Fréttatíminn - 24.06.2016, Qupperneq 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016
Lögregla Fleiri en eitt
skaðabótamál gæti verið
í uppsiglingu vegna fíkni-
efnalögreglumanns sem var
hreinsaður af grun um mis-
ferli fyrir tæpum mánuði.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Æra lögreglumannsins hefur beðið
stórkostlegan hnekki,“ segir Snorri
Magnússon, formaður Landssam-
bands lögreglumanna, um mál lög-
reglumannsins sem var hreinsaður
af grun um misferli í starfi fyrir tæp-
um mánuði. Hann er snúinn aftur
til starfa sinna innan lögreglunn-
ar en Snorri segir að málinu sé síð-
ur en svo lokið. „Maðurinn íhugar
nú stöðu sína, meðal annars skaða-
bótamál. Fleiri lögreglumenn sem
flæktust með einum eða öðrum
hætti inn í rannsóknina eru einnig
að skoða réttarstöðu sína,“ segir
Snorri
„Hann er ekki lengur að sinna því
starfi sem hann hafði með hönd-
um og hafði mikinn áhuga á,“ seg-
ir Snorri. „Málið snýst um að rétta
hans hlut að fullu og skaðabótamál
er eitt af því sem verið er að skoða,“
segir hann. „Það voru fleiri sem
flæktust inn í þetta mál og biðu tjón
af. Meðal annars Aldís Hilmarsdótt-
ir sem hefur þegar lýst því yfir að
hún sé að skoða réttarstöðu sína, þá
eru þrír aðrir að fara yfir málið, þar
sem þeir telja að málið hafi skaðað
starfsferil þeirra hjá lögreglunni.“
Snorri segir að það vegi þungt í
þessu sambandi hversu langan tíma
málið hafi tekið. Fyrst hafi þessar
ávirðingar verið rannsakaðar árið
2012, en þá virðist sem þær komi
fyrst fram. Árið 2014 hafi einnig
farið fram innanhússrannsókn og
síðan aftur núna í ár. Aldrei hafi
fundist neitt misjafnt. Hann segir
ekki útilokað að málið eigi rætur að
rekja til valdabaráttu og togstreitu
innan embættisins. „Málið hefur
sett svartan blett á lögregluna,“ seg-
ir hann. „Það þarf að koma upp á
yfirborðið hvernig þessi áburður
varð til og fara nákvæmlega ofan
í saumana á því, hvaða áhrif hann
hefur haft á starfsferil þeirra lög-
reglumanna sem komu við sögu.“
Með nýrri skipan hefur ávana-
og fíkniefnadeildin verið lögð nið-
ur. Miðlæg rannsóknardeild hefur
tekið við rannsókn fíkniefnamála,
ofbeldismála og fjármálamisferlis.
Snorri segir eftirsjá að deildinni.
Fíkniefnamál hafi ákveðna sér-
stöðu. Menn séu ekki kærðir fyrir
fíkniefnabrot, það þurfi að sækja
upplýsingar um þau út í samfélagið.
Mynd | Rut
Stjórnmál „Píratar vilja ekki
hætta við eða tefja byggingu
nýs Landspítala,“ segir Helgi
Hrafn Gunnarsson, kapteinn
Pírata.
Frétt í Fréttablaðinu um að Píratar
hefðu samþykkt í rafrænni kosn-
ingu að leggjast gegn byggingu nýs
spítala við Hringbraut vakti hörð
viðbrögð Oddnýjar Harðardóttur,
formanns Samfylkingarinnar,
sem sagði að það mætti ekki með
nokkru móti tefja byggingu
nýs Landspítala. „Öryggi
og mannslíf eru í húfi.
Það er bókstaflega hættu-
legt að flytja veikt fólk á
milli húsa Landspítalans
eins og nú þarf að gera.
Ný staðsetning mun
tefja bygginguna og
setja fleiri mannslíf
í hættu,“ sagði Oddný.
Helgi Hrafn segir frétt blaðsins
um samþykkt Pírata byggja á
misskilningi. Píratar hafi samþykkt
í apríl að fara ætti fram fagleg úttekt
á staðarvalinu. Hann segir að slík
úttekt myndi væntanlega innibera
kostnaðinn við að hætta við fram-
kvæmdir sem þegar væru hafnar og
líkurnar á samþykkt því hverfandi.
„Persónulega finnst mér þessi
tillaga koma of seint fram. Ég gæti
sjálfur aldrei rökstutt ákvörðun um
að hætta við framkvæmdir eða
talað fyrir henni. Það liggur
ekki fyrir nein ákvörðun um
að tefja fyrir þessum fram-
kvæmdum eða falla frá þeim.“
| þká
Sýrlenskar konur í hópi flóttamanna
á Akureyri hafa tekið því fagnandi
að boðið var upp á sérstaka sund-
tíma fyrir konur í sundlaug Glerár-
skóla í vetur. Aðalsteinn Siggeirsson,
umsjónarmaður laugarinnar, segir
að hann hafi ákveðið að prófa þetta í
fyrrahaust en hann hafði heyrt útund-
an sér að sumar konur vildu frekar
stunda laugarnar ef bara konur væru
í hópi gestanna. Í árslok kom síðan
hópur sýrlenskra flóttamanna til bæj-
arins en konur úr þeirra hópi hafa
verið duglegar að nýta kvennatímana
en myndu aldrei nota almennings-
laugar að öðrum kosti. Réttindagæslu-
maður þeirra hjá bænum hefur einnig
rætt við forsvarsmenn bæjarins um
hvort það sé hægt að stúka af sérstaka
búnings- og sturtuaðstöðu fyrir kon-
urnar
Til greina kemur að fjölga kvenna-
tímum næsta vetur en þeir voru að-
eins eitt kvöld í viku en um 20 til 30
konur sóttu tímana. | þká
Vilja ekki hætta við nýjan Landspítala
Persónulega finnst
mér þessi tillaga
koma of seint fram,
segir Helgi Hrafn.
Gæti aldrei talað fyrir því
Sund
Sýrlensku
konurnar
ánægðar með
kvennatíma
5 íhuga skaðabótamál gegn yfirstjórn lögreglunnar
Málið setti svartan
blett á lögregluna
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ekki útilokað að málið
eigi rætur að rekja til valdabaráttu og togstreitu innan lögregluembættisins.
Maðurinn er snúinn
aftur til starfa fyrir
lögregluna en Snorri
Magnússon segir
að æra hans hafi
beðið stórkostlegan
hnekki.
Húsnæðismál Slæmt ástand
er í Kvennaathvarfinu um
þessar mundir þar sem fjöl-
mennt er í húsinu. Konurnar
eiga óvenju erfitt með að feta
sig eftir dvölina þar, því þær
eiga ekki séns á almennum
leigumarkaði.
Að sögn Sigþrúðar Guðmunds-
dóttur, framkvæmdastýru Kvenna-
athvarfsins, bíða fátæktargildrur
víða þeirra kvenna sem yfirgefa of-
beldismenn sína og reyna að koma
undir sig fótunum. Hópurinn sem
dvelur í athvarfinu er oft jaðar-
settur vegna lítils tengslanets og
bágrar félagslegrar eða fjárhagslegr-
ar stöðu. Vegna húsnæðisvandans
er óvenju erfitt að hefja nýtt líf og
brjótast út úr ofbeldissambandi.
„Flestar þessara kvenna gætu
komið sér á gott ról ef þær ættu tök
á að ljúka námi, læra íslensku eða
sækja endurhæfingu sem styrkir
stöðu þeirra. Þær þurfa hinsvegar
langoftast að hverfa í láglaunastörf
þar sem þær eiga litla möguleika á
að bæta úr aðstæðum sínum.“
Hún segir húsnæðisvandann stór-
an hluta af þessu því konurnar séu
illa samkeppnishæfar á almennum
leigumarkaði.
„Með litlar tekjur er ekki úr miklu
að moða á almennum leigumarkaði.
Og þegar þær eiga ekki möguleika
á að komast í sæmilegt húsnæði,
verður það stundum til þess að þær
snúa aftur heim til ofbeldismanns-
ins. Staða þessara kvenna er slæm
af mörgum ástæðum. Oft hafa þær
ekki einu sinni aðgang að innbúi
sínu. Það er hrikalega sárt að horfa
á eftir konu með börn í þessar að-
stæður. Einstæðar konur geta deilt
leigu með einhverjum eða leigt sér
herbergi, en konur með börn lenda
oft verulega illa í því.“ |þt
Fá ekki leigt og lenda í fátæktar gildru
eftir dvöl sína í Kvennaathvarfinu
Sigþrúður Guð-
mundsdóttir segir
húsnæðisvandann
bitna illa á konum í
Kvennaathvarfinu.
Vegna húsnæð-
isvandans er
óvenju erfitt að
hefja nýtt líf og
brjótast út úr of-
beldissambandi.
Verktakar bera fyrir sig fáfræði um kjaramál
Ekki kærðir til lögreglu
ef þeir bæta ráð sitt
Verkalýðsmál Undirverk-
takar sem greiða verkafólki
langt undir lágmarkslaun-
um eru ekki kærðir til lög-
reglu ef þeir bæta ráð sitt.
Allt hefur verið á suðupunkti vegna
verkamanna sem starfa langt und-
ir lágmarkslaunum á Húsavík og
nágrenni, en þeir eru hér á snær-
um undirverktaka sem starfa fyr-
ir íslensk fyrirtæki. Í öllum tilfell-
um hafa verktakarnir lofað bót og
betrun eftir að verkalýðsfélagið á
staðnum setti þeim úrslitakosti.
„Stundum bera þeir fyrir sig fá-
fræði eða misskilning,“ segir Aðal-
steinn Baldursson, formaður verka-
lýðsfélagsins Framsýnar, en málin
eru ekki kærð til lögreglu ef verk-
takarnir samþykkja strax að bæta
ráð sitt og gera löglega samninga
við starfsfólkið. Hann segir að lög-
reglan sé þó ávallt upplýst um stöðu
mála í verstu tilfellunum, það sé því
hægðarleikur að fletta mönnum
upp í málaskrám gerist þeir ítrekað
brotlegir.
Tvö mál hafa komið upp nýlega
þar sem erlend starfsmannaleiga
ætlaði að greiða lettneskum og
pólskum verkamönnum langt und-
ir lágmarkslaunum, allt niður í 580
krónur á tímann. | þká