Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.06.2016, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 24.06.2016, Qupperneq 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016 NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS4KULTRA HD 3840x2160 SNJALLARA 48” SJÓNVARP MEÐ INNBYGGÐU 4K NETFLIX99.990 20ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR119.990 Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is Jadwiga Soltysiak býr í Breiðholtinu ásamt Arturi syni sínum og Mörtu eigin- konu hans. Eins og margir Pólverjar á Íslandi koma þau frá austurhluta Póllands, Pólandi B, þar sem fátækt er meiri en vestan megin, landið strjálbýlla og sagan grimmari. Þegar Ryszard, eiginmaður Jadwigu, féll frá á besta aldri varð lífsbarátt- an hörð og Jadwiga sá ekki fram á að geta komið tveim- ur sonum sínum til manns og flutti til Íslands þar sem hún hefur búið sér og fjöl- skyldunni framtíð. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Á Íslandi búa um það bil 11 þúsund Pólverjar og helmingurinn á höfuð- borgarsvæðinu. Pólverjar koma til Íslands í leit að atvinnu og fá oftast vinnu við láglaunstörf þar sem ekki er krafist menntunar þrátt fyrir að oftar en ekki séu þeir með einhvers- konar fagmenntun fyrir. Soltysiak fjölskyldan í Efra-Breiðholti, þau Jad- wiga, Artur og Marta, eru öll með góða menntun sem hefur þó sjaldn- ast nýst þeim störfum þeirra á Íslandi. Til Íslands byrjuðu Pólverjar að koma fyrst undir aldamótin en Pól- land komst undan áhrifavaldi Sov- étríkjanna 1991 þegar það sleit sam- bandinu við Sovétríkin. Fyrir og í kringum aldamótin komu Pólverjar til að vinna í fiski. Það var gjarnan fjölskyldufólk sem kom á þeim tíma og margar fjölskyldur settust að á Íslandi til frambúðar, sérstaklega á Vestfjörðum. Á sama tíma og Pólland gekk í Evrópusambandið 2004 var efnahagslegur uppgangur á Íslandi. Byggingargeirinn fylltist af pólskum karlmönnum og konur fengu störf við þrif og ýmis þjónustu- og um- önnunarstörf. Einnig má finna marga Pólverja í garðyrkju og matvælaiðnaði á Íslandi. Ný bylgja af pólsku verka- fólki til landsins er hafin í kringum nýjasta „búmmið“, ferðamanniðnað- inn á Íslandi. Tungumálið og fólksflutningarnir Fólksflutningar frá Póllandi hafa verið miklir alla tíð en mestir eftir seinni heimstyrjöldina. Flestir fluttu til Bandaríkjanna þar sem 11 milljónir Pólverja búa, aðrir fluttu til Kanada, Englands, Írlands, Brasilíu og annarra landa. Þess má geta að 55 milljónir, karlar og konur, tala pólsku um heim allan á meðan Pólverjar í Póllandi eru 38.5 milljónir. Pólland er á milli stór- veldanna Rússlands, Þýskalands og Úkraínu. Saga Póllands er stormasöm og ofbeldisfull, en eftir stríð var Pól- landi skipt upp þannig að stór hluti af austur Póllandi fór undir Rússa en Gdansk og hluti af austur Þýskalandi undir Pólland. Soltysiak í Efra-Breiðholti Jadwiga Soltysiak býr í Breiðholtinu ásamt Arturi, syni sínum, og Mörtu, eiginkonu hans. „Ég fæddist árið 1960, fólkið mitt er bændur og amma tók á móti mér við fæðingu heima á bóndabænum okkar sem er fyrir utan Lomza. Ég gekk 3 km á dag í skólann á hverjum degi. En til þess að ganga í framhaldsskóla þurfti ég að flytja til Lomza þar sem ég kláraði kokka- og þjónabraut við verslunarskólann. Eft- ir námið vann ég í bænum Piatnica á veitingastað. Eftir langa vakt vant- aði mig far heim á sveitabæinn þegar kunningi minn benti mér á að það væri ungur maður að fara á ball í ná- grenni við foreldra mína þar sem Á flótta undan fátæktinni í Póllandi B Íslendingar hafa ekki mikinn áhuga á slavneskri menningu, þeir líta meira til Bandaríkjanna. Kannski er það fátæktin í austrinu sem veldur því, segir Artur. Myndir | Alda Lóa „Kúnninn varð hinn fúlasti og spurði hvort maður ætti að tala ensku eða íslensku á Íslandi? Og rauk síðan á dyr.“ Þykkni frá Winiary gerir gæfumuninn fyrir rabarbarsaftina, segir Jadwiga, en Winiary fæst í pólsku búðinni í Breiðholti sem gömul pólsk framleiðsluvara en er núna í eigu Nestle sem keypti fyrirtækið þegar Pólland sagði skilið við Sovétríkin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.