Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 24.06.2016, Síða 30

Fréttatíminn - 24.06.2016, Síða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016 „Það kom eiginlega enginn annar staður til greina en Vík í Mýrdal, þarna er rafrænt landslag,“ segir Pan Thorarensen um hátíðina Extreme Chill sem verður haldin í sjöunda skipti í ár og nú í fyrsta skipti í Vík í Mýrdal. „Það verður minna um partítón- list og meira um ambient-tónlist, auk þess sem þetta verða sitjandi tónleikar. Það má því segja að há- tíðin muni þetta árið í fyrsta sinn standa fullkomlega undir nafn- inu Extreme Chill,“ segir Pan. „Fólk getur svo farið í göngutúra um þetta fallega svæði, tekið upp hljóð úr umhverfinu eða unnið í sinni tónlist ef það vill.“ Hið 82 ára gamla raftónlistar- goð Hans Joachim Roedelius spilar þetta árið í fyrsta sinn, og raunar í fyrsta sinn á landinu, en hann hefur lengi verið brautryðjandi á sviði raftónlistar og unnið með tónlistarfólki á borð við Brian Eno, Holger Czukay, Michael Rother, og fleiri. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spilar á sömu tón- leikum, svo það er áhugavert pró- gramm framundan,“ segir Pan. Tónleikarnir fram í Víkurkirkju og félagsheimilinu Leikskálum þann 2. og 3. júlí. Mynd frá Vík í Mýrdal, þar sem Extreme Chill Festival – Undir Jökli verður haldin í ár. Extreme chill undir annan jökul „Tjillaðri“ hátíð en nokkru sinni fyrr Aron Can stígur á svið á Gimli-sviðinu í Laugardalnum eftir tíu mínútur. Á sviðinu er norski tónlistar-maðurinn Bernhoft en í áhorfendaskaranum eru fjöl- margir slánar klæddir bomber- -jökkum og stelpur með derhúfur sem virðast ekki hingað komin til að hlusta á norskt rokk heldur að bíða eftir einhverju allt öðru. „Það er svolítið skrýtið að við séum látin spila á eftir klassísku rokki,“ segir Arnar Leó, dj-inn sem spilar með Aroni. Það var verið að flýta tónleikum Arons um 10 mínútur, dýrmætur tími þegar setja á upp sviðið fyrir tónleika. Stressið hlýtur að vera að færast yfir hópinn, þó þeir láti á engu bera. Aron Can er líklega sá lista- maður sem spilaði hvað oftast á Secret Solstice-hátíðinni um síð- ustu helgi, en auk eigin tónleika tók Aron óvænt lag sitt „Enginn mórall“ á stærsta sviði hátíðarinn- ar á tónleikum Emmsjé Gauta við frábærar undirtektir. En hvernig gekk að spila óvænt á tónleikum annars rappara? „Þetta gekk fokk- ing vel sko,“ segir Aron glaðlega. Hann er þó spenntari fyrir tón- leikunum sem nú eru að hefjast: „Fleiri sem eru hér núna sem komu fyrir mig.“ Frá því lagið Þekkir Stráginn kom út með Aroni Can í febrúar hefur stjarna hans verið á hraðri uppleið. Aron segir þessa miklu athygli á stuttum tíma magnaða en hún komi honum þó ekki beint á óvart: „Ekkert egó sko, en við viss- um að þetta yrði stórt þegar við gæfum eitthvað út. Við höfum allir verið að gera tónlist lengi, ég þurfti bara að finna réttu mennina að vinna með mér og þá vissi ég að þetta myndi smella saman.“ Tónlist Arons Can byrjar að hljóma á sviðinu og í gegnum tónana heyrast orðin „No judging eyes“, einskonar einkennissetning hópsins sem umkringir Aron og eitt þeirra smáatriða sem gera tón- list strákanna svo vinsæla. Aron tekur við hljóðnema af einum tæknimanninum, stígur á svið og skarinn tryllist. Aron Can á Secret Solstice Vissum alltaf að þetta yrði stórt Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Skarinn tryllist þegar Aron byrjar að tala í hljóðnemann frá baksviðinu. Arnar Leó, Garibaldi og Aron Can á bak við Gimli-sviðið, tilbúnir að trylla áhorfendur. Myndir |Rut Breyting Airbnb-laganna á mannamáli 1 Það má leigja út fasteignir í allt að níutíu daga á ári án rekstrarleyfis frá stjórnvaldi. 2 Tekjur af því að leigja út rými mega ekki fara yfir eina millj- ón króna. 3 Til að leigja út íbúðina alla níutíu dagana má kostnaður fyrir nóttina því ekki fara yfir 11.111 krónur. 4 Hver sem býður upp á gistingu þarf að láta sýslu- mann vita. 5 Á hverju nýju ári þarf að skrá eignina aftur og það kostar 8.000 krónur. 6 Þeir sem reka heimagistingu án þess að skrá það eða gera ann- að sem fer gegn lögun- um þurfa að greiða sekt, minnst 10.000 krónur – mest eina milljón króna. 7 Reglurnar taka gildi í janúar 2017. Með vaxandi ferðamannastraumi leigja æ fleiri Íslendingar út íbúð- ir sínar. Breyting á Airbnb-lögum svokölluðu hefur verið gerð vegna aukinnar skráningar íbúða á síð- um eins og þeim sem er kennd við lögin. Breytingarnar eru   Fleiri myndir á frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.