir voru 93.557 km en árið 2011 tóku yfir 11.000 manns
þátt og hjóluðu 830.486 km.4 Því bendir margt til þess
að hjólreiðamönnum á höfuðborgarsvæðinu fari hratt
fjölgandi líkt og erlendis. Þá er það yfirlýst stefna
Reykjavíkurborgar að þrefalda hlutdeild hjólreiða í
samgöngum í borginni.5 Í ljósi þessarar þróunar er
mikilvægt að meta áhrif hennar á slysatíðni reiðhjóla
manna.
Opinber skráning reiðhjólaslysa er hjá Samgöngu
stofu og byggir á lögregluskýrslum um umferðarslys.
Í gagnabanka Samgöngustofu voru 317 tilfelli skráð á
árunum 20052010.6 Í upplýsingum frá Samgöngustofu
kemur fram að árið 2005 slösuðust 25 við hjólreiðar en
árið 2010 reyndust þeir 82 talsins.7 Eru því vísbend
ingar um fjölgun reiðhjólaslysa í umferðinni á Íslandi
á því tímabili.
Inngangur: Hjólreiðar verða sífellt vinsælli samgöngumáti á Íslandi.
Opinber skráning reiðhjólaslysa byggir á lögregluskýrslum en minni reið-
hjólaslys eru líklega ekki tilkynnt til lögreglunnar þar sem önnur ökutæki
eða einstaklingar koma ekki við sögu. Því er hugsanlegt að tíðni reið-
hjólaslysa sé vanskráð. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna
faraldsfræði slasaðra í reiðhjólaslysum sem leita til bráðamóttöku Land-
spítala vegna áverka.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sem leituðu á bráðamót-
töku Landspítalans vegna reiðhjólaslyss frá 1. janúar 2005 til 31. desemb-
er 2010. Allar sjúkraskrár voru yfirfarnar og eftirfarandi breytur skráðar:
kyn, aldur, ár, mánuður slyss/áverka, hjálmanotkun, slysagreiningar, alvar-
leiki áverka og innlagnir. Hjá innlögðum voru aukalega eftirfarandi breytur
skráðar: legudagar á gjörgæslu og á legudeildum, myndgreiningarrann-
sóknir og aðgerðir.
Niðurstöður: Alls voru 3472 komur á bráðamóttöku vegna reiðhjólaslysa,
þar af 68,3% karlar en 31,7% konur. Fjöldi slasaðra á ári er því um 579.
Meðalaldur slasaðra reyndist 22,6 ár (1-95 ára). Flestir slasast (72,4%)
við leik eða tómstundaiðju og í 45,7% tilfella áttu slysin sér stað við
íbúðarsvæði utandyra. Flest slysin voru mánuðina frá maí til septem-
ber eða 71,3%. Orsök slysa var í 44,0% tilvika skráð sem lágt fall eða
stökk. Hjálmanotkun var einungis skráð í 14,2% tilvika. Af líkamssvæðum
áverkastigsins reyndist áverki oftast á efri útlim eða í 47,1% tilfella. Lítill
áverki (ISS ≤3 stig) (áverkaskorið ISS: Injury Severity Score) reyndist hjá
65,6% sjúklinga og 29,3% sjúklinga voru með meðaláverka (ISS 4-8 stig).
Alls lögðust 124 sjúklingar inn og meðallegutími var 5 dagar. Enginn lést á
rannsóknartímabilinu.
Ályktanir: Reiðhjólaslysum hefur fjölgað lítillega á rannsóknartímabilinu
en fjölgun slysa virðist minni en fjölgun hjólreiðamanna. Fleiri karlar en
konur leita á sjúkrahús vegna afleiðinga reiðhjólaslysa og meirihluti slas-
aðra er ungur að árum. Slysin eiga sér yfirleitt stað á vorin og á sumrin.
Flestir slasast lítið en 3,6% slasaðra þurfti að leggja inn á Landspítala.
ÁGRIP
Mörg hjólreiðaslys eru ekki tilkynnt til lögreglunnar
þar sem önnur ökutæki eða einstaklingar koma ekki við
sögu í slysinu. Í erlendum rannsóknum hafa allt að 90%
reiðhjólaslysa ekki verið skráð í gagnagrunna lögreglu
og líklegt er að hið sama eigi við um skráningu lögreglu
hér á landi.1,8,9 Brýnt er því að afla nánari upplýsinga
um reiðhjólaslys til að meta frekar umfang og alvarleika
þeirra.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faralds
fræði slasaðra í reiðhjólaslysum sem leita til bráðamót
töku Landspítalans vegna áverka.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sem leituðu
á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi vegna áverka
eftir reiðhjólaslys frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2010.
Undir reiðhjólaslys falla öll slys sem hljótast af notkun
reiðhjóls. Ekki voru í úrtakinu slys í tengslum við þrí
hjól eða hlaupahjól né heldur tilfelli þar sem reiðhjól olli
slysi án þess að vera í notkun, til dæmis ef það féll á
viðkomandi í geymslu. Leitað var rafrænt að reiðhjóla
slysum í bæði norræna skráningarkerfi Landspítala um
ytri orsakir áverka (NOMESCO) og í sjúkraskrám Land
spítala að orðinu reiðhjól, hjól og hjálmur. Allar sjúkra
skrár voru yfirfarnar og eftirfarandi breytur skráðar:
Greinin barst
10. ágúst 2015,
samþykkt til birtingar
5. janúar 2015
Höfundar hafa
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Komur slasaðra á bráðamóttöku
Landspítala eftir reiðhjólaslys
árin 20052010
Ármann Jónsson1 læknir, Sævar H. Lárusson2 verkfræðingur, Ágúst Mogensen2 afbrotafræðingur, Hjalti Már Björnsson1,3 læknir,
Brynjólfur Á. Mogensen1,2,3 læknir
1Bráðamóttöku
Landspítala,
2Rannsóknarnefnd
samgönguslysa,
3læknadeild Háskóla
Íslands.
Fyrirspurnir:
Hjalti Már Björnsson
bráðalæknir
hjaltimb@landspitali.is
http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.02.65 R A N N S Ó K N