Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 24.06.2016, Síða 22

Fréttatíminn - 24.06.2016, Síða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016 GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 „Þetta fólk horfir ekki mikið í kringum sig,“ sagði Michel Platini þegar menn byrjuðu að tala um regnbogaliðið sem sameinaði Frakkland sumarið 1998, heimsmeist- arana sem sömuleiðis voru kallaðir génération black, blanc, beur – svarta, hvíta og arabíska kynslóðin. Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Platini var þó ekki að gagnrýna jákvæðnina gagnvart fjölmenn- ingunni, heldur bara að benda á að þetta var ekkert nýtt. Sjálfur hafði Platini, sem er af ítölskum ættum, spilað með leikmönnum sem fæddir voru í Gvadalúpe, Martiník, Malí og Alsír þegar Frakkar urðu Evrópumeistarar 1984, auk þess sem hann var alls ekki einn um að vera innflytjenda- sonur. Platini sagði þessa umræðu 30 árum á eftir raunveruleikanum – en hún var raunar miklu lengra á eftir en það. Gamlar og nýjar nýlendur Byrjum á örfáum staðreyndum. Frakkar hernámu Alsír árið 1830 og ríktu þar fram að blóðugu frels- isstríði árin 1954 til 1962, en eftir það fékk Alsír sjálfstæði. Tveimur árum áður hafði Senegal feng- ið sjálfstæði frá Frakklandi, án blóðsúthellinga. Karabíska eyjan Gvadalúpe og Reunion, eyja í Indlandshafi, stutt frá Madagaskar, eru hins vegar ennþá hluti af Frakklandi. Þetta eru bara brot af núverandi og fyrrverandi nýlendum Frakka – en þessar hafa kannski haft hvað mest áhrif á knattspyrnusögu þjóðarinnar. Sú saga var í raun fjölþjóð- leg nánast frá byrjun. Alex Villaplane fæddist í Alsír árið 1905 og varð árið 1926 fyrsti landsliðsmað- ur Frakka af afrískum ættum. Fjór- um árum síðar þá var hann fyr- irliði liðsins í opnunarleik fyrsta heimsmeist- aramótsins. Ári síðar varð Raoul Diagne svo fyrsti blökkumaður- inn til þess að klæðast landsliðstreyjunni. En þar skildu þó leiðir þeirra tveggja; nú er annars þeirra minnst sem hetju og hins sem óþokka. Eftir því sem fjar- aði undan knattspyrnuferli Villaplane, eftir HM 1930, flæktist hann sífellt meir í undirheima Parísarborgar og þegar Þjóðverj- ar hernámu Frakkland áratug síðar var hann farinn að smygla gulli. En nasist- arnir reyndu ýmislegt til að afla sér fylgis meðal franskra araba og gáfu meðal annars út dagblað á arabísku þar sem Hitler var sýndur sem frelsar- inn mikli, sem myndi frelsa þá undan oki nýlendustefnu og kommúnisma. Í kjölfarið var mynd- uð Norð- ur-afríska herdeildin, SS-herdeild sem ætlað var að hjálpa til við að koma frönsku andspyrnunni fyrir kattarnef. Villaplane var foringi herdeildar- innar sem varð fljótt alræmd og sýndi Regnbogi nýlenduvelda rís og fellur Regnbogaliðið. Zidane, Thuram og félagar, fagna heimsmeistaratitlinum. Brautryðjandinn. Raoul Diagne, var fyrsti afríski blökkumaðurinn til að spila fyrir Frakkland og fyrsti landsliðsþjálfari Senegal.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.