Fréttatíminn - 24.06.2016, Page 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
Ég bjó áður með þremur vinum mínum í einum af þessum kokteilsósu-lituðu húsum við Laugardalslaug. Ætli það hafi ekki verið eitt
mesta gaura tímabil sem ég hef
átt,“ segir Ólafur Björn Tómasson í
litla og huggulega herberginu sínu
á Oddagörðum. „Það voru Playsta-
tion tölvur, sportpakkinn í sjón-
varpinu og allt það. Og auðvitað
allt mjög skítugt sem lenti svolítið
á mér og einum öðrum að þrífa.“
„Ég fíla að vera hérna, ég þarf
ekki mikið pláss,“ segir Ólafur
sem fyrir ári síðan kom sér fyrir í
Oddagörðunum, sá hluti stúdenta-
garða sem nokkur herbergi deila
saman eldhúsi. „Staðsetningin er
númer eitt, tvö og þrjú. Það versta
er kannski hvað maður fer lítið út
fyrir hverfið. Ég er alltof latur við
að ferðast út fyrir minn litla radí-
us. Háskólinn er nokkrum skrefum
frá og ég vinn á Stúdentakjallarn-
um svo lífið er mikið á sama reitn-
um sem er kostur og galli.“
Ólafur er að leggja lokahönd
á nám við kvikmyndafræði og
er mikill kvikmyndaunnandi.
Heimavinnan er ekki af verri
endanum en hann reynir að
horfa á eina kvikmynd á dag.
„Um þessar mundir er ég skotin
í kvikmyndinni Lobster en hún
kristallar hvar áhugi minn liggur,
distópísk framtíðarmynd sem er
falleg fyrir augað. Annars tek ég
svona leikstjórasyrpur, um daginn
voru það Paul W.S. Anderson
myndirnar og í síðustu viku Wes
Anderson. Ég vil fylgjast með fleiri
kvenleikstjórum en Sofia Coppola
er í miklu uppáhaldi.“ Kvikmynd-
ir hafa lengi verið áhugamál hjá
Ólafi. „Í menntaskóla eyddi ég ófá-
um tíuþúsundköllum í DVD mynd-
ir. Án efa versta fjárfesting sem
hægt er að gera.“
Áhuginn liggur ekki einungis
í að horfa og fræðast um mynd-
ir heldur einnig að leika í þeim
og skrifa handrit. „Ég ætlaði mér
alltaf í leikarann. Ég hef þó verið
að æfa spuna með Haraldinum síð-
an í júlí. Ég beiti síðan aðferðum
þaðan til að skrifa handrit sem ég
hyggst gera meira af í framtíðinni,
maður þarf bara að gera hlutina.“
Hvað varðar rýmið þá er Ólafur
greinilega smekkmaður. Plakötin
sem skrýða veggina og myndirnar
í hillunum gera rýmið að heimili.
„Ég reyni að vinna með litinn á
gólfinu og gardínunum, hafa þetta
einfalt en ekki of leiðinlegt.“ Sam-
eiginlega rýmið nýtir Ólafur í að
halda matarboð. „Ég get ekki sagt
ég eldi mikið. Ég hef þó neglt einn
rétt, grænmetislasagna, og þá býð
ég fólki úr ólíkum áttum í mat til
mín á Oddagarðana.“
Landslið Póllands komst áfram í 16 liða úrslit eftir leik sinn við Úkraínu á
þriðjudag, sem fór 1:0. Eina markið skoraði Jakub Blaszczy kowski glæsi-
lega í seinni hálfleik.
Mikil stemning hefur verið á Ingólfstorgi á leikjum Póllands á
Evrópumótinu og augljóst að Íslendingar eru ekki eina þjóðin á Íslandi
sem fylgist með EM með hjartað í buxunum, enda búa hér um 12 þúsund
Pólverjar.
Næsti leikur Póllands er við Sviss á
laugardag, klukkan 15. | sgþ
Fleiri myndir á
frettatiminn.is
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira, en bara ódýrt
Sekkjatrilla
150kg
Dekk og hjól í
miklu úrvali
Fötur og balar í
öllum stærðum
Frábært úrval af
farangursteygjum og
strekkiböndum
Flutningspallar
200/400kg
PU Flex hanskar
Flutningstrilla
samanbrjótanleg
TILBOÐ
kr. 6.995
Frá kr. 5.995
Frá kr. 3.495
Kr. 295
Stemningin á Ingólfstorgi
Ekki bundin við leiki
íslenska liðsins
Myndir | Hari
Sjá fleiri myndir
á frettatiminn.is
Stúdentgarðarnir #7
Lífið allt á
sama radíusnum
Ólafur Björn Tómasson er sjöundi viðmælandi í myndaröðinni Stúdenta-
garðarnir. Í tæplega eitt ár hefur smekkmaðurinn búið í kollegíi í Odda-
görðum þar sem sjö manns deila eldhúsi. Hann segir skrítið að venjast því
að búa einn en samt með svo mörgum. Bæði skólinn og vinnan eru í bak-
garðinum svo Ólafur þarf lítið að ferðast út fyrir sitt hverfi, sem er kostur
og galli fyrir kvikmyndaáhugamanninn.
Ólafur Björn er
mikill fagurkeri
og leyfði litnum
á gólfinu að stýra
ferðinni í litavali
á húsgögnum og
hlutum. Á svölun-
um má sjá glitta í
„gay pride“ fánann
sem Ólafur flaggaði
í kjölfar skotárásar-
innar í Orlando.
Myndir/Rut
Persónuleg plaköt og ljósmyndir gera herbergið að heimili.
Vinkonurnar Ana, Reagan og Ása
kynntust á Te og Kaffi þar sem þær
vinna en stelpurnar eru allar frá
sitt hvoru landinu. Þær fara saman
í fjallgöngur og á hjólabretti.
„Við kynntumst allar í vinnunni
en ætli það megi ekki segja að við
séum frekar alþjóðlegur hópur, ég
er frá Bandaríkjunum, Ana er frá
Þýskalandi en ólst upp á Spáni og
Ása er frá Íslandi,“ segir Reagan
glöð í bragði en hún byrjaði að
vinna á kaffihúsinu fyrir rúmu
hálfu ári.
Þær Ása og Ana hafa þekkst leng-
ur en aðspurðar segjast þær oft
fara á hjólabretti saman. Stelpurn-
ar hittast því ekki bara í vinnunni
heldur líka utan hennar. „Við fór-
um í göngutúr að Glymi þegar við
vorum seinast í fríi,“ bætir Reagan
við. „Gott fyrir teymið!“
Þær segjast vinna saman á
hverjum degi en það geri vinnuna
miklu skemmtilegri. „Við erum
gott lið. Það skiptir máli að vinna
með rétta fólkinu svo allir séu
ánægðir. Svo er líka best í heimi
að drekka kaffi saman!“, segir
Reagan. | bg
Vináttan
Kaffi og hjólabretti
Reagan, Ana og Ása fara saman í fjallgöngur og á hjólabretti. Mynd | Rut