Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.06.2016, Page 36

Fréttatíminn - 24.06.2016, Page 36
Gott að kjósa Forsetakosningar eru um helgina og um að gera að nýta kosn- ingarétt sinn. Ekki er síðra að halda daginn dálítið hátíðlegan, vera snyrtilegur og klæða sig upp. Fá sér kaffibolla með ömmu og halda síðan á kjörstað. Gott að velta sér í dögginni Aðfaranótt laugardags er Jónsmessunótt en þá öðlast dögg sérstakan lækningamátt. Samkvæmt gamalli trú er mjög heil- næmt sé að velta sér nak- inn upp úr dögginni þessa nótt. Geri fólk það batna þeim allir sjúkdómar og þeim verður ekki misdægurt næsta árið á eftir. Gott að borða brauðtertu Margir útskrifast úr háskólanum um helgina og þá er gott að gera vel við sig og borða nóg af brauðtertu. Fátt er betra en íslenska brauðtertan sem oft býðst í úskriftarveislum landans: Aspas, skinka og majónes. Nammi namm. GOTT UM HELGINA ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43 Fólkið mælir með ... Jón Helgi Hólmgeirsson Útiveran: Að hjóla í stórbrotinni náttúru- fegurð Nauthólsvíkur- innar í morgunsárið með ískalda hafgoluna og yndislegt íslenskt veð- urfar beint í smettið. Ísinn: Apaís frá Kjörís. Einfaldur og bragðgóður. Flíkin: Peysan Bakkakot frá Farmers Market. Íslensks sumars er best notið í góðri peysu. Sérstaklega ef hún er þokkalega fín. Uppákoman: KRÁS götumatarmark- aður sem mun opna í Fógetagarði í Júlí. Allskonar matur, tónlist og næsheit. Svo er EM alveg mjög næs. Hallveig Rúnarsdóttir Útiveran: Kattar- göngutúrinn sem við förum á hverju kvöldi af því að kötturinn okkar dregur okkur af stað. Nær svo yfir- leitt að draga tvo til þrjá nágranna- ketti með svo við erum þekkt sem skrýtna kattafólkið með hjörðina á eftir okkur í hverfinu. Ísinn: Melónuísinn í San Crispino í Róm. Melónuísinn í Valdísi er sára- bót þegar maður er ekki í Róm. Flíkin: Dökkgræna Volcano sláin mín. Fékk hana á útsölu fyrir nokkrum árum og hef aldrei notað flík jafn mikið. Alltaf eins og ný. Uppákoman: Íslenskur EM fót- boltaleikur á torginu fyrir framan Hótel Tórshavn í Færeyjum. Þvílík stemning! Una Hildardóttir Útiveran: Ég mæli með að ganga upp að Háa- fossi í Þjórsárdal. Gangan að fossinum og til baka tekur um 5 tíma. Einn af uppáhalds stöðum mínum á Íslandi! Ísinn: Valdís, ekki spurning. Er meira fyrir kúluís en bragðaref. Á sólríkum dögum fæ ég mér engiferís frá Val- dís í hádegismat. Flíkin: Svarti jakkinn minn frá Alex- ander Wang. Ég fer varla úr honum á sumrin, passar við allt. Uppákoman: Fyrir utan EM er upp- ákoma vikunnar klárlega forseta- kosningarnar og svo auðvitað kosn- ingavakan, vonast eftir glæsilegri endurkomu frá Kosninga-Tómasi.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.