Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-17 og sunnudag kl. 13-16 20% afsláttur af öllum fatnaði 15.-18. desember Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Smart föt, fyrir smart konur Hin annáluðu síki Amsterdam í Hol- landi varðveita langa sögu sam- gangna og þá sérstaklega um flutn- inga hvers konar á fljótabátum. Tæknivæðing í þeim hefur átt sér stað í afar hægum skrefum en nú verður breyting þar á. Senn munu sjálfsigldir fljótabátar nefnilega flytja fólk og vörur þar um. Frumgerð sjálfsigldu bátanna, nefnd „Roboat“, verður prufukeyrð í Amsterdam fljótlega upp úr ára- mótum. Að verkefninu standa tækniháskólinn MIT í Boston í Bandaríkjunum og stofnun í Amst- erdam sem fæst við að þróa lausnir til betra lífs í borginni (AMS). Hefur MIT lagt 20 milljónir evra til verk- efnisins. „Á sama tíma og frumgerðir sjálf- ekinna bíla eru að stíga sín fyrstu þróunarskref í umferð er að hefjast í Amsterdam nýr kapítuli í enn frek- ari þróun sjálfstýrðra farartækja,“ segir AMS um tilraunirnar á síkjum borgarinnar. „Ímyndið ykkur flota af sjálfsigldum bátum flytja fólk og vörur á síkjunum,“ bætir prófessor Carlo Ratti við, en hann stjórnar Roboat-rannsóknarverkefninu fyrir MIT. Bátunum mætti einnig leggja hlið við hlið til að búa til brýr yfir síkin til að létta á tilfærslu fólks við stóra mannfögnuði og viðburði. „Roboat opnar fyrir gríðarlega möguleika,“ segir vísindastjóri AMS, Arjan van Timmeren. Meðal annars geti þeir verið nýttir til „rannsókna með neðansjárvélmenn- um til að greina sjúkdóma sem ber- ast með vatni á frumstigi þeirra,“ bætir hann við. „Eða við gætum brúkað Roboat til að hreinsa upp fljótandi úrgang á síkjunum og fundið betri leiðir til að meðhöndla um 12.000 reiðhjól sem ár hvert enda í síkjunum,“ segir van Timmeren. Í Amsterdam er að finna 165 síki sem samtals eru 50 kílómetrar að lengd, að sögn markaðsstofu borgarinnar. Segir hún að hvergi í heiminum sé jafn upplagt að prófa og þróa sjálfsigldu Roboat-bátanna. Hinn 400 ára gamli síkjahringur umhverfis Amsterdam var tekinn á heimsminjaskrá UNESCO árið 2010. Hann hefur frá upphafi gegnt ríku hlutverki í samgöngum borg- arinnar og útivistarmálum. Vegna síkjanna hefur borgin stundum ver- ið nefnd „Feneyjar norðursins“. Nú til dags eru síkin helsti viðkomu- staður þeirra 17 milljóna ferða- manna sem árlega heimsækja Amst- erdam. Á síkjum og ám borgarinnar eiga um 2.500 húsbátar fasta legu, en í þeim er búið árið um kring. Sjálfstýrðir bátar á síkjum Amsterdam Prammar Hugmyndir um sjálfsiglda báta á síkjum Amsterdam. Bátarnir eru hugsaðir til að ferja fólk milli staða rétt eins og á við um sjálfekna bíla. Fljótabátar Sjálfstýrða fljótabáta mætti brúka bæði til vöru- og fólksflutninga á síkjum Amsterdam. Brýr Nota má sjálfsiglda báta til að brúa síki og létta á annarri umferð. muni auka mjög hratt á miðlun upp- lýsinga sem spara muni tíma og stýra gámum á hagkvæmari hátt á einstök skip og tryggja að ekkert skip sigli tómt milli staða. Gervieyjar Í vangaveltum sínum um framtíð- ina segir Wärtsilä að hugsa megi sér að komið verði upp gervieyjum með- fram helstu siglingaleiðum þar sem orka sólarinnar og vindorka verði beisluð til framleiðslu vistvæns elds- neytis sem flutningaskipin gætu tankað þar til áframhaldandi sigl- ingar. Hrein orka sé að verða for- gangsverkefni og áhrif þessa eigi eftir að segja til sín í auknum mæli í skiparekstri í náinni framtíð. Wärt- silä segist ennfremur sjá fyrir sér að orkuþéttni nýrrar rafgeymatækni muni aukast verulega á næstu árum og gera skipum kleift að sigla fyrir rafmagni á viðkvæmum slóðum án þess að losa frá sér gróðurhúsaloft. Loks megi ímynda sér að úrvinnsla vöru eigi sér stað um borð á siglingu vöruskipa milli hafna en svo er ekki nú til dags. Til dæmis mætti brenna og mala kaffibaunir um borð í skip- um á leið frá Asíu og Suður-Ameríku til Evrópu. Varan væri tilbúin við komu til hafnar og hefði vinnslan því mikinn tímasparnað í för með sér. Árstíðabundnar landbúnaðarafurðir mætti sömuleiðis áframvinna um borð í flutningaskipunum rétt eftir uppskeru. Kaffibrennsla Möguleikar virðast óþrjótandi. Þannig gætu „fljótandi kaffi- brennslur“ ristað og malað kaffibaunir á siglingunni milli hafna. Sparnaður Hægt er að spara mikið eldsneyti með því að láta skip sigla í lestum milli heimshorna, að mati finnska fyrirtækisins Wärtsilä.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.